Stórtækar breytingar hjá IKEA snerti ekki Ísland Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. nóvember 2018 11:11 Jólageitin í Kauptúni mun ekki þurfa að horfa upp á uppsagnir hjá IKEA á næstunni að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Vísir/Vilhelm Talið er að IKEA Group muni á næstunni segja upp ríflega 7500 starfsmönnum á heimsvísu. Uppsagnirnar eru sagðar í sænskum fjölmiðlum vera liður í einhverjum stærstu skipulagsbreytingum sem félagið hefur ráðist í. Breytingar sem eru þó óþarfar hér á landi, að sögn framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi. Ætlunin hjá IKEA Group er að leggja ríkari áherslu á hvers kyns sjálfvirknivæðingu og sölu á netinu, heimsendingar og þjónustu sem „er í takti við breytingar innan smásölugeirans,“ eins og það er orðað á vef sænska ríkisútvarpsins.Þar er þess getið að uppsagnirnar muni ná til um 650 starfsmanna í Svíþjóð, ekki síst í Malmö, Helsingborg og Älmhult. Hins vegar geri IKEA ráð fyrir því að í fyllingu tímans muni starfsmönnum samsteypunnar fjölga um 11.500 á heimsvísu - en hvenær og hvar sú fjölgun muni eiga sér stað fylgir þó ekki sögunni.Fjölgun frekar en fækkun Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, segir að þessar skipulagsbreytingar muni ekki hafa nein áhrif hér á landi. Þrátt fyrir óneitanleg tengsl milli IKEA Group, sem rekur um 400 verslanir um allan heim, og fyrirtækisins á Íslandi séu þó um tvö aðskilin félög að ræða. Eins og fyrr segir er stefna IKEA Group að leggja aukna áherslu á netverslun í náinni framtíð, eitthvað sem Þórarinn segir að IKEA á Íslandi hafi boðið viðskiptavinum sínum upp á í rúmlega áratug. Því sé engin þörf á því að fara í samskonar skipulagsbreytingar hér á landi, með tilheyrandi uppsögnum. Þvert á móti gerir Þórarinn frekar ráð fyrir því að fjölga starfsfólki á næstunni, fremur en að fækka því eins og IKEA Group hefur boðað. IKEA Norðurlönd Svíþjóð Mest lesið Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Talið er að IKEA Group muni á næstunni segja upp ríflega 7500 starfsmönnum á heimsvísu. Uppsagnirnar eru sagðar í sænskum fjölmiðlum vera liður í einhverjum stærstu skipulagsbreytingum sem félagið hefur ráðist í. Breytingar sem eru þó óþarfar hér á landi, að sögn framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi. Ætlunin hjá IKEA Group er að leggja ríkari áherslu á hvers kyns sjálfvirknivæðingu og sölu á netinu, heimsendingar og þjónustu sem „er í takti við breytingar innan smásölugeirans,“ eins og það er orðað á vef sænska ríkisútvarpsins.Þar er þess getið að uppsagnirnar muni ná til um 650 starfsmanna í Svíþjóð, ekki síst í Malmö, Helsingborg og Älmhult. Hins vegar geri IKEA ráð fyrir því að í fyllingu tímans muni starfsmönnum samsteypunnar fjölga um 11.500 á heimsvísu - en hvenær og hvar sú fjölgun muni eiga sér stað fylgir þó ekki sögunni.Fjölgun frekar en fækkun Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, segir að þessar skipulagsbreytingar muni ekki hafa nein áhrif hér á landi. Þrátt fyrir óneitanleg tengsl milli IKEA Group, sem rekur um 400 verslanir um allan heim, og fyrirtækisins á Íslandi séu þó um tvö aðskilin félög að ræða. Eins og fyrr segir er stefna IKEA Group að leggja aukna áherslu á netverslun í náinni framtíð, eitthvað sem Þórarinn segir að IKEA á Íslandi hafi boðið viðskiptavinum sínum upp á í rúmlega áratug. Því sé engin þörf á því að fara í samskonar skipulagsbreytingar hér á landi, með tilheyrandi uppsögnum. Þvert á móti gerir Þórarinn frekar ráð fyrir því að fjölga starfsfólki á næstunni, fremur en að fækka því eins og IKEA Group hefur boðað.
IKEA Norðurlönd Svíþjóð Mest lesið Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira