Leiðin til nýrra lesenda Hrefna Haraldsdóttir skrifar 21. nóvember 2018 07:00 Við skrifum á fámennis tungumáli og treystum á þýðendur. Þess vegna tileinka ég þeim þessi verðlaun,“ sagði Auður Ava Ólafsdóttir rithöfundur þegar hún tók við bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs nýlega. Með því að tileinka þýðendum verðlaunin undirstrikar Auður Ava mikilvægi þeirra fyrir höfunda sem skrifa á litlum málsvæðum eins og Íslandi. Með þýðingum bókanna margfaldast lesendahópurinn og hugmyndir og erindi höfundanna ná athygli langt út fyrir landsteinana; röddin berst um heiminn. Áhugi á íslenskum bókmenntum erlendis er mikill og fer vaxandi. Árið í fyrra var metár í þýðingum íslenskra bóka á erlend mál þegar 100 verk voru þýdd á 30 tungumál. Aukna útbreiðslu íslenskra bókmennta um heiminn má að hluta rekja til áhuga á landi og þjóð, en ekki síður til markviss kynningarstarfs erlendis á undanförnum árum, meðal annars með þátttöku í helstu bókasýningum sem haldnar eru árlega víða um heim. Eitt af hlutverkum Miðstöðvar íslenskra bókmennta er að koma íslenskum bókmenntum á framfæri erlendis. Íslenskir bókaútgefendur eru líka mikilvirkir í því starfi. Þá eru höfundarnir sjálfir ötulir við að fylgja eftir þýðingum bóka sinna erlendis, koma fram á ýmsum bókmenntaviðburðum og hitta lesendur. En lykilhlutverki í þessari þróun gegna þýðendur úr íslensku á erlend mál og þess vegna er mikilvægt að treysta böndin við þá og hvetja til enn frekari dáða. Til að sýna í verki hve mikils metin vinna þeirra er, jafnframt því að greiða götu nýrra þýðenda, hélt Miðstöð íslenskra bókmennta alþjóðlegt þýðendaþing hér á landi á síðasta ári, fyrir þýðendur íslenskra bóka víðs vegar um heiminn. Þingið tókst afar vel og þegar er hafinn undirbúningur að næsta þýðendaþingi sem haldið verður vorið 2019. Einnig er Orðstír veittur annað hvert ár, en það er heiðursviðurkenning þýðenda íslenskra bókmennta á erlend tungumál. Góðir þýðendur eru dýrmætir sendiherrar íslenskra bókmennta á erlendri grundu og vinna metnaðarfullt starf í þágu íslenskrar menningar – „með því að skrifa bækurnar okkar aftur á sínum tungumálum“ – eins og Auður Ava orðaði það svo fallega á verðlaunahátíð Norðurlandaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Við skrifum á fámennis tungumáli og treystum á þýðendur. Þess vegna tileinka ég þeim þessi verðlaun,“ sagði Auður Ava Ólafsdóttir rithöfundur þegar hún tók við bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs nýlega. Með því að tileinka þýðendum verðlaunin undirstrikar Auður Ava mikilvægi þeirra fyrir höfunda sem skrifa á litlum málsvæðum eins og Íslandi. Með þýðingum bókanna margfaldast lesendahópurinn og hugmyndir og erindi höfundanna ná athygli langt út fyrir landsteinana; röddin berst um heiminn. Áhugi á íslenskum bókmenntum erlendis er mikill og fer vaxandi. Árið í fyrra var metár í þýðingum íslenskra bóka á erlend mál þegar 100 verk voru þýdd á 30 tungumál. Aukna útbreiðslu íslenskra bókmennta um heiminn má að hluta rekja til áhuga á landi og þjóð, en ekki síður til markviss kynningarstarfs erlendis á undanförnum árum, meðal annars með þátttöku í helstu bókasýningum sem haldnar eru árlega víða um heim. Eitt af hlutverkum Miðstöðvar íslenskra bókmennta er að koma íslenskum bókmenntum á framfæri erlendis. Íslenskir bókaútgefendur eru líka mikilvirkir í því starfi. Þá eru höfundarnir sjálfir ötulir við að fylgja eftir þýðingum bóka sinna erlendis, koma fram á ýmsum bókmenntaviðburðum og hitta lesendur. En lykilhlutverki í þessari þróun gegna þýðendur úr íslensku á erlend mál og þess vegna er mikilvægt að treysta böndin við þá og hvetja til enn frekari dáða. Til að sýna í verki hve mikils metin vinna þeirra er, jafnframt því að greiða götu nýrra þýðenda, hélt Miðstöð íslenskra bókmennta alþjóðlegt þýðendaþing hér á landi á síðasta ári, fyrir þýðendur íslenskra bóka víðs vegar um heiminn. Þingið tókst afar vel og þegar er hafinn undirbúningur að næsta þýðendaþingi sem haldið verður vorið 2019. Einnig er Orðstír veittur annað hvert ár, en það er heiðursviðurkenning þýðenda íslenskra bókmennta á erlend tungumál. Góðir þýðendur eru dýrmætir sendiherrar íslenskra bókmennta á erlendri grundu og vinna metnaðarfullt starf í þágu íslenskrar menningar – „með því að skrifa bækurnar okkar aftur á sínum tungumálum“ – eins og Auður Ava orðaði það svo fallega á verðlaunahátíð Norðurlandaráðs.
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun