Amazon þegir um galla sem olli leka á netföngum kúnna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. nóvember 2018 08:30 Netföng viðskiptavina láku út en Amazon vill lítið tjá sig um málið. Vill til dæmis ekki gefa upp á hve marga lekinn hafði áhrif. Nordicphotos/Getty Bandaríska stórfyrirtækið Amazon vill lítið sem ekkert tjá sig um hugbúnaðargalla sem varð til þess að tölvupóstföng viðskiptavina vefverslunar fyrirtækisins voru aðgengileg hverjum sem er. Þetta kemur fram í umfjöllun sem Techcrunch birti í gær en í svari við fyrirspurn fjölmiðilsins sagði einn talsmanna Amazon að fyrirtækið hefði „lagað þennan galla og upplýst þá viðskiptavini sem gætu hafa orðið fyrir óþægindum vegna hans um málið“. Notendum var upphaflega gert viðvart um vandann í tölvupósti á miðvikudaginn. Í póstinum sagði: „Halló. Við erum að hafa samband við þig til þess að láta þig vita að vefsíða okkar birti fyrir mistök netfang þitt vegna hugbúnaðargalla. Þessi vandi hefur verið lagaður. Það er að engu leyti við þig að sakast og þú þarft hvorki að breyta lykilorði þínu né gera nokkrar aðrar ráðstafanir vegna málsins.“ Fjölmargir deildu póstinum á Twitter og vitnaði CNBC í nokkra sem sögðu tölvupóstinn „hrylling“, gagnrýndu algjöran skort á nánari upplýsingum og sögðust ætla að breyta lykilorðum sínum af ótta við að Amazon væri að leyna einhverjum upplýsingum. Þegar blaðamaður Techcrunch spurði fulltrúa Amazon um frekari upplýsingar um málið sagði Amazon-starfsmaðurinn að fyrirtækið vildi engu bæta við fyrri yfirlýsingu. Fyrirtækið neitar því að nokkur hafi brotist inn í tölvukerfi þess. Þessi leki, eða galli, átti sér stað þegar stutt var í tvo stærstu netverslunardaga ársins, „black friday“ og „cyber monday“. Þeir gætu því komið sér illa fyrir fyrirtækið enda eru lekar sem þessir ekki hættulausir þótt lykilorð hafi ekki fylgt með. Með netföngin ein að vopni gætu óprúttnir tölvuþrjótar til að mynda herjað á viðskiptavini Amazon með fölskum auglýsingum eða skilaboðum og þannig komið fyrir veirum í tölvu viðtakenda. Blaðamaður Techcrunch gagnrýnir Amazon harðlega í fréttinni og segir að skortur á upplýsingum geri málið verra. Fólk óttist það sem það skilur ekki og þar sem Amazon neitar að upplýsa almenning er fyrirtækið í raun að magna þennan ótta. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Bandaríska stórfyrirtækið Amazon vill lítið sem ekkert tjá sig um hugbúnaðargalla sem varð til þess að tölvupóstföng viðskiptavina vefverslunar fyrirtækisins voru aðgengileg hverjum sem er. Þetta kemur fram í umfjöllun sem Techcrunch birti í gær en í svari við fyrirspurn fjölmiðilsins sagði einn talsmanna Amazon að fyrirtækið hefði „lagað þennan galla og upplýst þá viðskiptavini sem gætu hafa orðið fyrir óþægindum vegna hans um málið“. Notendum var upphaflega gert viðvart um vandann í tölvupósti á miðvikudaginn. Í póstinum sagði: „Halló. Við erum að hafa samband við þig til þess að láta þig vita að vefsíða okkar birti fyrir mistök netfang þitt vegna hugbúnaðargalla. Þessi vandi hefur verið lagaður. Það er að engu leyti við þig að sakast og þú þarft hvorki að breyta lykilorði þínu né gera nokkrar aðrar ráðstafanir vegna málsins.“ Fjölmargir deildu póstinum á Twitter og vitnaði CNBC í nokkra sem sögðu tölvupóstinn „hrylling“, gagnrýndu algjöran skort á nánari upplýsingum og sögðust ætla að breyta lykilorðum sínum af ótta við að Amazon væri að leyna einhverjum upplýsingum. Þegar blaðamaður Techcrunch spurði fulltrúa Amazon um frekari upplýsingar um málið sagði Amazon-starfsmaðurinn að fyrirtækið vildi engu bæta við fyrri yfirlýsingu. Fyrirtækið neitar því að nokkur hafi brotist inn í tölvukerfi þess. Þessi leki, eða galli, átti sér stað þegar stutt var í tvo stærstu netverslunardaga ársins, „black friday“ og „cyber monday“. Þeir gætu því komið sér illa fyrir fyrirtækið enda eru lekar sem þessir ekki hættulausir þótt lykilorð hafi ekki fylgt með. Með netföngin ein að vopni gætu óprúttnir tölvuþrjótar til að mynda herjað á viðskiptavini Amazon með fölskum auglýsingum eða skilaboðum og þannig komið fyrir veirum í tölvu viðtakenda. Blaðamaður Techcrunch gagnrýnir Amazon harðlega í fréttinni og segir að skortur á upplýsingum geri málið verra. Fólk óttist það sem það skilur ekki og þar sem Amazon neitar að upplýsa almenning er fyrirtækið í raun að magna þennan ótta.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira