Carlsen spilar fótbolta til að hvíla sig fyrir bráðabana á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 27. nóvember 2018 12:45 Magnús Carlsen í gær. AP/Matt Dunham Það ræðst á morgun hver verður næsti heimsmeistari í skák en núverandi heimsmeistari og áskorandi hans gerðu jafntefli í öllum tólf skákum einvígis um titilinn í Lundúnum og eru því jafnir að stigum. Formaður Skáksambands Íslands telur líklegra að Magnús Carlesen hafi betur. Heimsmeistaraeinvígið í skák hófst í Lundúnum hinn 9. nóvember þar sem bandaríski áskorandinn Fabiano Caruana sækir hart að heimsmeistaranum Magnúsi Carlsen. Reglurnar eru þær að sá sem fær fyrstur sex og hálfan vinning vinnur titilinn en nú standa þeir hvor um sig með sex vinninga. Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands segir það aldrei hafa gerst áður að heimsmeistaraeinvígi ljúki með jafntefli í öllum tólf skákunum, en hann er kominn til Lundúna til að fylgjast með.„Þetta er mjög vel teflt einvígi en Carlsen olli miklum vonbrigðum í gær þegar hann semur í lokastöðunni sem flestir telja að hann hafi átt einhverja vinningsmöguleika í. Það er eins og hann hafi frekar kosið að taka bráðabanann og treysta á sigur sinn í styttri skákunum. Gary Kasparov er þegar búinn að skjóta á hann á Twitter. Fannst þetta lélegt hjá honum,“ segir Gunnar. Ákvörðun Carlesen hafi komið öllum á óvart. Nú tekur við bráðabani á morgun þar sem fyrst verða tefldar fjórar klukkustunda langar atskákir en Carlsen er almennt talinn betri í stuttum skákum en Caruana. „Verði enn þá jafnt tefla þeir áfram hraðskákir með styttri umhugsunartíma. Fyrst byrja þér á fjögurra skáka einvígi og eftir það taka þeir tveggja skáka einvígi þar til úrslit nást. Það liggur fyrir annað kvöld hver verður heimsmeistari í skák,“ segir Gunnar. Gunnar segir andrúmsloftið á mótstað því rafmagnað en í dag hvíla þeir Carlsen og Caruana sig og ætlar Magnús eins og oft áður að spila fótbolta til að ná að gleyma skákinni um sinn.Caruana hefur náð að taka hann af taugum? „Já Caruana virðist taugalaus og búinn að koma vel út úr þessu einvígi. Búinn að tefla mjög vel. Ég myndi samt setja 60/40 á Carlsen, eitthvað svoleiðis, 55 til 60 á hann,“ segir Gunnar Björnsson. En vinni Caruana verður hann annar Bandaríkjamaðurinn til að verða heimsmeistari í skák frá því Bobby Fisher varð heimsmeistari í Reykjavík árið 1972. Skák Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Sjá meira
Það ræðst á morgun hver verður næsti heimsmeistari í skák en núverandi heimsmeistari og áskorandi hans gerðu jafntefli í öllum tólf skákum einvígis um titilinn í Lundúnum og eru því jafnir að stigum. Formaður Skáksambands Íslands telur líklegra að Magnús Carlesen hafi betur. Heimsmeistaraeinvígið í skák hófst í Lundúnum hinn 9. nóvember þar sem bandaríski áskorandinn Fabiano Caruana sækir hart að heimsmeistaranum Magnúsi Carlsen. Reglurnar eru þær að sá sem fær fyrstur sex og hálfan vinning vinnur titilinn en nú standa þeir hvor um sig með sex vinninga. Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands segir það aldrei hafa gerst áður að heimsmeistaraeinvígi ljúki með jafntefli í öllum tólf skákunum, en hann er kominn til Lundúna til að fylgjast með.„Þetta er mjög vel teflt einvígi en Carlsen olli miklum vonbrigðum í gær þegar hann semur í lokastöðunni sem flestir telja að hann hafi átt einhverja vinningsmöguleika í. Það er eins og hann hafi frekar kosið að taka bráðabanann og treysta á sigur sinn í styttri skákunum. Gary Kasparov er þegar búinn að skjóta á hann á Twitter. Fannst þetta lélegt hjá honum,“ segir Gunnar. Ákvörðun Carlesen hafi komið öllum á óvart. Nú tekur við bráðabani á morgun þar sem fyrst verða tefldar fjórar klukkustunda langar atskákir en Carlsen er almennt talinn betri í stuttum skákum en Caruana. „Verði enn þá jafnt tefla þeir áfram hraðskákir með styttri umhugsunartíma. Fyrst byrja þér á fjögurra skáka einvígi og eftir það taka þeir tveggja skáka einvígi þar til úrslit nást. Það liggur fyrir annað kvöld hver verður heimsmeistari í skák,“ segir Gunnar. Gunnar segir andrúmsloftið á mótstað því rafmagnað en í dag hvíla þeir Carlsen og Caruana sig og ætlar Magnús eins og oft áður að spila fótbolta til að ná að gleyma skákinni um sinn.Caruana hefur náð að taka hann af taugum? „Já Caruana virðist taugalaus og búinn að koma vel út úr þessu einvígi. Búinn að tefla mjög vel. Ég myndi samt setja 60/40 á Carlsen, eitthvað svoleiðis, 55 til 60 á hann,“ segir Gunnar Björnsson. En vinni Caruana verður hann annar Bandaríkjamaðurinn til að verða heimsmeistari í skák frá því Bobby Fisher varð heimsmeistari í Reykjavík árið 1972.
Skák Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Sjá meira