Segja nýjar siðareglur sambandsins vonbrigði Sveinn Arnarsson skrifar 26. nóvember 2018 08:30 Líney Rut Halldórsdóttir Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Blátt áfram og sérfræðingur hjá Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, undrast að í nýsamþykktum siðareglum Íþrótta- og ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) sé ekki minnst á kynferðisofbeldi eða kynferðislega áreitni. „Ég get ekki annað sagt en að þetta séu mikil vonbrigði. Ég hefði vonast til að settur hefði verið skýr rammi um kynferðisofbeldi,“ segir Sigríður Björnsdóttir, sálfræðingur og framkvæmdastjóri Blátt áfram. „Ég myndi mæla með að þetta yrði endurskoðað þar sem dæmin sanna að þetta gerist í íþróttum eins og annars staðar og við þurfum að horfa á þetta með þeim augum að þarna er viðkvæmur hópur, börn og unglingar.“ Endurskoðaðar siðareglur íþróttasambandsins voru samþykktar á fundi framkvæmdastjórnar um miðjan mánuðinn og er aðilum sambandsins gert skylt að taka siðareglurnar til sín og setja sér hegðurnarviðmið sem falli að siðareglunum.Hafdís Inga Hinriksdóttir.Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, segir nýsamþykktar siðareglur hafa verið unnar í samvinnu við siðfræðing og að svona siðareglur geti aldrei tæpt á öllum málum. Hún telur ákvæði siðareglnanna ná vel yfir kynferðisofbeldi. „Bæði fyrsta og þriðja greinin geta vel átt við kynferðislega áreitni eða ofbeldi. Þessar siðareglur eru viðmið fyrir félög og það er ekki hægt að telja upp alla mögulega hluti í þeim,“ segir Líney Rut. Hafdís Inga Hinriksdóttir, sérfræðingur hjá Bjarkarhlíð, hefur unnið að þessum málum um nokkra hríð og skoðað sérstaklega málefni íþróttahreyfingarinnar. Hún segir afar mikilvægt að íþróttahreyfingin taki þessa tegund ofbeldis föstum tökum. „Í ljósi þeirrar umræðu sem hefur átt sér stað í íslensku samfélagi undanfarin misseri, og íþróttahreyfingin er ekkert undanskilin þeirri umræðu, hefði maður haldið að skerpa hefði átt á slíkum þáttum í siðareglum regnhlífarsamtaka íslenskra íþrótta,“ segir Hafdís Inga. „Við höfum náð miklum árangri á ýmsum sviðum íþrótta í gegnum tíðina og því er mikilvægt að ganga á undan með góðu fordæmi og skýrri sýn á að kynferðislegt og kynbundið ofbeldi eigi ekki að líðast innan íslenskra íþrótta.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri Blátt áfram og sérfræðingur hjá Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, undrast að í nýsamþykktum siðareglum Íþrótta- og ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) sé ekki minnst á kynferðisofbeldi eða kynferðislega áreitni. „Ég get ekki annað sagt en að þetta séu mikil vonbrigði. Ég hefði vonast til að settur hefði verið skýr rammi um kynferðisofbeldi,“ segir Sigríður Björnsdóttir, sálfræðingur og framkvæmdastjóri Blátt áfram. „Ég myndi mæla með að þetta yrði endurskoðað þar sem dæmin sanna að þetta gerist í íþróttum eins og annars staðar og við þurfum að horfa á þetta með þeim augum að þarna er viðkvæmur hópur, börn og unglingar.“ Endurskoðaðar siðareglur íþróttasambandsins voru samþykktar á fundi framkvæmdastjórnar um miðjan mánuðinn og er aðilum sambandsins gert skylt að taka siðareglurnar til sín og setja sér hegðurnarviðmið sem falli að siðareglunum.Hafdís Inga Hinriksdóttir.Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, segir nýsamþykktar siðareglur hafa verið unnar í samvinnu við siðfræðing og að svona siðareglur geti aldrei tæpt á öllum málum. Hún telur ákvæði siðareglnanna ná vel yfir kynferðisofbeldi. „Bæði fyrsta og þriðja greinin geta vel átt við kynferðislega áreitni eða ofbeldi. Þessar siðareglur eru viðmið fyrir félög og það er ekki hægt að telja upp alla mögulega hluti í þeim,“ segir Líney Rut. Hafdís Inga Hinriksdóttir, sérfræðingur hjá Bjarkarhlíð, hefur unnið að þessum málum um nokkra hríð og skoðað sérstaklega málefni íþróttahreyfingarinnar. Hún segir afar mikilvægt að íþróttahreyfingin taki þessa tegund ofbeldis föstum tökum. „Í ljósi þeirrar umræðu sem hefur átt sér stað í íslensku samfélagi undanfarin misseri, og íþróttahreyfingin er ekkert undanskilin þeirri umræðu, hefði maður haldið að skerpa hefði átt á slíkum þáttum í siðareglum regnhlífarsamtaka íslenskra íþrótta,“ segir Hafdís Inga. „Við höfum náð miklum árangri á ýmsum sviðum íþrótta í gegnum tíðina og því er mikilvægt að ganga á undan með góðu fordæmi og skýrri sýn á að kynferðislegt og kynbundið ofbeldi eigi ekki að líðast innan íslenskra íþrótta.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sjá meira