Lýðræðið í hættu vegna nethegðunar Íslendinga Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 28. nóvember 2018 06:00 Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar. Fréttablaðið/ERNIR Íslenska þjóðin er sérstaklega viðkvæm gagnvart mögulegri atlögu að lýðræðislegum kosningum með misnotkun persónuupplýsinga á samfélagsmiðlum, að mati Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar. „Staðreyndin er sú að hér erum við með heila þjóð sem notar sama samfélagsmiðilinn. Níu af hverjum tíu fullorðnum einstaklingum hér á landi notar sama samfélagsmiðilinn, Facebook,“ segir Helga sem lauk í vikunni fundaferð um landið ásamt helstu sérfræðingum Persónuverndar til að kynna nýja persónuverndarlöggjöf. Á fundum sínum um landið ræddi hún meðal annars þær áskoranir sem nýju lögunum er ætlað að ná utan um, þar á meðal þær hættur sem mikil vinnsla persónuupplýsinga stórfyrirtækja getur skapað lýðræðinu. „Fólk áttar sig ekki á því að allt sem við deilum með Facebook fer í gagnabanka og er rýnt. Hvort sem það eru óskir og þrár, draumar og vonir okkar sem við deilum, að mestu leyti á þessum eina samfélagsmiðli. Við þetta bætist svo kaupsagan og önnur nethegðun, kvikmyndasmekkur, tónlistarsmekkur og svo framvegis. Allt fer þetta í gagnabanka og svo fáum við tilboð frá aðilum sem við vissum ekki að væru að fylgjast með okkur, en tilboðin koma til okkar á grundvelli flókinna algríma sem við vitum ekki hvernig virka.“ Aðspurð segir Helga íslensku þjóðina sérstaklega viðkvæma sem heild; bæði vegna smæðar sinnar og hversu einsleit notkun samfélagsmiðla er hér á landi. Hún bendir á hvernig Cambridge Analytica fór að. „Þar var einn maður sem þróaði persónuleikaforrit og sannfærði 300 þúsund manns um að setja það upp hjá sér. Þessi fjöldi jafngildir í rauninni bara íslensku þjóðinni á Facebook,“ segir Helga og rifjar upp hvernig fyrirtækið komst yfir upplýsingar, ekki aðeins þessara notenda, heldur einnig vina þeirra þannig að í heildina náði fyrirtækið aðgangi að 87 milljónum einstaklinga um allan heim án þess að þeir vissu af því. „Unnið var með lækin og auglýsingar svo sendar á fólk nákvæmlega eftir hegðun þess og því hvernig fótspor það skildi eftir sig á internetinu. Þetta voru sömu upplýsingar og unnið var með til að hafa áhrif á hvernig fólk kaus í Brexit-kosningunni í Bretlandi,“ segir Helga. Aðspurð segir Helga að Persónuvernd velti fyrir sér starfsemi ákveðinna fyrirtækja á Íslandi, bæði í tengslum við framkvæmd kosninga og einnig hvað varðar markaðssetningu með notkun samfélagsmiðla. Það er ýmislegt sem bendir til þess að slík starfsemi sé að færast í aukana hér á landi. Helga segir að mögulega þurfi að setja ákvæði í lög hér á landi um notkun persónuupplýsinga í aðdraganda kosninga. Persónuvernd hafi ákveðna anga af þessum málum til skoðunar. „Það verða engar kosningar eins hér eftir með tilkomu samfélagsmiðlanna.“ Birtist í Fréttablaðinu Persónuvernd Tækni Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Sjá meira
Íslenska þjóðin er sérstaklega viðkvæm gagnvart mögulegri atlögu að lýðræðislegum kosningum með misnotkun persónuupplýsinga á samfélagsmiðlum, að mati Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar. „Staðreyndin er sú að hér erum við með heila þjóð sem notar sama samfélagsmiðilinn. Níu af hverjum tíu fullorðnum einstaklingum hér á landi notar sama samfélagsmiðilinn, Facebook,“ segir Helga sem lauk í vikunni fundaferð um landið ásamt helstu sérfræðingum Persónuverndar til að kynna nýja persónuverndarlöggjöf. Á fundum sínum um landið ræddi hún meðal annars þær áskoranir sem nýju lögunum er ætlað að ná utan um, þar á meðal þær hættur sem mikil vinnsla persónuupplýsinga stórfyrirtækja getur skapað lýðræðinu. „Fólk áttar sig ekki á því að allt sem við deilum með Facebook fer í gagnabanka og er rýnt. Hvort sem það eru óskir og þrár, draumar og vonir okkar sem við deilum, að mestu leyti á þessum eina samfélagsmiðli. Við þetta bætist svo kaupsagan og önnur nethegðun, kvikmyndasmekkur, tónlistarsmekkur og svo framvegis. Allt fer þetta í gagnabanka og svo fáum við tilboð frá aðilum sem við vissum ekki að væru að fylgjast með okkur, en tilboðin koma til okkar á grundvelli flókinna algríma sem við vitum ekki hvernig virka.“ Aðspurð segir Helga íslensku þjóðina sérstaklega viðkvæma sem heild; bæði vegna smæðar sinnar og hversu einsleit notkun samfélagsmiðla er hér á landi. Hún bendir á hvernig Cambridge Analytica fór að. „Þar var einn maður sem þróaði persónuleikaforrit og sannfærði 300 þúsund manns um að setja það upp hjá sér. Þessi fjöldi jafngildir í rauninni bara íslensku þjóðinni á Facebook,“ segir Helga og rifjar upp hvernig fyrirtækið komst yfir upplýsingar, ekki aðeins þessara notenda, heldur einnig vina þeirra þannig að í heildina náði fyrirtækið aðgangi að 87 milljónum einstaklinga um allan heim án þess að þeir vissu af því. „Unnið var með lækin og auglýsingar svo sendar á fólk nákvæmlega eftir hegðun þess og því hvernig fótspor það skildi eftir sig á internetinu. Þetta voru sömu upplýsingar og unnið var með til að hafa áhrif á hvernig fólk kaus í Brexit-kosningunni í Bretlandi,“ segir Helga. Aðspurð segir Helga að Persónuvernd velti fyrir sér starfsemi ákveðinna fyrirtækja á Íslandi, bæði í tengslum við framkvæmd kosninga og einnig hvað varðar markaðssetningu með notkun samfélagsmiðla. Það er ýmislegt sem bendir til þess að slík starfsemi sé að færast í aukana hér á landi. Helga segir að mögulega þurfi að setja ákvæði í lög hér á landi um notkun persónuupplýsinga í aðdraganda kosninga. Persónuvernd hafi ákveðna anga af þessum málum til skoðunar. „Það verða engar kosningar eins hér eftir með tilkomu samfélagsmiðlanna.“
Birtist í Fréttablaðinu Persónuvernd Tækni Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Sjá meira