Tekist á um útgjaldafjárlög Heimir Már Pétursson skrifar 21. nóvember 2018 20:21 Bjarni Benediktsson í pontu Alþingis. Vísir/Arnar Atkvæðagreiðsla um fjárlagafrumvarpið fór fram á Alþingi í kvöld og var frumvarpið afgreitt úr annarri umræðu. Næst fer það til fjárlaganefndar. Þótt mest hafi borið á ágreiningi varðandi útgjöld til málefna öryrkja, skortir ekki ágreiningsefnin en þau eru misjöfn eftir því hvaða flokkur á í hlut. Hér að neðan má sjá brot úr umræðunni við atkvæðagreiðsluna sem hófst klukkan fjögur í dag. Efnisatriði atkvæðagreiðslunnar ná yfir þrjátíu og þrjár síður. „Þessi fjárlög eru fjárlög hinna glötuðu tækifæra. Þar sem öryrkjar, eldri borgarar, ungt fólk og millistéttin eru skilin eftir,“ sagði Ágúst Ólafur, þingmaður Samfylkingarinnar í dag. „Ríkisstjórnin heldur markvisst áfram með þau áform sín að byggja upp innviði á Íslandi og auka þannig samkeppnishæfni þjóðarinnar,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra. „Við erum að sækja fram í innviðum öllum. Við erum að bæta þjónustu. Styrkja menntakerfið, heilbrigðisþjónustuna og velferðarþjónustuna. Leiðarstefið er alls staðar það sama; aukinn jöfnuður en samfélag sem einkennist af jöfnuði er betra samfélag fyrir alla,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. „Það er verulegur vöxtur frumgjalda og það er mjög ánægjulegt að geta styrkt þannig innviði. Bæði efnahagslega og félagslega innviði landsins. Á sama tíma og við skilum myndarlegum afgangi og styðjum við stöðugleika í landinu,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. „Þetta er mjög skýr forgangsröðun að hálfu stjórnarmeirihlutans. Hún er röng, hún er vond og öll sú forgangsröðun er á kostnað öryrkja, aldraðra, meðal annars heilbrigðiskerfis þar sem þar sem biðlistar byggjast á biðlista ofan,“ sagði Þorgerður Katrín, formaður Viðreisnar. „Það er ekki verið að bæta kjör öryrkja um eina einustu krónu. Þessi 3,4 prósent sem er verið að tala um í fjárlagafrumvarpinu er eingöngu lögbundin leiðrétting, vísitöluleiðrétting sem á að koma til árlega,“ sagði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Þetta var almennt um frumvarpið en svo tjá þingmenn sig líka um einstakar greinar þess einis og álögur á eldsneyti. „Svo það er undarlegt að menn sem hafa lýst sig sósíalista eins og háttvirtur þingmaður Kolbeinn Óttarsson Proppé og hæstvirtur fjármálaráðherra skuli styðja skatt sem bitnar sérstaklega á hinum tekjulægri,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. „Ég leyfi mér að efast um það að þetta bitni endilega ver á landsbyggðinni en einhverjum öðrum. Loftlagsbreytingar og þau viðbrögð sem við verðum að sýna til að draga úr þeim hörmungum sem eru fyrirséðar munu koma okkur öllum illa,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður PírataBeðið eftir frumvörpum um kjör öryrkja frá félagsmálaráðherra Umdeildasta málið í fjárlögunum eru framlögin til málefna öryrkja en hvað þá varðar er beðið eftir frumvörpum frá Ásmundi Einari Daðasyni félagsmálaráðherra um breytingar á almannatryggingakerfinu. Við endurskoðun laga um almannatryggingar varðandi öryrkja er meðal annars verið að skoða svo kallað starfsgetumat. „Hvernig við eflum fólk til virkni. Það hefur verið kallað mjög eftir því að þarna sé viðhaft gott samráð. Á það lagði ég áherslu á það og það tekur bara tíma,“ sagði Ásmundur Einar Daðason. Nú sé að störfum hópur með aðild Öryrkjabandalagsins, Þroskahjálpar, aðila vinnumarkaðarins og þingmanna úr stjórn og stjórnarandstöðu. Vonandi ljúki þeirri vinnu eins fljótt og auðið sé. „Og Öryrkjabandalagið hefur verið með athugasemdir inn í þeirri vinnu sem við höfum verið að skoða hvernig er hægt að mæta og með hvaða hætti. Það er þannig sem samráð og samvinna fer fram.“ Í dag sé þjóðfélagið að missa mikið af ungu fólki út af vinnumarkaði vegna örorku sem vilji sé til að koma til virkni á ný. Upphaflega var gert ráð fyrir að leiðrétting á krónu á móti krónu í lífeyriskerfi öryrkja tæki gildi um áramótin en framlög til þess voru lækkuð milli umræðna um fjárlagafrumvarpið þar sem nauðsynleg frumvörp verði ekki komin fram fyrr en á vormánuðum. „Í fyrsta lagi erum við að auka framlög á næsta ári um 2,9 milljarða króna auk þrjú til fjögur prósenta aukningu ofan á það til allra örorkulífeyrisþega. Hins vegar er gríðarlega mikilvægt að þessi vinna fái að vinnast vel áfram. Öryrkjabandalagið og Þroskahjálp hafa meðal annars bent á mikilvægi þess að við flýtum okkur hægt við innleiðingu á nýju kerfi,“ sagði Ásmundur. En vonandi nái frumvörpin afgreiðslu á Alþingi á vorþingi. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2019 Fjárlög Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Atkvæðagreiðsla um fjárlagafrumvarpið fór fram á Alþingi í kvöld og var frumvarpið afgreitt úr annarri umræðu. Næst fer það til fjárlaganefndar. Þótt mest hafi borið á ágreiningi varðandi útgjöld til málefna öryrkja, skortir ekki ágreiningsefnin en þau eru misjöfn eftir því hvaða flokkur á í hlut. Hér að neðan má sjá brot úr umræðunni við atkvæðagreiðsluna sem hófst klukkan fjögur í dag. Efnisatriði atkvæðagreiðslunnar ná yfir þrjátíu og þrjár síður. „Þessi fjárlög eru fjárlög hinna glötuðu tækifæra. Þar sem öryrkjar, eldri borgarar, ungt fólk og millistéttin eru skilin eftir,“ sagði Ágúst Ólafur, þingmaður Samfylkingarinnar í dag. „Ríkisstjórnin heldur markvisst áfram með þau áform sín að byggja upp innviði á Íslandi og auka þannig samkeppnishæfni þjóðarinnar,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra. „Við erum að sækja fram í innviðum öllum. Við erum að bæta þjónustu. Styrkja menntakerfið, heilbrigðisþjónustuna og velferðarþjónustuna. Leiðarstefið er alls staðar það sama; aukinn jöfnuður en samfélag sem einkennist af jöfnuði er betra samfélag fyrir alla,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. „Það er verulegur vöxtur frumgjalda og það er mjög ánægjulegt að geta styrkt þannig innviði. Bæði efnahagslega og félagslega innviði landsins. Á sama tíma og við skilum myndarlegum afgangi og styðjum við stöðugleika í landinu,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. „Þetta er mjög skýr forgangsröðun að hálfu stjórnarmeirihlutans. Hún er röng, hún er vond og öll sú forgangsröðun er á kostnað öryrkja, aldraðra, meðal annars heilbrigðiskerfis þar sem þar sem biðlistar byggjast á biðlista ofan,“ sagði Þorgerður Katrín, formaður Viðreisnar. „Það er ekki verið að bæta kjör öryrkja um eina einustu krónu. Þessi 3,4 prósent sem er verið að tala um í fjárlagafrumvarpinu er eingöngu lögbundin leiðrétting, vísitöluleiðrétting sem á að koma til árlega,“ sagði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Þetta var almennt um frumvarpið en svo tjá þingmenn sig líka um einstakar greinar þess einis og álögur á eldsneyti. „Svo það er undarlegt að menn sem hafa lýst sig sósíalista eins og háttvirtur þingmaður Kolbeinn Óttarsson Proppé og hæstvirtur fjármálaráðherra skuli styðja skatt sem bitnar sérstaklega á hinum tekjulægri,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. „Ég leyfi mér að efast um það að þetta bitni endilega ver á landsbyggðinni en einhverjum öðrum. Loftlagsbreytingar og þau viðbrögð sem við verðum að sýna til að draga úr þeim hörmungum sem eru fyrirséðar munu koma okkur öllum illa,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður PírataBeðið eftir frumvörpum um kjör öryrkja frá félagsmálaráðherra Umdeildasta málið í fjárlögunum eru framlögin til málefna öryrkja en hvað þá varðar er beðið eftir frumvörpum frá Ásmundi Einari Daðasyni félagsmálaráðherra um breytingar á almannatryggingakerfinu. Við endurskoðun laga um almannatryggingar varðandi öryrkja er meðal annars verið að skoða svo kallað starfsgetumat. „Hvernig við eflum fólk til virkni. Það hefur verið kallað mjög eftir því að þarna sé viðhaft gott samráð. Á það lagði ég áherslu á það og það tekur bara tíma,“ sagði Ásmundur Einar Daðason. Nú sé að störfum hópur með aðild Öryrkjabandalagsins, Þroskahjálpar, aðila vinnumarkaðarins og þingmanna úr stjórn og stjórnarandstöðu. Vonandi ljúki þeirri vinnu eins fljótt og auðið sé. „Og Öryrkjabandalagið hefur verið með athugasemdir inn í þeirri vinnu sem við höfum verið að skoða hvernig er hægt að mæta og með hvaða hætti. Það er þannig sem samráð og samvinna fer fram.“ Í dag sé þjóðfélagið að missa mikið af ungu fólki út af vinnumarkaði vegna örorku sem vilji sé til að koma til virkni á ný. Upphaflega var gert ráð fyrir að leiðrétting á krónu á móti krónu í lífeyriskerfi öryrkja tæki gildi um áramótin en framlög til þess voru lækkuð milli umræðna um fjárlagafrumvarpið þar sem nauðsynleg frumvörp verði ekki komin fram fyrr en á vormánuðum. „Í fyrsta lagi erum við að auka framlög á næsta ári um 2,9 milljarða króna auk þrjú til fjögur prósenta aukningu ofan á það til allra örorkulífeyrisþega. Hins vegar er gríðarlega mikilvægt að þessi vinna fái að vinnast vel áfram. Öryrkjabandalagið og Þroskahjálp hafa meðal annars bent á mikilvægi þess að við flýtum okkur hægt við innleiðingu á nýju kerfi,“ sagði Ásmundur. En vonandi nái frumvörpin afgreiðslu á Alþingi á vorþingi.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2019 Fjárlög Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira