Uppstoppaður Hrútshaus í jólagjöf Magnús Hlynur Hreiðarsson. skrifar 9. desember 2018 20:15 Einn færasti uppstoppari landsins hefur vart undan að stoppa upp fallega hausa að vel hyrndum hrútum, þó hún sé sérhæfð í að stoppa upp fugla. Tófur og minkar eru líka í uppáhaldi hjá uppstopparanum. Bílskúr við Miðtún á Selfossi er vinnustaður Brynju Davíðsdóttur, hamskera eða uppstoppara eins og oftast er talað um. Á hillunum má sjá fullt af fallegum dýrum sem hún hefur stoppað upp og marga hrútshausa en þeir eru aðal vinnan hjá Brynju þessa dagana, enda líklegt að einhverjir fái innpakkaðan hrútshaus eða fugl í jólagjöf. Brynja lærði uppstoppun í Skotlandi. „Ég er hér að vinna önd og svo ég hef verið að finna hrútshausa undanfarnar vikur og það er fullt af fuglum sem bíða mín í uppstoppun fyrir jól“, segir Brynja. En út á hvað gengur vinnan hennar? „Frá minni hálfu gengur þetta út á náttúrufræðslu, það hefur alltaf snúist um það að fólk, og sérstaklega börn fái að umgangast og hafa nálægt sér þessa hluti sem þau geta þá spekúlerað í og hugsað þá um lífríkið og það sem er í kringum og það sem við þurfum að hugsa vel um. Það hefur alltaf verið hugsunin á bak við þetta hjá mér“. Brynja horfist hér í augun við Prúð en hann var ákaflega gæfur og skemmtilegur hrútur.Brynja er sérhæfð í að stoppa upp fugla enda hefur hún unnið til fjölda verðlauna þegar fuglar eru annars vegar, hún vann til dæmis önnur og þriðju verðlaun á Evrópumeistaramóti sem haldið var í Salzburgh í febrúar á þessu ári fyrir heiðlóuunga og sandlóu. En aftur af hrútunum, hvað getur Brynja sagt okkur um þennan fallega hrútshaus? „Hann hét Prúður þessi og það var leitað til mín áður en hann var felldur og ég spurð hvort ég gæti stoppað hann upp. Þetta var mikill dálætishrútur á bænum, geðslagið var alveg sérstakt og það var mikið kjassað við hann. Ég vona að eigendurnir fyrirgefi mér að koma með hann hér í fréttirnar en þau báðu mig sérstaklega að hafa hann með ljúft augnaráð þannig að karakterinn skilað sér“, segir Brynja. Brynja hefur sérhæft sig í að stoppa fugla og hefur hlotið fjölmörg verðlaun fyrir þá vinnu í gegnum árin. Hér eru nokkrir af fuglunum hennar.Magnús Hlynur Dýr Landbúnaður Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira
Einn færasti uppstoppari landsins hefur vart undan að stoppa upp fallega hausa að vel hyrndum hrútum, þó hún sé sérhæfð í að stoppa upp fugla. Tófur og minkar eru líka í uppáhaldi hjá uppstopparanum. Bílskúr við Miðtún á Selfossi er vinnustaður Brynju Davíðsdóttur, hamskera eða uppstoppara eins og oftast er talað um. Á hillunum má sjá fullt af fallegum dýrum sem hún hefur stoppað upp og marga hrútshausa en þeir eru aðal vinnan hjá Brynju þessa dagana, enda líklegt að einhverjir fái innpakkaðan hrútshaus eða fugl í jólagjöf. Brynja lærði uppstoppun í Skotlandi. „Ég er hér að vinna önd og svo ég hef verið að finna hrútshausa undanfarnar vikur og það er fullt af fuglum sem bíða mín í uppstoppun fyrir jól“, segir Brynja. En út á hvað gengur vinnan hennar? „Frá minni hálfu gengur þetta út á náttúrufræðslu, það hefur alltaf snúist um það að fólk, og sérstaklega börn fái að umgangast og hafa nálægt sér þessa hluti sem þau geta þá spekúlerað í og hugsað þá um lífríkið og það sem er í kringum og það sem við þurfum að hugsa vel um. Það hefur alltaf verið hugsunin á bak við þetta hjá mér“. Brynja horfist hér í augun við Prúð en hann var ákaflega gæfur og skemmtilegur hrútur.Brynja er sérhæfð í að stoppa upp fugla enda hefur hún unnið til fjölda verðlauna þegar fuglar eru annars vegar, hún vann til dæmis önnur og þriðju verðlaun á Evrópumeistaramóti sem haldið var í Salzburgh í febrúar á þessu ári fyrir heiðlóuunga og sandlóu. En aftur af hrútunum, hvað getur Brynja sagt okkur um þennan fallega hrútshaus? „Hann hét Prúður þessi og það var leitað til mín áður en hann var felldur og ég spurð hvort ég gæti stoppað hann upp. Þetta var mikill dálætishrútur á bænum, geðslagið var alveg sérstakt og það var mikið kjassað við hann. Ég vona að eigendurnir fyrirgefi mér að koma með hann hér í fréttirnar en þau báðu mig sérstaklega að hafa hann með ljúft augnaráð þannig að karakterinn skilað sér“, segir Brynja. Brynja hefur sérhæft sig í að stoppa fugla og hefur hlotið fjölmörg verðlaun fyrir þá vinnu í gegnum árin. Hér eru nokkrir af fuglunum hennar.Magnús Hlynur
Dýr Landbúnaður Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira