Þingið slær met í stundvísi með fjárlög Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 22. nóvember 2018 08:30 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mælti fyrir fjárlögum í september síðastliðnum en 2. umræðu um þau lauk í gærkvöldi. vísir/vilhelm Aðalumræðu um fjárlögin, 2. umræðu, lauk í gær með tæplega fjögurra klukkustunda langri atkvæðagreiðslu. Umræður um fjárlög hafa á undanförnum árum verið að færast æ nær jólum en í ár sló Alþingi met því atkvæðagreiðsla eftir 2. umræðu hefur ekki farið jafn snemma fram alla þessa öld. „Þetta er að virka eins og til var stofnað og ætlunin var,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og vísar til þess að fyrsti samkomudagur Alþingis að hausti hafi verið færður fram í tveimur áföngum á undanförnum árum. Fyrst frá 10. október til 1. október og svo til annars þriðjudags í september, sem hafði það að markmiði að gefa Alþingi rýmri tíma til að vinna með fjárlagafrumvarpið. „Einnig hafa ný lög um opinber fjármál væntanlega jákvæð áhrif; frumvarpið er fyrirsjáanlegra og í raun útfylling á römmum sem afgreiddir hafa verið að vori með fjármálaáætlun,“ segir Steingrímur og bætir við: „Einnig hjálpar að hér er nokkuð góður andi og gangur í málum, reglubundið og vel undirbúið þinghald í stað afbrigðilegra aðstæðna síðastliðin tvö ár.“ Tímalengd umræðu um fjárlög var nokkuð stöðug fyrstu ár aldarinnar, eins og línuritið sýnir, en lengdist smám saman á árunum eftir hrun og náði toppi árið 2015. Árin 2016 og 2017 gefa þó ekki raunhæfa mynd af þróuninni enda kosningar skömmu fyrir jól bæði árin og fór 2. umræða um fjárlög þau ár fram á einum degi, 22. desember. Umræðan í ár árið stóð í 1.884 mínútur, eða 31,4 klukkustundir, sem er nálægt því tvöfalt lengri tími en tíðkaðist á fyrstu árum aldarinnar og nær eftirhrunsárunum að því leyti. Toppar urðu nokkur ár í takt við óróa í íslenskum stjórnmálum á liðnum árum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld Sjá meira
Aðalumræðu um fjárlögin, 2. umræðu, lauk í gær með tæplega fjögurra klukkustunda langri atkvæðagreiðslu. Umræður um fjárlög hafa á undanförnum árum verið að færast æ nær jólum en í ár sló Alþingi met því atkvæðagreiðsla eftir 2. umræðu hefur ekki farið jafn snemma fram alla þessa öld. „Þetta er að virka eins og til var stofnað og ætlunin var,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og vísar til þess að fyrsti samkomudagur Alþingis að hausti hafi verið færður fram í tveimur áföngum á undanförnum árum. Fyrst frá 10. október til 1. október og svo til annars þriðjudags í september, sem hafði það að markmiði að gefa Alþingi rýmri tíma til að vinna með fjárlagafrumvarpið. „Einnig hafa ný lög um opinber fjármál væntanlega jákvæð áhrif; frumvarpið er fyrirsjáanlegra og í raun útfylling á römmum sem afgreiddir hafa verið að vori með fjármálaáætlun,“ segir Steingrímur og bætir við: „Einnig hjálpar að hér er nokkuð góður andi og gangur í málum, reglubundið og vel undirbúið þinghald í stað afbrigðilegra aðstæðna síðastliðin tvö ár.“ Tímalengd umræðu um fjárlög var nokkuð stöðug fyrstu ár aldarinnar, eins og línuritið sýnir, en lengdist smám saman á árunum eftir hrun og náði toppi árið 2015. Árin 2016 og 2017 gefa þó ekki raunhæfa mynd af þróuninni enda kosningar skömmu fyrir jól bæði árin og fór 2. umræða um fjárlög þau ár fram á einum degi, 22. desember. Umræðan í ár árið stóð í 1.884 mínútur, eða 31,4 klukkustundir, sem er nálægt því tvöfalt lengri tími en tíðkaðist á fyrstu árum aldarinnar og nær eftirhrunsárunum að því leyti. Toppar urðu nokkur ár í takt við óróa í íslenskum stjórnmálum á liðnum árum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld Sjá meira