Söguleg stund þegar Angela Merkel steig úr formannsstól Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. desember 2018 08:00 Landsfundargestir risu á fætur í gær og klöppuðu fyrir Angelu Merkel, fráfarandi formanni. Nordicphotos/AFP Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hélt í gær sína síðustu ræðu sem formaður Kristilegra demókrata (CDU) eftir átján ára formannstíð. Ræðuna hélt Merkel á landsfundi flokksins þar sem nýr formaður verður valinn. Merkel lætur þó ekki af störfum sem kanslari fyrr en að kjörtímabilinu loknu, árið 2021 að öllu óbreyttu. Þá mun hún sigla upp að hlið Helmuts Kohl sem þaulsætnasti kanslari ríkisins. Þrjú bitust um að taka við af Merkel. Annegret Kramp-Karrenbauer bar sigur úr býtum. Hún fékk 45 prósent í fyrri lotu atkvæðagreiðslunnar í gær, vann síðari umferðina með 51,8 prósentum atkvæða, er ritari flokksins, kölluð „Mini-Merkel“ og afar náin kanslaranum. Næstvinsælastur var svo Friedrich Merz, athafnamaður sem var valdamikill í flokknum um aldamótin en fjarlægðist hann þegar Merkel tók við völdum. Hann þykir íhaldssamari og hægrisinnaðri en Merkel og fékk 39,2 prósent í fyrri umferð í gær og 48,2 prósent í þeirri síðari. Heilbrigðisráðherrann Jens Spahn, ein vonarstjarna CDU, íhaldssamur, samkynhneigður og kaþólskur, fékk tæp sextán prósent og datt út í fyrstu umferð. Formaðurinn fráfarandi stiklaði á stóru í fortíð, nútíð og framtíð bæði CDU og Þýskalands í ræðu sinni. Hún minntist þess þegar hún tók við flokknum árið 2000 þegar CDU var í mikilli krísu vegna fjármögnunarhneykslis. „Okkar CDU er allt annar flokkur en sá sem ég tók við árið 2000. Og það er gott. Við getum ekki haldið áfram að lifa í fortíðinni heldur þurfum við að horfa til framtíðar,“ sagði Merkel en Deutsche Welle sagði að túlka mætti þessi ummæli kanslarans sem skot á Friedrich Merz. Merkel sagði að með því að tryggja samstöðu innan flokksins gætu Kristilegir demókratar haldið sæti sínu sem stærsti flokkur Þýskalands. Vert er að nefna að flokkurinn mælist í mikilli lægð í könnunum og hefur komið illa út úr ríkiskosningum að undanförnu. Þá varði hún sitt umdeildasta stefnumál innan flokksins, jákvæða afstöðu til flóttafólks í neyð. Hún sagði Þýskaland hafa svarað „mikilli mannúðarkrísu“ á réttan hátt en viðurkenndi vissulega að málið hefði valdið miklum illdeilum innan flokksins. Aukinheldur sagði hún að Þýskaland stæði frammi fyrir mörgum erfiðum málum. Hún nefndi útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, loftslagsbreytingar og almenna samstöðu innan Evrópusambandsins sem dæmi. „Þetta starf hefur fært mér ómælda gleði. Þetta hefur verið mér sannur heiður. Takk kærlega fyrir,“ sagði Angela Merkel svo að ræðu lokinni undir tíu mínútna standandi lófaklappi samflokksmanna sinna. Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Þýskaland Tengdar fréttir Merkel kom frjálslyndum viðhorfum til varnar í kveðjuræðu Í kveðjuræðu sinni sem leiðtogi Kristilegra demókrata varaði Angela Merkel við áskorunum framundan eins og loftslagsbreytingum og útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. 7. desember 2018 13:40 Stærsti flokkur Þýskalands valdi sér nýjan formann Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara og stærsti þingflokkur Þýskalands, kaus í dag nýjan formann. Nýi formaðurinn tekur við formannsembættinu af Merkel sem mun þó sitja sem kanslari út kjörtímabilið, eða til ársins 2021, í seinasta lagi. 7. desember 2018 17:32 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hélt í gær sína síðustu ræðu sem formaður Kristilegra demókrata (CDU) eftir átján ára formannstíð. Ræðuna hélt Merkel á landsfundi flokksins þar sem nýr formaður verður valinn. Merkel lætur þó ekki af störfum sem kanslari fyrr en að kjörtímabilinu loknu, árið 2021 að öllu óbreyttu. Þá mun hún sigla upp að hlið Helmuts Kohl sem þaulsætnasti kanslari ríkisins. Þrjú bitust um að taka við af Merkel. Annegret Kramp-Karrenbauer bar sigur úr býtum. Hún fékk 45 prósent í fyrri lotu atkvæðagreiðslunnar í gær, vann síðari umferðina með 51,8 prósentum atkvæða, er ritari flokksins, kölluð „Mini-Merkel“ og afar náin kanslaranum. Næstvinsælastur var svo Friedrich Merz, athafnamaður sem var valdamikill í flokknum um aldamótin en fjarlægðist hann þegar Merkel tók við völdum. Hann þykir íhaldssamari og hægrisinnaðri en Merkel og fékk 39,2 prósent í fyrri umferð í gær og 48,2 prósent í þeirri síðari. Heilbrigðisráðherrann Jens Spahn, ein vonarstjarna CDU, íhaldssamur, samkynhneigður og kaþólskur, fékk tæp sextán prósent og datt út í fyrstu umferð. Formaðurinn fráfarandi stiklaði á stóru í fortíð, nútíð og framtíð bæði CDU og Þýskalands í ræðu sinni. Hún minntist þess þegar hún tók við flokknum árið 2000 þegar CDU var í mikilli krísu vegna fjármögnunarhneykslis. „Okkar CDU er allt annar flokkur en sá sem ég tók við árið 2000. Og það er gott. Við getum ekki haldið áfram að lifa í fortíðinni heldur þurfum við að horfa til framtíðar,“ sagði Merkel en Deutsche Welle sagði að túlka mætti þessi ummæli kanslarans sem skot á Friedrich Merz. Merkel sagði að með því að tryggja samstöðu innan flokksins gætu Kristilegir demókratar haldið sæti sínu sem stærsti flokkur Þýskalands. Vert er að nefna að flokkurinn mælist í mikilli lægð í könnunum og hefur komið illa út úr ríkiskosningum að undanförnu. Þá varði hún sitt umdeildasta stefnumál innan flokksins, jákvæða afstöðu til flóttafólks í neyð. Hún sagði Þýskaland hafa svarað „mikilli mannúðarkrísu“ á réttan hátt en viðurkenndi vissulega að málið hefði valdið miklum illdeilum innan flokksins. Aukinheldur sagði hún að Þýskaland stæði frammi fyrir mörgum erfiðum málum. Hún nefndi útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, loftslagsbreytingar og almenna samstöðu innan Evrópusambandsins sem dæmi. „Þetta starf hefur fært mér ómælda gleði. Þetta hefur verið mér sannur heiður. Takk kærlega fyrir,“ sagði Angela Merkel svo að ræðu lokinni undir tíu mínútna standandi lófaklappi samflokksmanna sinna.
Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Þýskaland Tengdar fréttir Merkel kom frjálslyndum viðhorfum til varnar í kveðjuræðu Í kveðjuræðu sinni sem leiðtogi Kristilegra demókrata varaði Angela Merkel við áskorunum framundan eins og loftslagsbreytingum og útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. 7. desember 2018 13:40 Stærsti flokkur Þýskalands valdi sér nýjan formann Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara og stærsti þingflokkur Þýskalands, kaus í dag nýjan formann. Nýi formaðurinn tekur við formannsembættinu af Merkel sem mun þó sitja sem kanslari út kjörtímabilið, eða til ársins 2021, í seinasta lagi. 7. desember 2018 17:32 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira
Merkel kom frjálslyndum viðhorfum til varnar í kveðjuræðu Í kveðjuræðu sinni sem leiðtogi Kristilegra demókrata varaði Angela Merkel við áskorunum framundan eins og loftslagsbreytingum og útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. 7. desember 2018 13:40
Stærsti flokkur Þýskalands valdi sér nýjan formann Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara og stærsti þingflokkur Þýskalands, kaus í dag nýjan formann. Nýi formaðurinn tekur við formannsembættinu af Merkel sem mun þó sitja sem kanslari út kjörtímabilið, eða til ársins 2021, í seinasta lagi. 7. desember 2018 17:32