Innlent

Hótaði lögreglu öllu illu í Eyjum

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Fréttablaðið/Pjetur
Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur 23 ára karlmanni fyrir brot gegn valdstjórninni þegar hann var handtekinn í Vestmannaeyjum í febrúar síðastliðnum. Honum er gefið að sök að hafa veist að einum lögreglumanni og hótað tveimur öðrum lífláti og kynferðisofbeldi.

Ákæran er í tveimur liðum en þar segir meðal annars að maðurinn hafi bitið lögreglumann í handarbakið, með þeim afleiðingum að lögreglumaðurinn hlaut skurð á hendi.

Þá hafi hann bæði hótað henni kynferðislegu ofbeldi og sagt að hún yrði hvergi óhult, áður en hann hótaði henni og tveimur öðrum lögreglumönnum lífláti.

Farið er fram á að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×