Forysta Eflingar segir starfsmann í veikindaleyfi hafa farið fram á „tugmilljóna gjafapakka“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. nóvember 2018 20:00 Forysta Eflingar segir starfsmann sem nú er í veikindaleyfi hafa farið fram á tugmilljóna gjafapakka í tillögum sínum um starfslok. Þá hafi sami starfsmaður neitað að aðstoða Eflingu við að komast í gögn og eigur félagsins. Lögmaður starfsmannsins vísar fullyrðingum Eflingar til föðurhúsanna.Í fréttum okkar fyrr í vikunni lýstu þær Kristjana Valgeirsdóttir og Elín Kjartansdóttir, fjármálastjóri og bókari á skrifstofu Eflingar, upplifun sinni af framkomu forystumanna stéttarfélagsins í sinn garð. Þær eru báðar í veikindaleyfi og segja stéttarfélagið hafa vanrækt að finna lausn á málum þeirra. Þær telja sig ekki eiga afturkvæmt til starfa og vilja að samið verði við þær um starfslok. Fréttastofa leitaði viðbragða Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, en hún gat ekki orðið við því og vísaði á Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóra sem svaraði erindinu skriflega. Í svarinu segir að Kristjana hafi í september sett fram hugmyndir sínar um starfslok, en þær hafi verið „út úr korti og þeim hafnað. Tugmilljóna gjafapakkar til háttsettra stjórnenda við starfslok eigi ekki heima í verkalýðshreyfingunni og sé ekki réttindamál almenns launafólks,“ líkt og það er orðað í svari Eflingar.Kristjana og Elín eru báðar í veikindaleyfi en samanlagt hafa þær starfað hjá félaginu í um 50 ár.Vísir/skjáskotÞá hafi Kristjana „neitað að aðstoða Eflingu við að komast í gögn og eigur félagsins þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir og stefni í að valdi félaginu tjóni.“ Því sé það álitamál hvort hún hafi sagt upp störfum hjá félaginu. Þá segir að Elín hafi ekki komið á framfæri neinum tillögum um starfslok við félagið sem telji sig ekki hafa rétt á frumkvæði til þess á meðan hún er í veikindaleyfi. „Félagið telur ekki rétt að hafa frumkvæði að umræðum um starfslok á meðan starfsmaður er í veikindaleyfi og setur spurningamerki við að slíkar umræður fari fram í fjölmiðlum,“ segir jafnframt í svarinu. Að öðru leyti vísar Efling til fyrri yfirlýsingar stjórnenda félagsins. Í samtali við fréttastofu vísar Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður Kristjönu og Elínar þessum fullyrðingum stéttarfélagsins á bug. Farið sé með rangfærslur og tilbúning auk þess sem Kristjana hafi ekki farið fram á neitt umfram það sem hún eigi rétt á samkvæmt kjarasamningum og bókun félagsins „um að starfsmenn þar njóti ávallt bestu kjara.“ Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Sakar Gunnar Smára um aðför að mannorði sínu Fjármálastjóri Eflingar sem nú er í veikindaleyfi sakar Gunnar Smára Egilsson um aðför að mannorði hennar sem gefi nægt tilefni til meiðyrðamáls og kröfu um miskabætur. 10. október 2018 20:00 Gunnar Smári ætlar ekki að láta Láru V. segja sér fyrir verkum Gunnar Smári svarar ásökunum um ærumeiðingar. 10. október 2018 15:15 Vill ekki tjá sig um traust til starfsmanna sem nýlega eru komnir í leyfi hjá Eflingu Framkvæmdastjóri Eflingar samþykkir ekki þá orðræðu sem hefur átt sér stað milli aðila í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum undanfarna daga 11. október 2018 20:15 Starfsmenn Eflingar segjast hafa upplifað algert niðurbrot Tvær starfskonur Eflingar sem eru í veikindaleyfi telja sig ekki eiga afturkvæmt til starfa, segja forystu félagsins beita skoðanakúgun og óttast að erfitt verði að fá nýja vinnu þar sem styttist í að þær fari á eftirlaun. Þær vilja að samið verði við þær um starfslok og útiloka ekki að leita réttar síns fyrir dómstólum. 28. nóvember 2018 19:45 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Sjá meira
Forysta Eflingar segir starfsmann sem nú er í veikindaleyfi hafa farið fram á tugmilljóna gjafapakka í tillögum sínum um starfslok. Þá hafi sami starfsmaður neitað að aðstoða Eflingu við að komast í gögn og eigur félagsins. Lögmaður starfsmannsins vísar fullyrðingum Eflingar til föðurhúsanna.Í fréttum okkar fyrr í vikunni lýstu þær Kristjana Valgeirsdóttir og Elín Kjartansdóttir, fjármálastjóri og bókari á skrifstofu Eflingar, upplifun sinni af framkomu forystumanna stéttarfélagsins í sinn garð. Þær eru báðar í veikindaleyfi og segja stéttarfélagið hafa vanrækt að finna lausn á málum þeirra. Þær telja sig ekki eiga afturkvæmt til starfa og vilja að samið verði við þær um starfslok. Fréttastofa leitaði viðbragða Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, en hún gat ekki orðið við því og vísaði á Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóra sem svaraði erindinu skriflega. Í svarinu segir að Kristjana hafi í september sett fram hugmyndir sínar um starfslok, en þær hafi verið „út úr korti og þeim hafnað. Tugmilljóna gjafapakkar til háttsettra stjórnenda við starfslok eigi ekki heima í verkalýðshreyfingunni og sé ekki réttindamál almenns launafólks,“ líkt og það er orðað í svari Eflingar.Kristjana og Elín eru báðar í veikindaleyfi en samanlagt hafa þær starfað hjá félaginu í um 50 ár.Vísir/skjáskotÞá hafi Kristjana „neitað að aðstoða Eflingu við að komast í gögn og eigur félagsins þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir og stefni í að valdi félaginu tjóni.“ Því sé það álitamál hvort hún hafi sagt upp störfum hjá félaginu. Þá segir að Elín hafi ekki komið á framfæri neinum tillögum um starfslok við félagið sem telji sig ekki hafa rétt á frumkvæði til þess á meðan hún er í veikindaleyfi. „Félagið telur ekki rétt að hafa frumkvæði að umræðum um starfslok á meðan starfsmaður er í veikindaleyfi og setur spurningamerki við að slíkar umræður fari fram í fjölmiðlum,“ segir jafnframt í svarinu. Að öðru leyti vísar Efling til fyrri yfirlýsingar stjórnenda félagsins. Í samtali við fréttastofu vísar Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður Kristjönu og Elínar þessum fullyrðingum stéttarfélagsins á bug. Farið sé með rangfærslur og tilbúning auk þess sem Kristjana hafi ekki farið fram á neitt umfram það sem hún eigi rétt á samkvæmt kjarasamningum og bókun félagsins „um að starfsmenn þar njóti ávallt bestu kjara.“
Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Sakar Gunnar Smára um aðför að mannorði sínu Fjármálastjóri Eflingar sem nú er í veikindaleyfi sakar Gunnar Smára Egilsson um aðför að mannorði hennar sem gefi nægt tilefni til meiðyrðamáls og kröfu um miskabætur. 10. október 2018 20:00 Gunnar Smári ætlar ekki að láta Láru V. segja sér fyrir verkum Gunnar Smári svarar ásökunum um ærumeiðingar. 10. október 2018 15:15 Vill ekki tjá sig um traust til starfsmanna sem nýlega eru komnir í leyfi hjá Eflingu Framkvæmdastjóri Eflingar samþykkir ekki þá orðræðu sem hefur átt sér stað milli aðila í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum undanfarna daga 11. október 2018 20:15 Starfsmenn Eflingar segjast hafa upplifað algert niðurbrot Tvær starfskonur Eflingar sem eru í veikindaleyfi telja sig ekki eiga afturkvæmt til starfa, segja forystu félagsins beita skoðanakúgun og óttast að erfitt verði að fá nýja vinnu þar sem styttist í að þær fari á eftirlaun. Þær vilja að samið verði við þær um starfslok og útiloka ekki að leita réttar síns fyrir dómstólum. 28. nóvember 2018 19:45 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Sjá meira
Sakar Gunnar Smára um aðför að mannorði sínu Fjármálastjóri Eflingar sem nú er í veikindaleyfi sakar Gunnar Smára Egilsson um aðför að mannorði hennar sem gefi nægt tilefni til meiðyrðamáls og kröfu um miskabætur. 10. október 2018 20:00
Gunnar Smári ætlar ekki að láta Láru V. segja sér fyrir verkum Gunnar Smári svarar ásökunum um ærumeiðingar. 10. október 2018 15:15
Vill ekki tjá sig um traust til starfsmanna sem nýlega eru komnir í leyfi hjá Eflingu Framkvæmdastjóri Eflingar samþykkir ekki þá orðræðu sem hefur átt sér stað milli aðila í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum undanfarna daga 11. október 2018 20:15
Starfsmenn Eflingar segjast hafa upplifað algert niðurbrot Tvær starfskonur Eflingar sem eru í veikindaleyfi telja sig ekki eiga afturkvæmt til starfa, segja forystu félagsins beita skoðanakúgun og óttast að erfitt verði að fá nýja vinnu þar sem styttist í að þær fari á eftirlaun. Þær vilja að samið verði við þær um starfslok og útiloka ekki að leita réttar síns fyrir dómstólum. 28. nóvember 2018 19:45