Forysta Eflingar segir starfsmann í veikindaleyfi hafa farið fram á „tugmilljóna gjafapakka“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. nóvember 2018 20:00 Forysta Eflingar segir starfsmann sem nú er í veikindaleyfi hafa farið fram á tugmilljóna gjafapakka í tillögum sínum um starfslok. Þá hafi sami starfsmaður neitað að aðstoða Eflingu við að komast í gögn og eigur félagsins. Lögmaður starfsmannsins vísar fullyrðingum Eflingar til föðurhúsanna.Í fréttum okkar fyrr í vikunni lýstu þær Kristjana Valgeirsdóttir og Elín Kjartansdóttir, fjármálastjóri og bókari á skrifstofu Eflingar, upplifun sinni af framkomu forystumanna stéttarfélagsins í sinn garð. Þær eru báðar í veikindaleyfi og segja stéttarfélagið hafa vanrækt að finna lausn á málum þeirra. Þær telja sig ekki eiga afturkvæmt til starfa og vilja að samið verði við þær um starfslok. Fréttastofa leitaði viðbragða Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, en hún gat ekki orðið við því og vísaði á Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóra sem svaraði erindinu skriflega. Í svarinu segir að Kristjana hafi í september sett fram hugmyndir sínar um starfslok, en þær hafi verið „út úr korti og þeim hafnað. Tugmilljóna gjafapakkar til háttsettra stjórnenda við starfslok eigi ekki heima í verkalýðshreyfingunni og sé ekki réttindamál almenns launafólks,“ líkt og það er orðað í svari Eflingar.Kristjana og Elín eru báðar í veikindaleyfi en samanlagt hafa þær starfað hjá félaginu í um 50 ár.Vísir/skjáskotÞá hafi Kristjana „neitað að aðstoða Eflingu við að komast í gögn og eigur félagsins þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir og stefni í að valdi félaginu tjóni.“ Því sé það álitamál hvort hún hafi sagt upp störfum hjá félaginu. Þá segir að Elín hafi ekki komið á framfæri neinum tillögum um starfslok við félagið sem telji sig ekki hafa rétt á frumkvæði til þess á meðan hún er í veikindaleyfi. „Félagið telur ekki rétt að hafa frumkvæði að umræðum um starfslok á meðan starfsmaður er í veikindaleyfi og setur spurningamerki við að slíkar umræður fari fram í fjölmiðlum,“ segir jafnframt í svarinu. Að öðru leyti vísar Efling til fyrri yfirlýsingar stjórnenda félagsins. Í samtali við fréttastofu vísar Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður Kristjönu og Elínar þessum fullyrðingum stéttarfélagsins á bug. Farið sé með rangfærslur og tilbúning auk þess sem Kristjana hafi ekki farið fram á neitt umfram það sem hún eigi rétt á samkvæmt kjarasamningum og bókun félagsins „um að starfsmenn þar njóti ávallt bestu kjara.“ Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Sakar Gunnar Smára um aðför að mannorði sínu Fjármálastjóri Eflingar sem nú er í veikindaleyfi sakar Gunnar Smára Egilsson um aðför að mannorði hennar sem gefi nægt tilefni til meiðyrðamáls og kröfu um miskabætur. 10. október 2018 20:00 Gunnar Smári ætlar ekki að láta Láru V. segja sér fyrir verkum Gunnar Smári svarar ásökunum um ærumeiðingar. 10. október 2018 15:15 Vill ekki tjá sig um traust til starfsmanna sem nýlega eru komnir í leyfi hjá Eflingu Framkvæmdastjóri Eflingar samþykkir ekki þá orðræðu sem hefur átt sér stað milli aðila í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum undanfarna daga 11. október 2018 20:15 Starfsmenn Eflingar segjast hafa upplifað algert niðurbrot Tvær starfskonur Eflingar sem eru í veikindaleyfi telja sig ekki eiga afturkvæmt til starfa, segja forystu félagsins beita skoðanakúgun og óttast að erfitt verði að fá nýja vinnu þar sem styttist í að þær fari á eftirlaun. Þær vilja að samið verði við þær um starfslok og útiloka ekki að leita réttar síns fyrir dómstólum. 28. nóvember 2018 19:45 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Sjá meira
Forysta Eflingar segir starfsmann sem nú er í veikindaleyfi hafa farið fram á tugmilljóna gjafapakka í tillögum sínum um starfslok. Þá hafi sami starfsmaður neitað að aðstoða Eflingu við að komast í gögn og eigur félagsins. Lögmaður starfsmannsins vísar fullyrðingum Eflingar til föðurhúsanna.Í fréttum okkar fyrr í vikunni lýstu þær Kristjana Valgeirsdóttir og Elín Kjartansdóttir, fjármálastjóri og bókari á skrifstofu Eflingar, upplifun sinni af framkomu forystumanna stéttarfélagsins í sinn garð. Þær eru báðar í veikindaleyfi og segja stéttarfélagið hafa vanrækt að finna lausn á málum þeirra. Þær telja sig ekki eiga afturkvæmt til starfa og vilja að samið verði við þær um starfslok. Fréttastofa leitaði viðbragða Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, en hún gat ekki orðið við því og vísaði á Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóra sem svaraði erindinu skriflega. Í svarinu segir að Kristjana hafi í september sett fram hugmyndir sínar um starfslok, en þær hafi verið „út úr korti og þeim hafnað. Tugmilljóna gjafapakkar til háttsettra stjórnenda við starfslok eigi ekki heima í verkalýðshreyfingunni og sé ekki réttindamál almenns launafólks,“ líkt og það er orðað í svari Eflingar.Kristjana og Elín eru báðar í veikindaleyfi en samanlagt hafa þær starfað hjá félaginu í um 50 ár.Vísir/skjáskotÞá hafi Kristjana „neitað að aðstoða Eflingu við að komast í gögn og eigur félagsins þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir og stefni í að valdi félaginu tjóni.“ Því sé það álitamál hvort hún hafi sagt upp störfum hjá félaginu. Þá segir að Elín hafi ekki komið á framfæri neinum tillögum um starfslok við félagið sem telji sig ekki hafa rétt á frumkvæði til þess á meðan hún er í veikindaleyfi. „Félagið telur ekki rétt að hafa frumkvæði að umræðum um starfslok á meðan starfsmaður er í veikindaleyfi og setur spurningamerki við að slíkar umræður fari fram í fjölmiðlum,“ segir jafnframt í svarinu. Að öðru leyti vísar Efling til fyrri yfirlýsingar stjórnenda félagsins. Í samtali við fréttastofu vísar Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður Kristjönu og Elínar þessum fullyrðingum stéttarfélagsins á bug. Farið sé með rangfærslur og tilbúning auk þess sem Kristjana hafi ekki farið fram á neitt umfram það sem hún eigi rétt á samkvæmt kjarasamningum og bókun félagsins „um að starfsmenn þar njóti ávallt bestu kjara.“
Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Sakar Gunnar Smára um aðför að mannorði sínu Fjármálastjóri Eflingar sem nú er í veikindaleyfi sakar Gunnar Smára Egilsson um aðför að mannorði hennar sem gefi nægt tilefni til meiðyrðamáls og kröfu um miskabætur. 10. október 2018 20:00 Gunnar Smári ætlar ekki að láta Láru V. segja sér fyrir verkum Gunnar Smári svarar ásökunum um ærumeiðingar. 10. október 2018 15:15 Vill ekki tjá sig um traust til starfsmanna sem nýlega eru komnir í leyfi hjá Eflingu Framkvæmdastjóri Eflingar samþykkir ekki þá orðræðu sem hefur átt sér stað milli aðila í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum undanfarna daga 11. október 2018 20:15 Starfsmenn Eflingar segjast hafa upplifað algert niðurbrot Tvær starfskonur Eflingar sem eru í veikindaleyfi telja sig ekki eiga afturkvæmt til starfa, segja forystu félagsins beita skoðanakúgun og óttast að erfitt verði að fá nýja vinnu þar sem styttist í að þær fari á eftirlaun. Þær vilja að samið verði við þær um starfslok og útiloka ekki að leita réttar síns fyrir dómstólum. 28. nóvember 2018 19:45 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Sjá meira
Sakar Gunnar Smára um aðför að mannorði sínu Fjármálastjóri Eflingar sem nú er í veikindaleyfi sakar Gunnar Smára Egilsson um aðför að mannorði hennar sem gefi nægt tilefni til meiðyrðamáls og kröfu um miskabætur. 10. október 2018 20:00
Gunnar Smári ætlar ekki að láta Láru V. segja sér fyrir verkum Gunnar Smári svarar ásökunum um ærumeiðingar. 10. október 2018 15:15
Vill ekki tjá sig um traust til starfsmanna sem nýlega eru komnir í leyfi hjá Eflingu Framkvæmdastjóri Eflingar samþykkir ekki þá orðræðu sem hefur átt sér stað milli aðila í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum undanfarna daga 11. október 2018 20:15
Starfsmenn Eflingar segjast hafa upplifað algert niðurbrot Tvær starfskonur Eflingar sem eru í veikindaleyfi telja sig ekki eiga afturkvæmt til starfa, segja forystu félagsins beita skoðanakúgun og óttast að erfitt verði að fá nýja vinnu þar sem styttist í að þær fari á eftirlaun. Þær vilja að samið verði við þær um starfslok og útiloka ekki að leita réttar síns fyrir dómstólum. 28. nóvember 2018 19:45