Rósa og Andrés styðja ekki veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar Sighvatur Arnmundsson skrifar 7. desember 2018 06:00 Rósa Björk Brynjólfsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Ástæða þess að ég styð ekki málið og ætla að sitja hjá við afgreiðslu þess er í fyrsta lagi sú að mér finnst verið að keyra málið í gegn,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna, um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar. „Ég er ekki viss um að það þurfi að gera þetta í svona miklum flýti,“ heldur Rósa áfram. „Svo finnst mér efni frumvarpsins með þeim hætti að við séum að búa til enn meiri afslátt til útgerðarinnar.“ Rósa Björk og flokksbróðir hennar, Andrés Ingi Jónsson, sátu hjá í atkvæðagreiðslu við aðra umræðu á þriðjudaginn. Frumvarpið var afgreitt til þriðju umræðu í atvinnuveganefnd í gær. „Það kom fram ósk frá minnihlutanum um að málið kæmi inn í nefndina milli umræðna og það var orðið við því. Við fengum nokkra gesti á okkar fund og það var farið yfir ýmsa hluti en það leiddi ekki til neinna breytingartillagna af okkar hálfu,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar. Rósa telur enn mikil álitaefni uppi í málinu. „Við getum í raun og veru ekki aðskilið veiðigjöldin frá umræðu um fiskveiðistjórnunarkerfið. Þegar við erum að breyta lögum um veiðigjöld þá verðum við að geta staðið frammi fyrir kjarnaspurningunni sem er hver er sanngjarn hlutur þjóðarinnar af rentunni sem skapast af nýtingu auðlindar þjóðarinnar,“ segir Rósa. Rósa Björk segist styðja það að gildandi lög verði framlengd og tíminn nýttur til að vinna málið betur. „Það þarf að gerast í meiri sátt. Mér finnst ekki vera neinn sáttabragur í þeim ræðum sem hafa verið fluttar í þinginu.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segja engar tilraunir gerðar til samráðs Stjórnarandstaðan á Alþingi sakar ríkisstjórnarflokkana um að ætla að keyra frumvarp um veiðigjald í gegnum þingið án eðlilegs samráðs. 24. nóvember 2018 07:45 Afsláttur af veiðigjaldi hækkaður um 60 prósent Afsláttur á veiðigjöldum er aukinn um sextíu prósent samkvæmt tillögu meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis sem skilaði áliti sínu í gær. 21. nóvember 2018 12:40 Selja Guðmund í Nesi og segja upp 36 sjómönnum Sjómönnum hefur samtals fækkað um 136. 25. nóvember 2018 17:21 Mest lesið Fundu Guð í App store Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
„Ástæða þess að ég styð ekki málið og ætla að sitja hjá við afgreiðslu þess er í fyrsta lagi sú að mér finnst verið að keyra málið í gegn,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna, um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar. „Ég er ekki viss um að það þurfi að gera þetta í svona miklum flýti,“ heldur Rósa áfram. „Svo finnst mér efni frumvarpsins með þeim hætti að við séum að búa til enn meiri afslátt til útgerðarinnar.“ Rósa Björk og flokksbróðir hennar, Andrés Ingi Jónsson, sátu hjá í atkvæðagreiðslu við aðra umræðu á þriðjudaginn. Frumvarpið var afgreitt til þriðju umræðu í atvinnuveganefnd í gær. „Það kom fram ósk frá minnihlutanum um að málið kæmi inn í nefndina milli umræðna og það var orðið við því. Við fengum nokkra gesti á okkar fund og það var farið yfir ýmsa hluti en það leiddi ekki til neinna breytingartillagna af okkar hálfu,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar. Rósa telur enn mikil álitaefni uppi í málinu. „Við getum í raun og veru ekki aðskilið veiðigjöldin frá umræðu um fiskveiðistjórnunarkerfið. Þegar við erum að breyta lögum um veiðigjöld þá verðum við að geta staðið frammi fyrir kjarnaspurningunni sem er hver er sanngjarn hlutur þjóðarinnar af rentunni sem skapast af nýtingu auðlindar þjóðarinnar,“ segir Rósa. Rósa Björk segist styðja það að gildandi lög verði framlengd og tíminn nýttur til að vinna málið betur. „Það þarf að gerast í meiri sátt. Mér finnst ekki vera neinn sáttabragur í þeim ræðum sem hafa verið fluttar í þinginu.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segja engar tilraunir gerðar til samráðs Stjórnarandstaðan á Alþingi sakar ríkisstjórnarflokkana um að ætla að keyra frumvarp um veiðigjald í gegnum þingið án eðlilegs samráðs. 24. nóvember 2018 07:45 Afsláttur af veiðigjaldi hækkaður um 60 prósent Afsláttur á veiðigjöldum er aukinn um sextíu prósent samkvæmt tillögu meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis sem skilaði áliti sínu í gær. 21. nóvember 2018 12:40 Selja Guðmund í Nesi og segja upp 36 sjómönnum Sjómönnum hefur samtals fækkað um 136. 25. nóvember 2018 17:21 Mest lesið Fundu Guð í App store Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Segja engar tilraunir gerðar til samráðs Stjórnarandstaðan á Alþingi sakar ríkisstjórnarflokkana um að ætla að keyra frumvarp um veiðigjald í gegnum þingið án eðlilegs samráðs. 24. nóvember 2018 07:45
Afsláttur af veiðigjaldi hækkaður um 60 prósent Afsláttur á veiðigjöldum er aukinn um sextíu prósent samkvæmt tillögu meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis sem skilaði áliti sínu í gær. 21. nóvember 2018 12:40
Selja Guðmund í Nesi og segja upp 36 sjómönnum Sjómönnum hefur samtals fækkað um 136. 25. nóvember 2018 17:21