Íris segir sjálfsfróun kvenna vera tabú Stefán Árni Pálsson skrifar 23. nóvember 2018 14:30 Íris hefur verið að safna sjálfsfróunarsögum kvenna. Listakonan Íris Stefanía Skúladóttir er bókmenntafræðingur og leikhúskona og stofnaði meðal annars leikhúsið Norðurpólinn. Íris var framkvæmdastjóri listahátíðarinnar List án landamæra og einnig lauk hún námi í hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands en í dag er hún í MFA námi í sviðslistum við Listaháskóla Íslands. Og í því námi rannsakar hún kynhegðun fólks með áherslu á kynhegðun og sjálfsfróun kvenna og er hún að gefa út bók með sjálfsfróunarsögum íslenskra kvenna. Vala Matt ræddi við Írisi í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Hún segir að umræðan um kynlíf og sjálfsfróun kvenna vera ábótavant. Karlmenn ræði þessi mál ófeimnir en konurnar virðast oft skammast sín. Konur eru aldar upp við það að þetta umræðuefni sé ekki nógu kvenlegt eða hreinlega boðlegt ungum konum á meðan strákarnir verða karlmannlegir í augum annarra þegar þeir ræða sitt kynlíf og sína sjálfsfróun og ekkert þykir sjálfsagðara.Voru skrýtnar að ræða þetta „Þetta efni hefur eiginlega alltaf verið mér mjög hugleikið og það má alveg rekja þetta alveg niður í það þegar ég er sjálf unglingur,“ segir Íris. „Þá erum við vinkonurnar að tala um sjálfsfróun og erum bara mjög öruggar í því. Svo byrjar umræðan að vera meiri í kringum okkur en það eru bara strákar að tala um þetta. Við vorum bara flott, við skulum líka tala um þetta en það var ekki alveg tekið nægilega vel í það. Við finnum alveg fyrir því að við erum pínu skrýtnar að vera ræða þetta og það sé einhver skekkja þarna.“ Íris segist þá hafa rekist á rannsókn þar sem hlutföllin milli kynja séu mjög skökk. „Konur hafa ekki jafn mikið tilkall til umræðunnar þegar kemur að sjálfsfróun eða kynlífi og eigum að vera svo dannaðar, penar og fínar,“ segir Íris sem hefur verið að safna sjálfsfróunarsögum kvenna. Íris segir að það þurfi að breyta þessari umræðu og opna þannig að konur hafi sama frelsi og karlmenn. Hér að neðan má sjá viðtalið við Írisi. Kynlíf Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Fleiri fréttir Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá meira
Listakonan Íris Stefanía Skúladóttir er bókmenntafræðingur og leikhúskona og stofnaði meðal annars leikhúsið Norðurpólinn. Íris var framkvæmdastjóri listahátíðarinnar List án landamæra og einnig lauk hún námi í hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands en í dag er hún í MFA námi í sviðslistum við Listaháskóla Íslands. Og í því námi rannsakar hún kynhegðun fólks með áherslu á kynhegðun og sjálfsfróun kvenna og er hún að gefa út bók með sjálfsfróunarsögum íslenskra kvenna. Vala Matt ræddi við Írisi í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Hún segir að umræðan um kynlíf og sjálfsfróun kvenna vera ábótavant. Karlmenn ræði þessi mál ófeimnir en konurnar virðast oft skammast sín. Konur eru aldar upp við það að þetta umræðuefni sé ekki nógu kvenlegt eða hreinlega boðlegt ungum konum á meðan strákarnir verða karlmannlegir í augum annarra þegar þeir ræða sitt kynlíf og sína sjálfsfróun og ekkert þykir sjálfsagðara.Voru skrýtnar að ræða þetta „Þetta efni hefur eiginlega alltaf verið mér mjög hugleikið og það má alveg rekja þetta alveg niður í það þegar ég er sjálf unglingur,“ segir Íris. „Þá erum við vinkonurnar að tala um sjálfsfróun og erum bara mjög öruggar í því. Svo byrjar umræðan að vera meiri í kringum okkur en það eru bara strákar að tala um þetta. Við vorum bara flott, við skulum líka tala um þetta en það var ekki alveg tekið nægilega vel í það. Við finnum alveg fyrir því að við erum pínu skrýtnar að vera ræða þetta og það sé einhver skekkja þarna.“ Íris segist þá hafa rekist á rannsókn þar sem hlutföllin milli kynja séu mjög skökk. „Konur hafa ekki jafn mikið tilkall til umræðunnar þegar kemur að sjálfsfróun eða kynlífi og eigum að vera svo dannaðar, penar og fínar,“ segir Íris sem hefur verið að safna sjálfsfróunarsögum kvenna. Íris segir að það þurfi að breyta þessari umræðu og opna þannig að konur hafi sama frelsi og karlmenn. Hér að neðan má sjá viðtalið við Írisi.
Kynlíf Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Fleiri fréttir Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá meira