Guðlagur hvatti Breta til samstöðu í Newsnight Birgir Olgeirsson skrifar 28. nóvember 2018 07:50 Guðlaugur Þór í Newsnight sem er á dagskrá BBC. Newsnight Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, sagðist fagna þeirri hugmynd að Bretar fái inngöngu í Fríverslunarsamtök Evrópu, EFTA, við útgönguna úr Evrópusambandinu. Þetta sagði Guðlaugur Þór í þættinum Newsnight á dagskrá breska ríkissjónvarpsins BBC. Hann tók Ísland sem dæmi um land sem er hluti af Fríverslunarsamtökum Evrópu og hvernig það nýtir sér samninga sem gilda á evrópska efnahagssvæðinu en getur um leið gert sína eigin fríverslunarsamninga við önnur lönd í heiminum.Hann sagði í Newsnight að ekki væri meirihluti fyrir aðild að Evrópusambandinu á meðal Íslendinga."We would be very positive towards the idea of the UK joining EFTA or the EEA- you are the ones that started the organisation"Iceland's Foreign Minister Guðlaugur Þór Þórðarson on the @NickBoles plan to join the EEA/EFTA#newsnight | @GudlaugurThorhttps://t.co/HcPueQ5Axx pic.twitter.com/4L1a2nRNAg— BBC Newsnight (@BBCNewsnight) November 27, 2018 Guðlaugur bætti því við að hann hefði ekki áhyggjur af framtíð EFTA ef Bretar fengju þar inn og sagðist fremur jákvæður fyrir þeirri hugmynd. „Ég tala hér vitaskuld fyrir sjálfan mig og við munum ekki skipta okkur af breskri pólitík,“ bætti Guðlaugur við. Hann benti þó á að Bretar hefðu komið að stofnun EFTA og þá hefði umræðan verið sú sama. Bretar vildu stunda viðskipti við umheiminn en ekki tilheyra tollabandalagi.If the UK joined EFTA - would it blow it apart? No, says Iceland's Foreign Minister Guðlaugur Þór Þórðarson.“The most important thing is the people... we should be constructive when we think about solutions” #newsnight | @GudlaugurThor | @maitlis | https://t.co/HcPueQ5Axx pic.twitter.com/eu2MCcokk8— BBC Newsnight (@BBCNewsnight) November 27, 2018 Guðlaugur lagði áherslu á að breskir flokkar ættu að vera uppbyggilegir í nálgun þegar þeir huguðu að lausnum á framtíð Bretlands og ekki stofna til vandræða. Hann sagði að þjóðir sem deila sömu sýn í Evrópu ættu að standa saman. „Það mikilvæga er að Bretland er ekki að yfirgefa Evrópu og í Evrópu höfum við nokkur lög af samstarfi.“ Bretland Brexit Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fleiri fréttir Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, sagðist fagna þeirri hugmynd að Bretar fái inngöngu í Fríverslunarsamtök Evrópu, EFTA, við útgönguna úr Evrópusambandinu. Þetta sagði Guðlaugur Þór í þættinum Newsnight á dagskrá breska ríkissjónvarpsins BBC. Hann tók Ísland sem dæmi um land sem er hluti af Fríverslunarsamtökum Evrópu og hvernig það nýtir sér samninga sem gilda á evrópska efnahagssvæðinu en getur um leið gert sína eigin fríverslunarsamninga við önnur lönd í heiminum.Hann sagði í Newsnight að ekki væri meirihluti fyrir aðild að Evrópusambandinu á meðal Íslendinga."We would be very positive towards the idea of the UK joining EFTA or the EEA- you are the ones that started the organisation"Iceland's Foreign Minister Guðlaugur Þór Þórðarson on the @NickBoles plan to join the EEA/EFTA#newsnight | @GudlaugurThorhttps://t.co/HcPueQ5Axx pic.twitter.com/4L1a2nRNAg— BBC Newsnight (@BBCNewsnight) November 27, 2018 Guðlaugur bætti því við að hann hefði ekki áhyggjur af framtíð EFTA ef Bretar fengju þar inn og sagðist fremur jákvæður fyrir þeirri hugmynd. „Ég tala hér vitaskuld fyrir sjálfan mig og við munum ekki skipta okkur af breskri pólitík,“ bætti Guðlaugur við. Hann benti þó á að Bretar hefðu komið að stofnun EFTA og þá hefði umræðan verið sú sama. Bretar vildu stunda viðskipti við umheiminn en ekki tilheyra tollabandalagi.If the UK joined EFTA - would it blow it apart? No, says Iceland's Foreign Minister Guðlaugur Þór Þórðarson.“The most important thing is the people... we should be constructive when we think about solutions” #newsnight | @GudlaugurThor | @maitlis | https://t.co/HcPueQ5Axx pic.twitter.com/eu2MCcokk8— BBC Newsnight (@BBCNewsnight) November 27, 2018 Guðlaugur lagði áherslu á að breskir flokkar ættu að vera uppbyggilegir í nálgun þegar þeir huguðu að lausnum á framtíð Bretlands og ekki stofna til vandræða. Hann sagði að þjóðir sem deila sömu sýn í Evrópu ættu að standa saman. „Það mikilvæga er að Bretland er ekki að yfirgefa Evrópu og í Evrópu höfum við nokkur lög af samstarfi.“
Bretland Brexit Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fleiri fréttir Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Sjá meira