Jónas Freydal í þrot með íshellafyrirtæki Garðar Örn Úlfarsson skrifar 27. nóvember 2018 06:45 Goecco er til húsa í Bankastræti 10. Þar eru dyr læstar. Fréttablaðið/Anton Brink Ferðaþjónustufyrirtækið Íslenskir íshellaleiðsögumenn sem selt hefur sérhæfðar íshellaskoðunarferðir undir nafninu Goecco hefur lagt upp laupana og virðist sem viðskiptavinir muni sitja eftir með sárt ennið. Sama gildir um þá sem starfað hafa fyrir Goecco. Fólki, sem ætlaði í þriggja daga ferð með Goecco um þar síðustu helgi, barst daginn áður tilkynning frá fyrirtækinu um að ekkert yrði af ferðinni. Slík ferð kostar um 1.900 Bandaríkjadali fyrir tvo, eða um 235 þúsund krónur. Miðað við færslur á TripAdvisor frá viðskiptavinum úr þessum hópi fá þeir engin svör frá fyrirtækinu. Goecco er rekið af Íslenskum íshellaleiðsögumönnum. Forsvarsmaður Goecco og Íslenskra íshellaleiðsögumanna er Jónas Freydal. Hann hefur ekki svarað símtölum og skilaboðum Fréttablaðsins. Starfsemin er skráð til húsa í Bankastræti 10. Þar er komið að læstum dyrum.Jónas Freydal hefur rekið Goecco og Íslenska íshellaleiðsögumenn ehf. um árabil.Fréttablaðið/GVAÍ færslu á TripAdvisor fyrir sex dögum segir einn viðskiptavinur frá því að hann hafi í ágúst keypt ferð með Goecco yfir jólin. „En svo fékk ég tölvupóst frá þeim í síðustu viku þar sem mér var sagt að fyrirtækið væri gjaldþrota,“ skrifar hann. Goecco hafi lagt til að hann reyndi að fá endurgreitt frá PayPal eða í gegn um greiðslukortafyrirtæki. „Vefsíðan liggur niðri. Enginn svarar tölvupóstum. Ég reyndi að hafa samband en það eru alls engin svör,“ segir viðskiptavinurinn og bætir við að vonandi fái hann að fullu endurgreitt því um nokkuð mikla peninga sé að ræða. Þessi viðskiptavinur varar síðan við því að vefsíða sem gefin sé upp á PayPal-reikningnum vegna Goecco, icecaveguides.com, sé enn virk og þar sé hægt að bóka ferðir. „En gætið ykkar. Bókið engar ferðir á þessari vefsíðu,“ skrifar hann. Annar viðskiptavinur Goecco kveðst í umsögn á TripAdvisor hafa greitt sína ferð með næstum árs fyrirvara. Þremur vikum áður en fríið eigi að hefjast hafi þau fregnað að fyrirtækið sé farið á hausinn. „Vegna þess að við bókuðum snemma vill PayPal ekki hjálpa með endurgreiðslu og bankinn ekki heldur,“ skrifar þessi viðskiptavinur og spyr hvort einhver viti um ráð til að fá endurgreitt. Í svari til Fréttablaðsins í gær segist síðastnefndi viðskiptavinurinn enn engin viðbrögð hafa fengið frá Goecco. „Það eina sem okkur hefur verið sagt er að þeir væru að lýsa yfir gjaldþroti og að þeir væru ekki með neinar ferðir því hjarðhegðunin á Íslandi væri að fella þá eins og sagði í tölvupósti,“ útskýrir hann. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtækið Íslenskir íshellaleiðsögumenn sem selt hefur sérhæfðar íshellaskoðunarferðir undir nafninu Goecco hefur lagt upp laupana og virðist sem viðskiptavinir muni sitja eftir með sárt ennið. Sama gildir um þá sem starfað hafa fyrir Goecco. Fólki, sem ætlaði í þriggja daga ferð með Goecco um þar síðustu helgi, barst daginn áður tilkynning frá fyrirtækinu um að ekkert yrði af ferðinni. Slík ferð kostar um 1.900 Bandaríkjadali fyrir tvo, eða um 235 þúsund krónur. Miðað við færslur á TripAdvisor frá viðskiptavinum úr þessum hópi fá þeir engin svör frá fyrirtækinu. Goecco er rekið af Íslenskum íshellaleiðsögumönnum. Forsvarsmaður Goecco og Íslenskra íshellaleiðsögumanna er Jónas Freydal. Hann hefur ekki svarað símtölum og skilaboðum Fréttablaðsins. Starfsemin er skráð til húsa í Bankastræti 10. Þar er komið að læstum dyrum.Jónas Freydal hefur rekið Goecco og Íslenska íshellaleiðsögumenn ehf. um árabil.Fréttablaðið/GVAÍ færslu á TripAdvisor fyrir sex dögum segir einn viðskiptavinur frá því að hann hafi í ágúst keypt ferð með Goecco yfir jólin. „En svo fékk ég tölvupóst frá þeim í síðustu viku þar sem mér var sagt að fyrirtækið væri gjaldþrota,“ skrifar hann. Goecco hafi lagt til að hann reyndi að fá endurgreitt frá PayPal eða í gegn um greiðslukortafyrirtæki. „Vefsíðan liggur niðri. Enginn svarar tölvupóstum. Ég reyndi að hafa samband en það eru alls engin svör,“ segir viðskiptavinurinn og bætir við að vonandi fái hann að fullu endurgreitt því um nokkuð mikla peninga sé að ræða. Þessi viðskiptavinur varar síðan við því að vefsíða sem gefin sé upp á PayPal-reikningnum vegna Goecco, icecaveguides.com, sé enn virk og þar sé hægt að bóka ferðir. „En gætið ykkar. Bókið engar ferðir á þessari vefsíðu,“ skrifar hann. Annar viðskiptavinur Goecco kveðst í umsögn á TripAdvisor hafa greitt sína ferð með næstum árs fyrirvara. Þremur vikum áður en fríið eigi að hefjast hafi þau fregnað að fyrirtækið sé farið á hausinn. „Vegna þess að við bókuðum snemma vill PayPal ekki hjálpa með endurgreiðslu og bankinn ekki heldur,“ skrifar þessi viðskiptavinur og spyr hvort einhver viti um ráð til að fá endurgreitt. Í svari til Fréttablaðsins í gær segist síðastnefndi viðskiptavinurinn enn engin viðbrögð hafa fengið frá Goecco. „Það eina sem okkur hefur verið sagt er að þeir væru að lýsa yfir gjaldþroti og að þeir væru ekki með neinar ferðir því hjarðhegðunin á Íslandi væri að fella þá eins og sagði í tölvupósti,“ útskýrir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira