Erlent

May hvetur bresku þjóðina til að styðja útgöngusáttmálann

Birgir Olgeirsson skrifar
Theresa May, forsætisráðherra Breta.
Theresa May, forsætisráðherra Breta. Vísir/Getty
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur ritað bresku þjóðinni opið bréf þar sem hún hvetur hana til að samþykkja útgöngusáttmálann við Evrópusambandið.

Greint er frá bréfinu á vef fréttaveitu Reuters en þar kemur fram að ekki sé ljóst hvort útgöngusáttmálinn njóti stuðnings innan flokks hennar.

May hefur fundað með leiðtogum Evrópusambandsins í Brussel um helgina og munu leiðtogarnir kjósa um útgöngusáttmálann á morgun. Flest bendir til þess að sáttmálinn verði samþykktur á morgun en Theresu May bíður því næst það verkefni að leggja hann fyrir breska þingið.

Í bréfi May til bresku þjóðarinnar sagðist hún ætla að berjast af lífi og sál til að koma sáttmálanum í gegnum breska þingið, en Reuters segir óljóst hvort að sáttmálinn muni njóta stuðnings þingsins vegna andstöðu sem ríkir um hann bæði innan hennar flokks og annarra flokka.

May heldur því fram í bréfinu að þessi sáttmáli sé bresku þjóðinni fyrir bestu. Hann þjóni öllum, hvort sem þeir studdu útgöngu Breta eða ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×