Law & Order stjarna kom til Íslands til þess að kenna dótturinni á lífið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. desember 2018 19:30 Röhm ásamt dóttur hennar, Easton August. Instagram/Elizabeth Röhm. Hollywood-leikkonan Elisabeth Röhm, sem best er þekkt fyrir leik sinn í Law & Order þáttunum lífsseigu var nýverið stödd á Íslandi ásamt dóttur sinni, hinni tíu ára gömlu Easton August. Ástæða ferðarinnar var að sögn Röhm að sýna dóttur hennar að það væri ekkert í heiminum sem hún gæti ekki gert.Röhm skrifar um upplifun sína á Íslandi ávef tímaritsins Peopleen ef marka má Instagram-síðu Röhm voru mæðgurnar staddar hér á landi um miðbik síðasta mánaðar.Hin þýsk-bandaríska leikkona á að baki fjölbreyttan leikferil en er helst þekkt fyrir að hafa leikið saksóknarann Serena Southerlyn í Law & Order um fimm ára skeið. Þá hefur hún einnig hlotið góða dóma fyrir leik hennar í verðlaunamyndunum American Hustle og Joy.Í færslunni á vef People segir að hún hafi sjálf lært mikið þegar hún fór ein í ferð með foreldrum sínum til Grikklands og Japan, því hafi hún ákveðið að leyfa dóttur sinni að upplifa það sama. View this post on InstagramI my adventuresome girl #elisabethrohm A post shared by Elisabeth Rohm (@elisabethrohm) on Nov 17, 2018 at 3:45pm PST „Það opnar augu barnanna þegar þau sjá hvað heimurinn er stór,“ skrifar Röhm. Hún ákvað því að fara í mæðgnaferð til Íslands sem hún segir í raun hafa verið umfangsmikið fjögurra daga bílferð. Strax við komuna leigðu þær sér bílaleigubíl til þess að halda á Suðurlandið og það sem það hefur upp á að bjóða. „Verandi að koma frá Los Angeles leið okkur eins við værum komnar í Lord of the Rings,“ skrifar Röhm. Eftir að hafa skoðað Reynisfjöru og ýmislegt annað skelltu þær sér einnig upp á jökul. Rigning setti svip sinn á ferðina en þær mæðgur virðast þó hafa verið ánægðar með ferðina. Röhm telur einnig að ferðin muni hafa jákvæð áhrif á dóttur hennar. View this post on InstagramA post shared by Elisabeth Rohm (@elisabethrohm) on Nov 18, 2018 at 7:44am PST „Ég efast stórlega um það, að eftir þessa ferð, geti dóttir mín komist upp með það að segja „Ég get ekki gert þetta“ eða „Þetta er of erfitt.“ Þessi ferð reyndi mjög mikið á okkur og ég held að ferðin hafi styrkt okkur,“ skrifar Röhm. „Ég vona að Easton sé hugrökk, kraftmikil og forvitin um þennan stóra heim sem við búum í, og að hún viti að hún geti allt sem hún vilji taka sér fyrir hendar. Ég vona að þessi ferð hafi styrkt hana í þessum efnum,“ skrifar Röhm að lokum.Færslu hennar má lesa hér. Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Fleiri fréttir Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Sjá meira
Hollywood-leikkonan Elisabeth Röhm, sem best er þekkt fyrir leik sinn í Law & Order þáttunum lífsseigu var nýverið stödd á Íslandi ásamt dóttur sinni, hinni tíu ára gömlu Easton August. Ástæða ferðarinnar var að sögn Röhm að sýna dóttur hennar að það væri ekkert í heiminum sem hún gæti ekki gert.Röhm skrifar um upplifun sína á Íslandi ávef tímaritsins Peopleen ef marka má Instagram-síðu Röhm voru mæðgurnar staddar hér á landi um miðbik síðasta mánaðar.Hin þýsk-bandaríska leikkona á að baki fjölbreyttan leikferil en er helst þekkt fyrir að hafa leikið saksóknarann Serena Southerlyn í Law & Order um fimm ára skeið. Þá hefur hún einnig hlotið góða dóma fyrir leik hennar í verðlaunamyndunum American Hustle og Joy.Í færslunni á vef People segir að hún hafi sjálf lært mikið þegar hún fór ein í ferð með foreldrum sínum til Grikklands og Japan, því hafi hún ákveðið að leyfa dóttur sinni að upplifa það sama. View this post on InstagramI my adventuresome girl #elisabethrohm A post shared by Elisabeth Rohm (@elisabethrohm) on Nov 17, 2018 at 3:45pm PST „Það opnar augu barnanna þegar þau sjá hvað heimurinn er stór,“ skrifar Röhm. Hún ákvað því að fara í mæðgnaferð til Íslands sem hún segir í raun hafa verið umfangsmikið fjögurra daga bílferð. Strax við komuna leigðu þær sér bílaleigubíl til þess að halda á Suðurlandið og það sem það hefur upp á að bjóða. „Verandi að koma frá Los Angeles leið okkur eins við værum komnar í Lord of the Rings,“ skrifar Röhm. Eftir að hafa skoðað Reynisfjöru og ýmislegt annað skelltu þær sér einnig upp á jökul. Rigning setti svip sinn á ferðina en þær mæðgur virðast þó hafa verið ánægðar með ferðina. Röhm telur einnig að ferðin muni hafa jákvæð áhrif á dóttur hennar. View this post on InstagramA post shared by Elisabeth Rohm (@elisabethrohm) on Nov 18, 2018 at 7:44am PST „Ég efast stórlega um það, að eftir þessa ferð, geti dóttir mín komist upp með það að segja „Ég get ekki gert þetta“ eða „Þetta er of erfitt.“ Þessi ferð reyndi mjög mikið á okkur og ég held að ferðin hafi styrkt okkur,“ skrifar Röhm. „Ég vona að Easton sé hugrökk, kraftmikil og forvitin um þennan stóra heim sem við búum í, og að hún viti að hún geti allt sem hún vilji taka sér fyrir hendar. Ég vona að þessi ferð hafi styrkt hana í þessum efnum,“ skrifar Röhm að lokum.Færslu hennar má lesa hér.
Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Fleiri fréttir Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Sjá meira