Há fjárhæð í boði fyrir upplýsingar um 30 ára hatursglæp þar sem manni var þröngvað fram af klettum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. desember 2018 23:15 Klettabelti áþekkt því þar sem Scott Johnson hrapaði til bana árið 1988. Vísir/Getty Lögreglan í Ástralíu hefur heitið 720 þúsund áströlskum dollurum, rúmlega 100 milljónum króna, fyrir nýjar upplýsingar sem leitt geti til handtöku þeirra manna sem talið er að hafi þröngvað bandarískum doktorsnema fram af klettum í Sidney í Ástralíu í desember 1988. Maðurinn var samkyhneigður og ár er síðan byrjað var að rannsaka málið sem hatursglæp. New York Times greinir frá.Scott Johnson var 27 ára er hann flutti til Ástralíu. Hann hafði lært stærðfræði og hóf doktorsnám í greininni í Canberra. Hann hafði flutt ásamt sambýlismanni sínum og hafði hug á því að sækja um ótímabundið dvalarleyfi í Ástralíu. Lík hans fannst hins vegar þann 8. desember 1988 fyrir neðan klettabelti þar sem vitað var að samkynhneigðir karlar hittust gjarnan. Andlát Johnson var í fyrstu úrskurðað sem sjálfsvíg og þannig var staða málsins allt þangað til á síðasta ári. Árið 2005 hófst hins vegar rannsókn á andláti þriggja manna sem létust undir svipuðum kringumstæðum og Johnson. Það vakti áhuga Steve Johnson, bróðir Scott, sem fór í kjölfarið fram á það að rannsókn á andláti bróður hans yrði hafin að nýju. Réði hann meðal annars rannsóknarblaðamann til þess að safna saman upplýsingum um málið. Við endurskoðun á andláti Johnson komust yfirvöld að þeirri niðurstöðu að hann hafi ekki tekið sitt eigið líf, en gæti hafa fallið fyrir slysni. Mæltu yfirvöld með því að rannsókn á andláti hans yrði opnuð að nýju.Fjölmörg svipuð mál til endurskoðunar Það var svo á síðasta ári sem yfirvöld úrskurðuðu að andlát Johnson hafi verið vegna hatursglæps vegna samkynhneigðar hans. Sérfræðingar hafa rannsakað mál hans síðan í september en embættismenn sem störfuðu að rannsókn málsins, sem og öðrum svipuðum málum á árum áður, hafa viðurkennt að rannsókn þeirra hafi verið ábótavant, sérstaklega af hálfu lögreglumanna, sem hafi margir hverjir haft orðspor fyrir að vera andsnúnir samkynhneigðu fólki.Lögregla segir að helsti þröskuldurinn við rannsókn málsins sé hversu óviljug möguleg vitni að andláti Johnson hafi verið að stíga fram en vonir standa til að verðlaunaféið, sem hefur verið tífaldað frá fyrri upphæð, geti liðkað til fyrir í þeim efnum.Fjölmörg mál keimlík máli Johnson eru nú til endurskoðunar hjá yfirvöldum og svo virðist sem að samkynhneigðir karlmenn hafi á árum áður verið skotmark hóps ungra karlmanna sem veittist að þeim, oft með vofeiglegum afleiðingum. Ástralska þingið hefur meðal annars sett á fót rannsóknarnefnd sem rannsaka á glæpi gegn samkynhneigðu fólki á árunum 1970 til 2010 og hvernig dómskerfið tók á slíkum málum.Bróðir hans þráir réttlæti vegna dauða Scott og er bjartsýnn á að lögregla geti fundið þá sem myrtu bróðir hans.„Þeir sem myrtu Scott eru að öllum líkindum enn lifandi og búsettir á sama svæði, frjálsir.“Lesa má umfjöllun New York Times um málið hér. Ástralía Eyjaálfa Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Sjá meira
Lögreglan í Ástralíu hefur heitið 720 þúsund áströlskum dollurum, rúmlega 100 milljónum króna, fyrir nýjar upplýsingar sem leitt geti til handtöku þeirra manna sem talið er að hafi þröngvað bandarískum doktorsnema fram af klettum í Sidney í Ástralíu í desember 1988. Maðurinn var samkyhneigður og ár er síðan byrjað var að rannsaka málið sem hatursglæp. New York Times greinir frá.Scott Johnson var 27 ára er hann flutti til Ástralíu. Hann hafði lært stærðfræði og hóf doktorsnám í greininni í Canberra. Hann hafði flutt ásamt sambýlismanni sínum og hafði hug á því að sækja um ótímabundið dvalarleyfi í Ástralíu. Lík hans fannst hins vegar þann 8. desember 1988 fyrir neðan klettabelti þar sem vitað var að samkynhneigðir karlar hittust gjarnan. Andlát Johnson var í fyrstu úrskurðað sem sjálfsvíg og þannig var staða málsins allt þangað til á síðasta ári. Árið 2005 hófst hins vegar rannsókn á andláti þriggja manna sem létust undir svipuðum kringumstæðum og Johnson. Það vakti áhuga Steve Johnson, bróðir Scott, sem fór í kjölfarið fram á það að rannsókn á andláti bróður hans yrði hafin að nýju. Réði hann meðal annars rannsóknarblaðamann til þess að safna saman upplýsingum um málið. Við endurskoðun á andláti Johnson komust yfirvöld að þeirri niðurstöðu að hann hafi ekki tekið sitt eigið líf, en gæti hafa fallið fyrir slysni. Mæltu yfirvöld með því að rannsókn á andláti hans yrði opnuð að nýju.Fjölmörg svipuð mál til endurskoðunar Það var svo á síðasta ári sem yfirvöld úrskurðuðu að andlát Johnson hafi verið vegna hatursglæps vegna samkynhneigðar hans. Sérfræðingar hafa rannsakað mál hans síðan í september en embættismenn sem störfuðu að rannsókn málsins, sem og öðrum svipuðum málum á árum áður, hafa viðurkennt að rannsókn þeirra hafi verið ábótavant, sérstaklega af hálfu lögreglumanna, sem hafi margir hverjir haft orðspor fyrir að vera andsnúnir samkynhneigðu fólki.Lögregla segir að helsti þröskuldurinn við rannsókn málsins sé hversu óviljug möguleg vitni að andláti Johnson hafi verið að stíga fram en vonir standa til að verðlaunaféið, sem hefur verið tífaldað frá fyrri upphæð, geti liðkað til fyrir í þeim efnum.Fjölmörg mál keimlík máli Johnson eru nú til endurskoðunar hjá yfirvöldum og svo virðist sem að samkynhneigðir karlmenn hafi á árum áður verið skotmark hóps ungra karlmanna sem veittist að þeim, oft með vofeiglegum afleiðingum. Ástralska þingið hefur meðal annars sett á fót rannsóknarnefnd sem rannsaka á glæpi gegn samkynhneigðu fólki á árunum 1970 til 2010 og hvernig dómskerfið tók á slíkum málum.Bróðir hans þráir réttlæti vegna dauða Scott og er bjartsýnn á að lögregla geti fundið þá sem myrtu bróðir hans.„Þeir sem myrtu Scott eru að öllum líkindum enn lifandi og búsettir á sama svæði, frjálsir.“Lesa má umfjöllun New York Times um málið hér.
Ástralía Eyjaálfa Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Sjá meira