Viðskipti innlent

Tesla auglýsir starf á Íslandi

Andri Eysteinsson skrifar
Starfsmaðurinn þarf að til dæmis að þjónusta Tesla Model X bíla.
Starfsmaðurinn þarf að til dæmis að þjónusta Tesla Model X bíla. EPA/YONHAP
Rafbílaframleiðandinn Tesla auglýsir á vef sínum eftir umsóknum til tæknimanns. Það er ekki í frásögur færandi nema auglýst er eftir tæknimanni til starfa á Íslandi.

Í starfslýsingu segir að starfsmaðurinn skuli meðal annars annast viðhald á Tesla bifreiðum.

Auglýst er eftir starfskrafti til starfa á Íslandi.Skjáskot/TESLA
Ekkert Tesla umboð er á Íslandi en Elon Musk, forstjóri Tesla, sagði á Twitter síðu sinni í maí að hann skyldi hraða komu fyrirtækisins til Íslands.

Musk svaraði þar fyrirspurn Jóhanns G. Ólafssonar, formanns Rafbílasambands Íslands á aðgangi hans @ATeslaInICEland þar sem hann berst fyrir komu fyrirtækisins til landsins.

Hvort atvinnuauglýsingin sér merki þess að innrás Tesla á Íslandsmarkað sé á næsta leiti verður ósagt. Ljóst er að fjöldi bifreiða frá Tesla fara um götur landsins og því fylgja verkefni fyrir verðandi starfsmann Tesla á Íslandi.

Áhugasamir geta skoðað auglýsinguna og sótt um starfið hér.


Tengdar fréttir

Elon Musk vill flýta komu Tesla til Íslands

Elon Musk segist vilja flýta komu Tesla til Íslands og biðst á sama tíma afsökunar á því hve langan tíma hafi tekið fyrir Tesla að koma til Íslands.

Elon Musk stígur til hliðar sem stjórnarformaður Tesla

Elon Musk mun stíga til hliðar sem stjórnarformaður Tesla fyrirtækisins. Hann verður þó forstjóri fyrirtækisins áfram. Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna hefur sektað Tesla fyrirtækið um 20 milljónir Bandaríkjadala og Elon Musk um sömu upphæð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×