Davíð kallar Egil Helgason ómerking og dellumakara Jakob Bjarnar skrifar 8. desember 2018 22:13 Egill og Davíð. Ritstjóri Morgunblaðsins ver hálfu Reykjavíkurbréfi í glósur um sjónvarpsmannin. fbl/gva/brink Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins, fyrrverandi forsætis-, utanríkisráðherra og seðlabankastjóri, ritar Reykjavíkurbréf í sunnudagsútgáfu Morgunblaðsins þar sem hann beinir spjótum sínum að Agli Helgasyni, þáttastjórnanda á Ríkissjónvarpinu og pistlahöfundi á DV. Davíð, sem er talinn mikill stílsnillingur af aðdáendum sínum, beitir háði ótæpilega í glósur um Egil en helmingur Reykjavíkurbréfs fer í að vilja gera lítið úr sjónvarpsmanninum. Ritstjóranum er greinilega afar uppsigað við Egil og reynir varla að breiða yfir það. Og, hann telur sig hafa ríka ástæðu til þess.Egill þessi „spekingur“ „Einn helsti stjórnmálaspekingur Ríkisútvarpsins og Dagblaðsins Egill Helgason hefur lengi haft horn í síðu bréfritara, sem gott telst, og gasprað margt og haft uppi stóryrði honum til hnjóðs, sem er ekki síðra. Yfirleitt hefur verið óþarft að gera athugasemd vegna þess hver fer með og því með litla vigt. En til gamans skal birtur kafli úr nýlegu skrifi þessa spekings sem ekki má á milli sjá hvort sæki meira í „siðareglur“ „RÚV“ eða Dagblaðsins, enda sjálfsagt ekki allur munur á.“Pistill Egils sem fer svo mjög fyrir brjóst Davíðs fjallar um það þegar Davíð, í utanríkisráðherratíð sinni, skipaði sendiherra vinstri hægri, aðallega hægri. „Þegar umræður um sendiherraskipanir tengdist hneykslunarmáli „Klaustursins við Templarasund“ þótti nauðsynlegt að fara tæp 15 ár aftur í tímann til að koma höggi á „óvininn.“ Pistillinn fjallaði um sendiherrakapalinn ógurlega, sem er sagður hafa verið bíræfinn,“ segir Davíð en erfitt er að átta sig á því hvort hann vill hlæja eða gráta í skrifum sínum. Hann rekur réttmæti þess að þeir sem voru skipaðir í hans tíð hafi verið gerðir sendiherrar; allir hafi þeir staðið sig með miklum sóma auk þess sem Davíð segir Egil fara rangt með. Ómerkingur í blekkingarleik „Júlíus Hafstein hafði sendiherratitil en óskaði aldrei eftir því að fara utan „á póst“. Hann stóð sig með prýði í ráðuneytinu. Óljóst er með vísun í hvaða hluta af sínu yfirgripsmikla þekkingarleysi Egill Helgason kemur sér upp 10 sendiherraskipunum. En hugsanlegt er að hann reyni í blekkingarleik sínum að telja þá með Svein Björnsson og Helga Gíslason sem fengu sendiherraskipun skömmu áður en þeir hættu í ráðuneytinu eftir löng og farsæl störf og var það gert í samræmi við gömul fyrirheit þar. Hvernig Egill þessi fær það til að ganga upp að þar hafi verið um sérstaka „skósveina“ að ræða þótt annar embættismaðurinn heiti vissulega Sveinn er í meira lagi undarlegt,“ skrifar Davíð í Reykjavíkurbréf sitt. Hann endar bréf sitt á því að segja að það hljóti að vera „dapurlegt fyrir „virðulegt“ Dagblaðið að sitja uppi með ómerking sem aftur og aftur er staðinn að ómerkilegum dylgjum og fráleitum fullyrðingum í bland, en það má vel vera að það sé bara gott á „RÚV“. Alla vega sér þar ekki á svörtu.“ Fjölmiðlar Stjórnsýsla Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Sendiherratign einn feitasti biti samtryggingarkerfisins Klaustursupptökurnar staðfesta rótgróna og kerfislæga spillingu. 4. desember 2018 15:15 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins, fyrrverandi forsætis-, utanríkisráðherra og seðlabankastjóri, ritar Reykjavíkurbréf í sunnudagsútgáfu Morgunblaðsins þar sem hann beinir spjótum sínum að Agli Helgasyni, þáttastjórnanda á Ríkissjónvarpinu og pistlahöfundi á DV. Davíð, sem er talinn mikill stílsnillingur af aðdáendum sínum, beitir háði ótæpilega í glósur um Egil en helmingur Reykjavíkurbréfs fer í að vilja gera lítið úr sjónvarpsmanninum. Ritstjóranum er greinilega afar uppsigað við Egil og reynir varla að breiða yfir það. Og, hann telur sig hafa ríka ástæðu til þess.Egill þessi „spekingur“ „Einn helsti stjórnmálaspekingur Ríkisútvarpsins og Dagblaðsins Egill Helgason hefur lengi haft horn í síðu bréfritara, sem gott telst, og gasprað margt og haft uppi stóryrði honum til hnjóðs, sem er ekki síðra. Yfirleitt hefur verið óþarft að gera athugasemd vegna þess hver fer með og því með litla vigt. En til gamans skal birtur kafli úr nýlegu skrifi þessa spekings sem ekki má á milli sjá hvort sæki meira í „siðareglur“ „RÚV“ eða Dagblaðsins, enda sjálfsagt ekki allur munur á.“Pistill Egils sem fer svo mjög fyrir brjóst Davíðs fjallar um það þegar Davíð, í utanríkisráðherratíð sinni, skipaði sendiherra vinstri hægri, aðallega hægri. „Þegar umræður um sendiherraskipanir tengdist hneykslunarmáli „Klaustursins við Templarasund“ þótti nauðsynlegt að fara tæp 15 ár aftur í tímann til að koma höggi á „óvininn.“ Pistillinn fjallaði um sendiherrakapalinn ógurlega, sem er sagður hafa verið bíræfinn,“ segir Davíð en erfitt er að átta sig á því hvort hann vill hlæja eða gráta í skrifum sínum. Hann rekur réttmæti þess að þeir sem voru skipaðir í hans tíð hafi verið gerðir sendiherrar; allir hafi þeir staðið sig með miklum sóma auk þess sem Davíð segir Egil fara rangt með. Ómerkingur í blekkingarleik „Júlíus Hafstein hafði sendiherratitil en óskaði aldrei eftir því að fara utan „á póst“. Hann stóð sig með prýði í ráðuneytinu. Óljóst er með vísun í hvaða hluta af sínu yfirgripsmikla þekkingarleysi Egill Helgason kemur sér upp 10 sendiherraskipunum. En hugsanlegt er að hann reyni í blekkingarleik sínum að telja þá með Svein Björnsson og Helga Gíslason sem fengu sendiherraskipun skömmu áður en þeir hættu í ráðuneytinu eftir löng og farsæl störf og var það gert í samræmi við gömul fyrirheit þar. Hvernig Egill þessi fær það til að ganga upp að þar hafi verið um sérstaka „skósveina“ að ræða þótt annar embættismaðurinn heiti vissulega Sveinn er í meira lagi undarlegt,“ skrifar Davíð í Reykjavíkurbréf sitt. Hann endar bréf sitt á því að segja að það hljóti að vera „dapurlegt fyrir „virðulegt“ Dagblaðið að sitja uppi með ómerking sem aftur og aftur er staðinn að ómerkilegum dylgjum og fráleitum fullyrðingum í bland, en það má vel vera að það sé bara gott á „RÚV“. Alla vega sér þar ekki á svörtu.“
Fjölmiðlar Stjórnsýsla Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Sendiherratign einn feitasti biti samtryggingarkerfisins Klaustursupptökurnar staðfesta rótgróna og kerfislæga spillingu. 4. desember 2018 15:15 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Sendiherratign einn feitasti biti samtryggingarkerfisins Klaustursupptökurnar staðfesta rótgróna og kerfislæga spillingu. 4. desember 2018 15:15