Vilja koma kísilverinu í Helguvík í gang Jóhann K. Jóhannsson skrifar 21. nóvember 2018 18:45 Þrátt fyrir að forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hafi enga trú á að rekstur kísilmálverksmiðju í Helguvík komist á fót aftur ætlar nýtt rekstrarfélag að fjárfesta fyrir fjóra komma fimm milljarða í uppbyggingunni. Stjórnarformaður félagsins segir að leitað hafi verið allra leiða til þess að starfsemin geti verið í sátt við íbúa svæðisins.Eins og frægt er, er saga kísilmálmverksmiðju United Silicon ein hörmungarsaga allt þar til Umhverfisstofnun stöðvaði rekstur verksmiðjunnar í september í fyrra. Arion banki gekk að veðum sínum í verksmiðjunni í febrúar á þessu ári og hefur síðan þá unnið að því að bjarga því sem bjargað verður. Stofnað hefur verið félag um rekstur verksmiðjunnar, Stakksberg ehf., sem hefur tilkynnt að leggja eigi fjóra komma fimm milljarða í að koma verksmiðjunni í gang.Þórður Ólafur Þórðarson, stjórnarformaður Stakkbergs ehf.Vísir/Stöð 2Stjórnarformaður nýs félags segir að eitt stærsta vandamál verksmiðjunnar hafi verið að búnaður sem átti að taka við málmi úr ofni , hafi verið of veikburða og gefið sig ítrekað sem orsakaði framleiðslustopp en fjallað var um það ítrekað í fjölmiðlum. „Hún var raunverulega van fjárfest frá upphafi, þannig að það var hreinlega kostað of litlu til við bygginguna á mannvirkinu,“ sagði Þórður Ólafur Þórðarson, stjórnarformaður Stakksberg ehf.Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag kvaðst forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar efins að nýju félagi tækist að koma verksmiðjunni í rekstur. Þórður segir það eiganda félagsins, Arion banka, mikilvægt að skilja við verkefnið að tryggt sé að verksmiðjan starfi með eðlilegum hætti og í sátt við umhverfi sitt. „Við höfum frá því að verksmiðjan var kyrrsett í byrjun september í fyrra og í rauninni allt fram til þessa dags lagt okkur í framkróka við það að verkefninu færustu sérfræðinga til þess að aðstoða okkur. Greina vandann og leggja mat á það hvernig verður bætt úr á þann veg að það eigi ekki að vera vandræði af þessari verksmiðju í framtíðinni,“ sagði Þórður. Nýr eigandi verksmiðjunnar hefur boðað til íbúafundar í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ í kvöld og hefst fundurinn klukkan átta þar sem staðan og framtíðar möguleikar verða lagðir á borð en Þórður segir vaxandi eftirspurn efir kísilmálmi í heiminum. Í fullri stærð og fulla framleiðslugetu á verksmiðjan í Helguvík að skapað á bilinu 150-200 varanleg störf og þangað ætlar nýtt félag sér. „Við ætlum að gera það já, vissulega. Við viljum standa að þessu verkefni þannig að í framtíðinni geti þetta fyrirtæki starfað án þess að valda íbúum Reykjanesbæjar ama,“ sagði Þórður. United Silicon Tengdar fréttir Efins þrátt fyrir fögur fyrirheit í Helguvík Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur litla trú á því, í ljósi sögunnar, að kísilmálmverksmiðjan í Helguvík fari aftur í rekstur þrátt fyrir að nýtt rekstrarfélag ætli að leggja milljarða í úrbætur. Nýtt rekstrarfélag hefur boðað til íbúafundar i kvöld um framtíð verksmiðjunnar. 21. nóvember 2018 15:56 Tvö kísilver bjargi rekstrinum á Helguvíkurhöfn fyrir bæinn Reykjanesbær þarf að greiða um 200 milljónir til Reykjaneshafnar til að hún standi undir sér. Neikvætt eigið fé rúmir sex milljarðar króna. 20. nóvember 2018 08:00 Fá tækifæri til að hlusta betur á íbúana Eigendur kísilverksmiðju í Helguvík ætla að verja 4,5 milljörðum í úrbætur og til að tryggja rekstur hennar. Boðað er til íbúafundar um málefni verksmiðjunnar í kvöld. 21. nóvember 2018 08:30 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Fleiri fréttir Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Sjá meira
Þrátt fyrir að forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hafi enga trú á að rekstur kísilmálverksmiðju í Helguvík komist á fót aftur ætlar nýtt rekstrarfélag að fjárfesta fyrir fjóra komma fimm milljarða í uppbyggingunni. Stjórnarformaður félagsins segir að leitað hafi verið allra leiða til þess að starfsemin geti verið í sátt við íbúa svæðisins.Eins og frægt er, er saga kísilmálmverksmiðju United Silicon ein hörmungarsaga allt þar til Umhverfisstofnun stöðvaði rekstur verksmiðjunnar í september í fyrra. Arion banki gekk að veðum sínum í verksmiðjunni í febrúar á þessu ári og hefur síðan þá unnið að því að bjarga því sem bjargað verður. Stofnað hefur verið félag um rekstur verksmiðjunnar, Stakksberg ehf., sem hefur tilkynnt að leggja eigi fjóra komma fimm milljarða í að koma verksmiðjunni í gang.Þórður Ólafur Þórðarson, stjórnarformaður Stakkbergs ehf.Vísir/Stöð 2Stjórnarformaður nýs félags segir að eitt stærsta vandamál verksmiðjunnar hafi verið að búnaður sem átti að taka við málmi úr ofni , hafi verið of veikburða og gefið sig ítrekað sem orsakaði framleiðslustopp en fjallað var um það ítrekað í fjölmiðlum. „Hún var raunverulega van fjárfest frá upphafi, þannig að það var hreinlega kostað of litlu til við bygginguna á mannvirkinu,“ sagði Þórður Ólafur Þórðarson, stjórnarformaður Stakksberg ehf.Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag kvaðst forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar efins að nýju félagi tækist að koma verksmiðjunni í rekstur. Þórður segir það eiganda félagsins, Arion banka, mikilvægt að skilja við verkefnið að tryggt sé að verksmiðjan starfi með eðlilegum hætti og í sátt við umhverfi sitt. „Við höfum frá því að verksmiðjan var kyrrsett í byrjun september í fyrra og í rauninni allt fram til þessa dags lagt okkur í framkróka við það að verkefninu færustu sérfræðinga til þess að aðstoða okkur. Greina vandann og leggja mat á það hvernig verður bætt úr á þann veg að það eigi ekki að vera vandræði af þessari verksmiðju í framtíðinni,“ sagði Þórður. Nýr eigandi verksmiðjunnar hefur boðað til íbúafundar í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ í kvöld og hefst fundurinn klukkan átta þar sem staðan og framtíðar möguleikar verða lagðir á borð en Þórður segir vaxandi eftirspurn efir kísilmálmi í heiminum. Í fullri stærð og fulla framleiðslugetu á verksmiðjan í Helguvík að skapað á bilinu 150-200 varanleg störf og þangað ætlar nýtt félag sér. „Við ætlum að gera það já, vissulega. Við viljum standa að þessu verkefni þannig að í framtíðinni geti þetta fyrirtæki starfað án þess að valda íbúum Reykjanesbæjar ama,“ sagði Þórður.
United Silicon Tengdar fréttir Efins þrátt fyrir fögur fyrirheit í Helguvík Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur litla trú á því, í ljósi sögunnar, að kísilmálmverksmiðjan í Helguvík fari aftur í rekstur þrátt fyrir að nýtt rekstrarfélag ætli að leggja milljarða í úrbætur. Nýtt rekstrarfélag hefur boðað til íbúafundar i kvöld um framtíð verksmiðjunnar. 21. nóvember 2018 15:56 Tvö kísilver bjargi rekstrinum á Helguvíkurhöfn fyrir bæinn Reykjanesbær þarf að greiða um 200 milljónir til Reykjaneshafnar til að hún standi undir sér. Neikvætt eigið fé rúmir sex milljarðar króna. 20. nóvember 2018 08:00 Fá tækifæri til að hlusta betur á íbúana Eigendur kísilverksmiðju í Helguvík ætla að verja 4,5 milljörðum í úrbætur og til að tryggja rekstur hennar. Boðað er til íbúafundar um málefni verksmiðjunnar í kvöld. 21. nóvember 2018 08:30 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Fleiri fréttir Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Sjá meira
Efins þrátt fyrir fögur fyrirheit í Helguvík Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur litla trú á því, í ljósi sögunnar, að kísilmálmverksmiðjan í Helguvík fari aftur í rekstur þrátt fyrir að nýtt rekstrarfélag ætli að leggja milljarða í úrbætur. Nýtt rekstrarfélag hefur boðað til íbúafundar i kvöld um framtíð verksmiðjunnar. 21. nóvember 2018 15:56
Tvö kísilver bjargi rekstrinum á Helguvíkurhöfn fyrir bæinn Reykjanesbær þarf að greiða um 200 milljónir til Reykjaneshafnar til að hún standi undir sér. Neikvætt eigið fé rúmir sex milljarðar króna. 20. nóvember 2018 08:00
Fá tækifæri til að hlusta betur á íbúana Eigendur kísilverksmiðju í Helguvík ætla að verja 4,5 milljörðum í úrbætur og til að tryggja rekstur hennar. Boðað er til íbúafundar um málefni verksmiðjunnar í kvöld. 21. nóvember 2018 08:30