Ólympíumeistari rekinn úr keppni fyrir drykkjuskap í miðju móti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2018 12:00 Ryan Fry, annar frá vinstri, hoppar upp á pallinn á ÓL 2014. Vísir/Getty Kandadíski krullukappinn Ryan Fry setti stóran smánarblett á glæsilegan feril sinn á dögunum þegar hann var rekinn úr heimsbikarmóti ásamt þremur félögum sínum. Ryan Fry varð Ólympíumeistari með krulluliði Kanada á Ólympíuleikunum í Sotsjí árið 2014 en hann fékk ekki að klára Reed Deer Classic heimsbikarmótið á sunnudaginn. Ryan Fry og félagar hans Jamie Koe, Chris Schille og DJ Kidby voru allir reknir úr mótinu fyrir drykkjuskap og óspektir á ísnum. Þeir urðu fyrir vikið að gefa síðasta leikinn sinn.ICYMI | Olympic champ Ryan Fry is among curling foursome booted from bonspiel for being 'extremely drunk' https://t.co/MTbiOIn0UWpic.twitter.com/hr5lHQ744p — CBC Sports (@cbcsports) November 20, 2018Mótshaldarar höfðu þá fengið fjölda kvartana frá bæði mótherjum þeirra og áhorfendum og á endanum varð eina leiðin að reka þá úr keppni. Þeir félagar voru uppvísir af miklum blótsyrðaflaumi og allskonar drykkjulátum á meðan keppninni stóð þar sem þeir stunduðu það meðal annars að brjóta kústana sína sem þeir nota í krullukeppninni. Ryan Fry og félagar skemmdu líka búningsklefann þar sem þeir spörkuðu dóti annarra keppenda til og frá. CBC Sports í Kanada fjallaði um þetta vandræðalega mál og fékk yfirlýsingu frá Ryan Fry þar sem hann bað alla afsökunar á hegðun sinni og skorti á dómgreind.I want to express how sorry I am to everyone affected by my actions on Saturday. I never meant to offend anyone but that’s the result of a poor decision - I have to live with the consequences and will be taking every step needed to guarantee this never happens again. #notgivinguppic.twitter.com/3gnjkDam1W — Ryan Fry (@ryanfry79) November 19, 2018Ryan Fry hélt upp á fetugsafmælið sitt síðasta sumar en hann hefur tíu sinnum unnioð sér þátttökurétt á kanadíska meistaramotinu í krullu og unnið bæði silfuverðlaun á HM (2013) og gullverðlaun á Ólympíuleikum (2014). Eftir þessa framkomu Fry og hinna þriggja er orðið ljóst að þeir eru allir komnir í ævilangt bann frá Red Deer Curling Classic mótinu. Það má jafnvel búast við fleiri refsingum og glæsilegur ferill Fry verður hér eftir aldrei litinn sömu augum. Ólympíuleikar Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Sjá meira
Kandadíski krullukappinn Ryan Fry setti stóran smánarblett á glæsilegan feril sinn á dögunum þegar hann var rekinn úr heimsbikarmóti ásamt þremur félögum sínum. Ryan Fry varð Ólympíumeistari með krulluliði Kanada á Ólympíuleikunum í Sotsjí árið 2014 en hann fékk ekki að klára Reed Deer Classic heimsbikarmótið á sunnudaginn. Ryan Fry og félagar hans Jamie Koe, Chris Schille og DJ Kidby voru allir reknir úr mótinu fyrir drykkjuskap og óspektir á ísnum. Þeir urðu fyrir vikið að gefa síðasta leikinn sinn.ICYMI | Olympic champ Ryan Fry is among curling foursome booted from bonspiel for being 'extremely drunk' https://t.co/MTbiOIn0UWpic.twitter.com/hr5lHQ744p — CBC Sports (@cbcsports) November 20, 2018Mótshaldarar höfðu þá fengið fjölda kvartana frá bæði mótherjum þeirra og áhorfendum og á endanum varð eina leiðin að reka þá úr keppni. Þeir félagar voru uppvísir af miklum blótsyrðaflaumi og allskonar drykkjulátum á meðan keppninni stóð þar sem þeir stunduðu það meðal annars að brjóta kústana sína sem þeir nota í krullukeppninni. Ryan Fry og félagar skemmdu líka búningsklefann þar sem þeir spörkuðu dóti annarra keppenda til og frá. CBC Sports í Kanada fjallaði um þetta vandræðalega mál og fékk yfirlýsingu frá Ryan Fry þar sem hann bað alla afsökunar á hegðun sinni og skorti á dómgreind.I want to express how sorry I am to everyone affected by my actions on Saturday. I never meant to offend anyone but that’s the result of a poor decision - I have to live with the consequences and will be taking every step needed to guarantee this never happens again. #notgivinguppic.twitter.com/3gnjkDam1W — Ryan Fry (@ryanfry79) November 19, 2018Ryan Fry hélt upp á fetugsafmælið sitt síðasta sumar en hann hefur tíu sinnum unnioð sér þátttökurétt á kanadíska meistaramotinu í krullu og unnið bæði silfuverðlaun á HM (2013) og gullverðlaun á Ólympíuleikum (2014). Eftir þessa framkomu Fry og hinna þriggja er orðið ljóst að þeir eru allir komnir í ævilangt bann frá Red Deer Curling Classic mótinu. Það má jafnvel búast við fleiri refsingum og glæsilegur ferill Fry verður hér eftir aldrei litinn sömu augum.
Ólympíuleikar Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Sjá meira