VG og Framsókn þori ekki í hugsjónabaráttu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. nóvember 2018 06:30 Að sögn Þorgerðar Katrínar er um risamál að ræða. Fréttablaðið/Ernir Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir í grein í blaðinu í dag að breytingartillaga Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata við veiðigjaldsfrumvarp feli í sér kollvörpun með því að aflaheimildir yrðu afturkallaðar á tuttugu ára tímabili og þeim endurúthlutað. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, segir tillögurnar einfaldar. Þær kveði á um tímabundna samninga um aflahlutdeild. Það tryggi annars vegar að fiskimiðin séu sameign þjóðarinnar og hins vegar stöðugleika fyrir sjávarútvegsfyrirtæki. Að auki ganga tillögurnar út á að veiðigjald fari til þeirra landsvæða sem „hafa þurft að þola breytingar á sínu nærsamfélagi vegna uppbyggingar kerfisins“. Aðspurð um hvort breytingartillögurnar feli í sér kollvörpun segist Þorgerður Katrín hafa bent á að það sé bara tvennt í dæminu. „Annaðhvort skilja menn ekki tillöguna og það er gott og blessað. Við förum yfir hana í umræðunni á morgun [í dag]. Eða hitt, að menn eru vísvitandi, sem er mjög alvarlegt, að afbaka tillöguna. Þá spyr ég: Hverra erinda er verið að ganga? Hverjir hafa hagsmuni af því að afbaka umræðuna með þeim hætti sem verið er að gera?“ Kristján Þór tekur fram, í ljósi umræðu um að verið sé að lækka gjöldin, að í tillögunni sé ekki gerð breyting á innheimtuaðferð og álagningu sem frumvarpið kveður á um. Hann gagnrýnir að andstaðan setji ekkert fram um fyrirkomulag endurúthlutunar. Þorgerður Katrín segir að þar sem fimm prósent endurnýjun yrði á aflaheimildum á hverju ári samkvæmt tillögunni gæti núverandi ríkisstjórn endurnýjað samningana í óbreyttri mynd. Stjórnarandstaðan viti að það sé ekki meirihluti fyrir því að leggja til uppboðs- eða markaðsleið og því sé það ekki hluti af tillögunni. Að sögn Þorgerðar Katrínar fara flokkar sem vilja ekki tímabundna samninga gegn því sem allir utan Sjálfstæðisflokks hafi áður talað fyrir. „Það kemur ekki á óvart að Sjálfstæðisflokkur skuli tala svona hart gegn þessu. En það kemur á óvart að bæði Framsókn, með ráðherra sem hefur lagt fram frumvarp um þetta, og Vinstri græn, sem hafa þetta beinlínis í stefnuskránni sinni, skuli ekki taka undir þetta. Það er kannski það viðkvæma í þessu. Menn þora ekki að berjast fyrir hugsjónum sínum eða stefnu eins og Vinstri græn og Framsókn. Þau eru bara að verða undir í rimmunni við Sjálfstæðisflokkinn og að verða burðarklárinn til að berja í gegn veiðigjaldalækkun og viðhalda óbreyttu kerfi sem felur í sér raunverulega hættu á að auðlindin verði ekki lengur sjálfgefið í þjóðareigu. Það er risamál.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir í grein í blaðinu í dag að breytingartillaga Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata við veiðigjaldsfrumvarp feli í sér kollvörpun með því að aflaheimildir yrðu afturkallaðar á tuttugu ára tímabili og þeim endurúthlutað. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, segir tillögurnar einfaldar. Þær kveði á um tímabundna samninga um aflahlutdeild. Það tryggi annars vegar að fiskimiðin séu sameign þjóðarinnar og hins vegar stöðugleika fyrir sjávarútvegsfyrirtæki. Að auki ganga tillögurnar út á að veiðigjald fari til þeirra landsvæða sem „hafa þurft að þola breytingar á sínu nærsamfélagi vegna uppbyggingar kerfisins“. Aðspurð um hvort breytingartillögurnar feli í sér kollvörpun segist Þorgerður Katrín hafa bent á að það sé bara tvennt í dæminu. „Annaðhvort skilja menn ekki tillöguna og það er gott og blessað. Við förum yfir hana í umræðunni á morgun [í dag]. Eða hitt, að menn eru vísvitandi, sem er mjög alvarlegt, að afbaka tillöguna. Þá spyr ég: Hverra erinda er verið að ganga? Hverjir hafa hagsmuni af því að afbaka umræðuna með þeim hætti sem verið er að gera?“ Kristján Þór tekur fram, í ljósi umræðu um að verið sé að lækka gjöldin, að í tillögunni sé ekki gerð breyting á innheimtuaðferð og álagningu sem frumvarpið kveður á um. Hann gagnrýnir að andstaðan setji ekkert fram um fyrirkomulag endurúthlutunar. Þorgerður Katrín segir að þar sem fimm prósent endurnýjun yrði á aflaheimildum á hverju ári samkvæmt tillögunni gæti núverandi ríkisstjórn endurnýjað samningana í óbreyttri mynd. Stjórnarandstaðan viti að það sé ekki meirihluti fyrir því að leggja til uppboðs- eða markaðsleið og því sé það ekki hluti af tillögunni. Að sögn Þorgerðar Katrínar fara flokkar sem vilja ekki tímabundna samninga gegn því sem allir utan Sjálfstæðisflokks hafi áður talað fyrir. „Það kemur ekki á óvart að Sjálfstæðisflokkur skuli tala svona hart gegn þessu. En það kemur á óvart að bæði Framsókn, með ráðherra sem hefur lagt fram frumvarp um þetta, og Vinstri græn, sem hafa þetta beinlínis í stefnuskránni sinni, skuli ekki taka undir þetta. Það er kannski það viðkvæma í þessu. Menn þora ekki að berjast fyrir hugsjónum sínum eða stefnu eins og Vinstri græn og Framsókn. Þau eru bara að verða undir í rimmunni við Sjálfstæðisflokkinn og að verða burðarklárinn til að berja í gegn veiðigjaldalækkun og viðhalda óbreyttu kerfi sem felur í sér raunverulega hættu á að auðlindin verði ekki lengur sjálfgefið í þjóðareigu. Það er risamál.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira