Seldi pakkaferðir án leyfis og trygginga Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. desember 2018 07:15 Íshellaskoðunarfyrirtækið Goecco var ekki með rétta leyfið og greiddi ekki rekstrarstöðvunartryggingu til Ferðamálastofu. Fréttablaðið/Anton Brink Ef farið hefði verið að lögum og reglum við sölu ferða með íshellaskoðunarfyrirtækinu Goecco hefðu viðskiptavinir sem nú sitja uppi með stórtap sloppið mun betur frá rekstrarstöðvun fyrirtækisins. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu stöðvaðist rekstur ferðaþjónustufyrirtækis Jónasar Freydal fyrir um fjórum vikum. Þann 8. nóvember sendi hann viðskiptavinum bréf þar sem hann tilkynnti að Icelandic Ice Cave Guides (Íslenskir íshellaleiðsögumenn ehf.) hefðu orðið gjaldþrota þann dag og því yrði ekkert af ferðum sem seldar voru undir vörumerkinu Goecco. Síðan þá hafa margir viðskiptavinir kvartað undan því að fá ekkert endurgreitt og undan því að engin svör fáist frá fyrirtækinu – sem reyndar er ekki enn búið að óska eftir gjaldþrotaskiptum fyrir. Goecco seldi tveggja og þriggja daga pakkaferðir með hótelgistingu innifalinni. Kostuðu þriggja daga ferðir 1.890 dollara fyrir tvo, eða ríflega 230 þúsund krónur. Til þess að selja ferðir sem vara meira en einn dag þarf svokallað ferðaskrifstofuleyfi frá Ferðamálastofu. Slíkt leyfi var ekki til staðar hjá Goecco og Íslenskum íshellaleiðsögumönnum sem höfðu hins vegar skráningu sem ferðaskipuleggjandi. Í því felst aðeins leyfi til dagsferða. Hefðu ferðir Goecco verið seldar undir merkjum fyrirtækis með ferðaskrifstofuleyfi hefði það þurft að borga tryggingar í samræmi við umsvif sín og mat á fjárhagsstöðu. Ferðamálastofa hefði verið handhafi tryggingarinnar og getað gengið í hana án dóms til að endurgreiða þeim viðskiptavinum sem ekki hefðu verið farnir af stað í ferð eða ekki getað lokið ferð. Er þar um að ræða rekstrarstöðvunar- og gjaldþrotatryggingu. Í fyrrnefndu bréfi Goecco til viðskiptavina var lögð áhersla á að fyrirtækið hefði ávallt staðið skil á sköttum og haldið orðspori sínu hreinu. Þarna vantaði þó upp á að Goecco hafi fylgt lögum og reglum og það bitnar á þeim hluta viðskiptavinanna sem ekki fá endurgreitt í gegn um aðrar tryggingar, greiðslukortafyrirtæki eða greiðslumiðlunina PayPal sem Goecco nýtti. Samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálastofu felst eftirlit með þessum málum í því að fylgt er eftir ábendingum sem berast stofnuninni. Viðkomandi er þá sent bréf með áskorun um úrbætur, til dæmis að sækja einfaldlega um ferðaskrifstofuleyfi. Slíkt kostar ekki mikið fé en felur þó í sér nokkurn kostnað vegna trygginga og kvöð um skil á ársreikningum. Hafi ekki verið farið að ábendingum Ferðamálastofu hefur stofnunin ekki haft nein tól til að knýja viðkomandi til að láta af leyfislausri starfsemi. Á þessu verður þó breyting um áramótin þegar ný lög taka gildi og Ferðamálastofa fær heimild til að leggja dagsektir á slík fyrirtæki. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tryggingar Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Sjá meira
Ef farið hefði verið að lögum og reglum við sölu ferða með íshellaskoðunarfyrirtækinu Goecco hefðu viðskiptavinir sem nú sitja uppi með stórtap sloppið mun betur frá rekstrarstöðvun fyrirtækisins. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu stöðvaðist rekstur ferðaþjónustufyrirtækis Jónasar Freydal fyrir um fjórum vikum. Þann 8. nóvember sendi hann viðskiptavinum bréf þar sem hann tilkynnti að Icelandic Ice Cave Guides (Íslenskir íshellaleiðsögumenn ehf.) hefðu orðið gjaldþrota þann dag og því yrði ekkert af ferðum sem seldar voru undir vörumerkinu Goecco. Síðan þá hafa margir viðskiptavinir kvartað undan því að fá ekkert endurgreitt og undan því að engin svör fáist frá fyrirtækinu – sem reyndar er ekki enn búið að óska eftir gjaldþrotaskiptum fyrir. Goecco seldi tveggja og þriggja daga pakkaferðir með hótelgistingu innifalinni. Kostuðu þriggja daga ferðir 1.890 dollara fyrir tvo, eða ríflega 230 þúsund krónur. Til þess að selja ferðir sem vara meira en einn dag þarf svokallað ferðaskrifstofuleyfi frá Ferðamálastofu. Slíkt leyfi var ekki til staðar hjá Goecco og Íslenskum íshellaleiðsögumönnum sem höfðu hins vegar skráningu sem ferðaskipuleggjandi. Í því felst aðeins leyfi til dagsferða. Hefðu ferðir Goecco verið seldar undir merkjum fyrirtækis með ferðaskrifstofuleyfi hefði það þurft að borga tryggingar í samræmi við umsvif sín og mat á fjárhagsstöðu. Ferðamálastofa hefði verið handhafi tryggingarinnar og getað gengið í hana án dóms til að endurgreiða þeim viðskiptavinum sem ekki hefðu verið farnir af stað í ferð eða ekki getað lokið ferð. Er þar um að ræða rekstrarstöðvunar- og gjaldþrotatryggingu. Í fyrrnefndu bréfi Goecco til viðskiptavina var lögð áhersla á að fyrirtækið hefði ávallt staðið skil á sköttum og haldið orðspori sínu hreinu. Þarna vantaði þó upp á að Goecco hafi fylgt lögum og reglum og það bitnar á þeim hluta viðskiptavinanna sem ekki fá endurgreitt í gegn um aðrar tryggingar, greiðslukortafyrirtæki eða greiðslumiðlunina PayPal sem Goecco nýtti. Samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálastofu felst eftirlit með þessum málum í því að fylgt er eftir ábendingum sem berast stofnuninni. Viðkomandi er þá sent bréf með áskorun um úrbætur, til dæmis að sækja einfaldlega um ferðaskrifstofuleyfi. Slíkt kostar ekki mikið fé en felur þó í sér nokkurn kostnað vegna trygginga og kvöð um skil á ársreikningum. Hafi ekki verið farið að ábendingum Ferðamálastofu hefur stofnunin ekki haft nein tól til að knýja viðkomandi til að láta af leyfislausri starfsemi. Á þessu verður þó breyting um áramótin þegar ný lög taka gildi og Ferðamálastofa fær heimild til að leggja dagsektir á slík fyrirtæki.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tryggingar Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent