Fá tækifæri til að hlusta betur á íbúana Sighvatur Arnmundsson skrifar 21. nóvember 2018 08:30 Kísilverksmiðjan í Helguvík. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Ég held að það sé nauðsynlegt fyrir alla að fá að hittast,“ segir Þórður Ólafur Þórðarson, framkvæmdastjóri Stakksbergs. „Þetta er klárlega tækifæri fyrir okkur til að segja fólki frá þeirri miklu vinnu sem átt hefur sér stað við að undirbúa umbætur á verksmiðjunni. Þetta er líka tækifæri fyrir okkur að heyra sjónarmiðin og skilaboðin kannski enn hærra en við heyrðum þau með athugasemdunum sem bárust í sumar.“ Stakksberg vinnur að því að koma kísilverksmiðju sinni í Helguvík í gang. Hún var áður rekin af United Silicon. Framtíð kísilverksmiðjunnar hefur verið mjög umdeild meðal bæjarbúa. Stakksberg boðar til íbúafundar í Stapa í kvöld. „Ég ætla að gera mitt besta til að fylla salinn. Ég hef ekki trú á öðru en að það takist. Ef fólk er á móti þessu þá kemur á fundinn,“ segir Einar Már Atlason, formaður samtakanna Andstæðingar stóriðju í Helguvík. Í gær var birt á vef Skipulagsstofnunar endurskoðuð tillaga að matsáætlun fyrir nýtt umhverfismat verksmiðjunnar. Frestur til að gera athugasemdir er til 5. desember. Í tilkynningu segir að Stakksberg ætli að verja 4,5 milljörðum króna til að gera nauðsynlegar úrbætur. „Við höfum sagt frá upphafi að við hygðumst koma þessari verksmiðju í það horf sem best gerist í þessum geira. Þannig að þessi kostnaður lýtur bæði að hreinum úrbótum á þeim þáttum sem Umhverfisstofnun gerði athugasemdir við en líka að því að styrkja innviði verksmiðjunnar gagngert til að tryggja reksturinn,“ segir Þórður. Aðspurður segist Þórður eiga von á því að fjárfestingin skili sér. „Ég á von á því miðað við þann áhuga fjárfesta sem hafa lýst sig áhugasama um verksmiðjuna þannig ég á von á því að þetta fari vel.“ Einar Már hvetur fólk til að senda inn athugasemdir. Hann hafi áhyggjur af því að bæjarstjórn Reykjanesbæjar hafi þegar ákveðið að verksmiðjan fari aftur í gang og að verksmiðja Thorsil rísi. Vísar hann þar í ummæli Kjartans Más Kjartanssonar bæjarstjóra um að rekstur verksmiðjanna tveggja geti bjargað rekstri Helguvíkurhafnar. „Mér finnst mjög óábyrgt af bæjarstjóranum að tala svona um þessi mál. En við munum berjast áfram með kjafti og klóm,“ segir Einar. Að sögn Einars er vinna við hópmálsókn samtakanna langt komin. Snýr hún að því að koma í veg fyrir rekstur verksmiðjanna tveggja í Helguvík. „Vonandi klárast það í lok nóvember eða byrjun desember áður en það fer eitthvað meira í gang þarna.“ Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
„Ég held að það sé nauðsynlegt fyrir alla að fá að hittast,“ segir Þórður Ólafur Þórðarson, framkvæmdastjóri Stakksbergs. „Þetta er klárlega tækifæri fyrir okkur til að segja fólki frá þeirri miklu vinnu sem átt hefur sér stað við að undirbúa umbætur á verksmiðjunni. Þetta er líka tækifæri fyrir okkur að heyra sjónarmiðin og skilaboðin kannski enn hærra en við heyrðum þau með athugasemdunum sem bárust í sumar.“ Stakksberg vinnur að því að koma kísilverksmiðju sinni í Helguvík í gang. Hún var áður rekin af United Silicon. Framtíð kísilverksmiðjunnar hefur verið mjög umdeild meðal bæjarbúa. Stakksberg boðar til íbúafundar í Stapa í kvöld. „Ég ætla að gera mitt besta til að fylla salinn. Ég hef ekki trú á öðru en að það takist. Ef fólk er á móti þessu þá kemur á fundinn,“ segir Einar Már Atlason, formaður samtakanna Andstæðingar stóriðju í Helguvík. Í gær var birt á vef Skipulagsstofnunar endurskoðuð tillaga að matsáætlun fyrir nýtt umhverfismat verksmiðjunnar. Frestur til að gera athugasemdir er til 5. desember. Í tilkynningu segir að Stakksberg ætli að verja 4,5 milljörðum króna til að gera nauðsynlegar úrbætur. „Við höfum sagt frá upphafi að við hygðumst koma þessari verksmiðju í það horf sem best gerist í þessum geira. Þannig að þessi kostnaður lýtur bæði að hreinum úrbótum á þeim þáttum sem Umhverfisstofnun gerði athugasemdir við en líka að því að styrkja innviði verksmiðjunnar gagngert til að tryggja reksturinn,“ segir Þórður. Aðspurður segist Þórður eiga von á því að fjárfestingin skili sér. „Ég á von á því miðað við þann áhuga fjárfesta sem hafa lýst sig áhugasama um verksmiðjuna þannig ég á von á því að þetta fari vel.“ Einar Már hvetur fólk til að senda inn athugasemdir. Hann hafi áhyggjur af því að bæjarstjórn Reykjanesbæjar hafi þegar ákveðið að verksmiðjan fari aftur í gang og að verksmiðja Thorsil rísi. Vísar hann þar í ummæli Kjartans Más Kjartanssonar bæjarstjóra um að rekstur verksmiðjanna tveggja geti bjargað rekstri Helguvíkurhafnar. „Mér finnst mjög óábyrgt af bæjarstjóranum að tala svona um þessi mál. En við munum berjast áfram með kjafti og klóm,“ segir Einar. Að sögn Einars er vinna við hópmálsókn samtakanna langt komin. Snýr hún að því að koma í veg fyrir rekstur verksmiðjanna tveggja í Helguvík. „Vonandi klárast það í lok nóvember eða byrjun desember áður en það fer eitthvað meira í gang þarna.“
Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira