Juncker segir Brexit vera harmleik Atli Ísleifsson skrifar 25. nóvember 2018 09:33 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, og Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, í Brussel. Getty/Sean Gallup Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins mættu til fundar í Brussel í morgun þar sem til stendur að ganga frá og skrifa undir samninginn um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. „Þetta er sorglegur dagur. Að sjá ríki eins og Stóra-Bretland… yfirgefa ESB er ekki gleðistund eða fagnaðarmál. Þetta er sorgleg stund og þetta er harmleikur,“ sagði Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar sambandsins, þegar hann mætti til fundarins. Dalia Grybauskaite, forseti Litháen, sagðist ekki trúa því að skilnaður geti falið í sér nokkuð gott. „Það er ekkert gott í þessu, það á við báða aðila. Við erum ekki sérstaklega glöð,“ sagði Grybauskaite.Pólitísk yfirlýsing um framtíðarsamskipti Fundurinn hófst klukkan 8:30 að íslenskum tíma, en leiðtogarnir ætla sömuleiðis að samþykkja sameiginlega, pólitíska yfirlýsingu um framtíðarsamskipti Bretlands og ESB. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, birti í gær bréf til bresku þjóðarinnar þar sem hún biðlaði til hennar að fylkja sér á bakvið Brexit-samninginn. Sagði hún samninginn lofa „bjartri framtíð“ og að útgangan á næsta ári muni marka upphaf endurnýjunar og sátta fyrir Bretland.Sömdu um Gíbraltar Samkomulag náðist í gær um málefni Gíbraltar, en Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, hafði hótað því að sniðganga leiðtogafundinn í dag myndi það ekki takast. Framundan eru fleiri erfiðir dagar fyrir May sem þarf nú að sannfæra meirihluta bresks þingheims um ágæti Brexit-samningsins. Bretland mun formlega ganga úr sambandinu þann 29. mars næstkomandi. Samningurinn er hins vegar þannig að nokkur tími muni líða áður en einstaklingar og fyrirtæki munu taka eftir stærri breytingum. Sérstakur aðlögunartími tekur við við útgöngu og stendur fram til ársloka 2020, með möguleika á tveggja ára framlengingu. Á þeim tíma eiga bresk stjórnvöld og ESB að semja frekar um ýmsa þætti sem snúa að breyttum veruleika. Bretland Brexit Evrópusambandið Gíbraltar Spánn Tengdar fréttir May hvetur bresku þjóðina til að styðja útgöngusáttmálann Segir þennan sáttmála þjóna öllum, hvort sem þeir vildu vera í ESB eða ekki. 24. nóvember 2018 22:57 Spánn mun greiða atkvæði með Brexit eftir samkomulag um málefni Gíbraltar Ríkisstjórn Spánar hefur komist að samkomulagi við Bretland og Evrópusambandið um málefni Gíbraltar. 24. nóvember 2018 16:46 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins mættu til fundar í Brussel í morgun þar sem til stendur að ganga frá og skrifa undir samninginn um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. „Þetta er sorglegur dagur. Að sjá ríki eins og Stóra-Bretland… yfirgefa ESB er ekki gleðistund eða fagnaðarmál. Þetta er sorgleg stund og þetta er harmleikur,“ sagði Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar sambandsins, þegar hann mætti til fundarins. Dalia Grybauskaite, forseti Litháen, sagðist ekki trúa því að skilnaður geti falið í sér nokkuð gott. „Það er ekkert gott í þessu, það á við báða aðila. Við erum ekki sérstaklega glöð,“ sagði Grybauskaite.Pólitísk yfirlýsing um framtíðarsamskipti Fundurinn hófst klukkan 8:30 að íslenskum tíma, en leiðtogarnir ætla sömuleiðis að samþykkja sameiginlega, pólitíska yfirlýsingu um framtíðarsamskipti Bretlands og ESB. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, birti í gær bréf til bresku þjóðarinnar þar sem hún biðlaði til hennar að fylkja sér á bakvið Brexit-samninginn. Sagði hún samninginn lofa „bjartri framtíð“ og að útgangan á næsta ári muni marka upphaf endurnýjunar og sátta fyrir Bretland.Sömdu um Gíbraltar Samkomulag náðist í gær um málefni Gíbraltar, en Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, hafði hótað því að sniðganga leiðtogafundinn í dag myndi það ekki takast. Framundan eru fleiri erfiðir dagar fyrir May sem þarf nú að sannfæra meirihluta bresks þingheims um ágæti Brexit-samningsins. Bretland mun formlega ganga úr sambandinu þann 29. mars næstkomandi. Samningurinn er hins vegar þannig að nokkur tími muni líða áður en einstaklingar og fyrirtæki munu taka eftir stærri breytingum. Sérstakur aðlögunartími tekur við við útgöngu og stendur fram til ársloka 2020, með möguleika á tveggja ára framlengingu. Á þeim tíma eiga bresk stjórnvöld og ESB að semja frekar um ýmsa þætti sem snúa að breyttum veruleika.
Bretland Brexit Evrópusambandið Gíbraltar Spánn Tengdar fréttir May hvetur bresku þjóðina til að styðja útgöngusáttmálann Segir þennan sáttmála þjóna öllum, hvort sem þeir vildu vera í ESB eða ekki. 24. nóvember 2018 22:57 Spánn mun greiða atkvæði með Brexit eftir samkomulag um málefni Gíbraltar Ríkisstjórn Spánar hefur komist að samkomulagi við Bretland og Evrópusambandið um málefni Gíbraltar. 24. nóvember 2018 16:46 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
May hvetur bresku þjóðina til að styðja útgöngusáttmálann Segir þennan sáttmála þjóna öllum, hvort sem þeir vildu vera í ESB eða ekki. 24. nóvember 2018 22:57
Spánn mun greiða atkvæði með Brexit eftir samkomulag um málefni Gíbraltar Ríkisstjórn Spánar hefur komist að samkomulagi við Bretland og Evrópusambandið um málefni Gíbraltar. 24. nóvember 2018 16:46