Upphitun: Partý í Abu Dhabi Bragi Þórðarson skrifar 22. nóvember 2018 07:00 Þessir þrír eru væntanlega klárir í slaginn um helgina. vísir/getty Lokaumferðin í Formúlu 1 fer fram á Jas Marina brautinni í Abu Dhabi um helgina. Lewis Hamilton og Mercedes hafa nú þegar tryggt sér titlana eftirsóttu en þrátt fyrir það hefur tímabilið verið ótrúlega spennandi. Sebastian Vettel vann fyrsta kappaksturinn á sínum Ferrari í Ástralíu í Mars. Vettel og Hamilton skiptust á fyrsta sætinu í mótinu margoft í sumar. Það voru þó Ferrari og Vettel sem glopruðu sínum möguleikum niður þegar líða tók á haustið. Í síðustu tveimur keppnum hefur það hins vegar verið Max Verstappen á Red Bull sem hefur verið hraðastur. Hollendingurinn vann í Mexíkó en sigrinum var stolið af honum í Brasilíu. Valtteri Bottas kom fyrstur í mark í Abu Dhabi í fyrra á undan liðsfélaga sínum, Lewis Hamilton. Finninn freistir þess að sama verði uppi á teningnum um helgina en þetta er síðasta séns Bottas að vinna keppni árið 2018. Jas Marina brautin er talsvert hröð og skiptir aflið því aðal máli í eyðimörkinni. Nú þegar að báðir titlarnir eru komnir í hús verður aðal áherslan sennilega á þeim skemmtiatriðum sem Abu Dhabi hefur alltaf uppi að bjóða. Við brautina er heill skemmtigarður sérstaklega tileinkaður Formúlu 1. Fimm stjörnu hótel er við brautina og ekki skemmir fyrir að Íslandsvinirnir í Guns and Roses munu loka tímabilinu með stæl á sunnudagskvöldið. Æfingar, tímatökur og kappaksturinn sjálfur verða allt í þráðbeinni á Stöð 2 Sport um helgina. Ræst verður af stað í kappaksturinn klukkan eitt á íslenskum tíma á sunnudaginn. Formúla Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Fylgja stefnu Trump og banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Fleiri fréttir Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Lokaumferðin í Formúlu 1 fer fram á Jas Marina brautinni í Abu Dhabi um helgina. Lewis Hamilton og Mercedes hafa nú þegar tryggt sér titlana eftirsóttu en þrátt fyrir það hefur tímabilið verið ótrúlega spennandi. Sebastian Vettel vann fyrsta kappaksturinn á sínum Ferrari í Ástralíu í Mars. Vettel og Hamilton skiptust á fyrsta sætinu í mótinu margoft í sumar. Það voru þó Ferrari og Vettel sem glopruðu sínum möguleikum niður þegar líða tók á haustið. Í síðustu tveimur keppnum hefur það hins vegar verið Max Verstappen á Red Bull sem hefur verið hraðastur. Hollendingurinn vann í Mexíkó en sigrinum var stolið af honum í Brasilíu. Valtteri Bottas kom fyrstur í mark í Abu Dhabi í fyrra á undan liðsfélaga sínum, Lewis Hamilton. Finninn freistir þess að sama verði uppi á teningnum um helgina en þetta er síðasta séns Bottas að vinna keppni árið 2018. Jas Marina brautin er talsvert hröð og skiptir aflið því aðal máli í eyðimörkinni. Nú þegar að báðir titlarnir eru komnir í hús verður aðal áherslan sennilega á þeim skemmtiatriðum sem Abu Dhabi hefur alltaf uppi að bjóða. Við brautina er heill skemmtigarður sérstaklega tileinkaður Formúlu 1. Fimm stjörnu hótel er við brautina og ekki skemmir fyrir að Íslandsvinirnir í Guns and Roses munu loka tímabilinu með stæl á sunnudagskvöldið. Æfingar, tímatökur og kappaksturinn sjálfur verða allt í þráðbeinni á Stöð 2 Sport um helgina. Ræst verður af stað í kappaksturinn klukkan eitt á íslenskum tíma á sunnudaginn.
Formúla Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Fylgja stefnu Trump og banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Fleiri fréttir Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira