Flugmennirnir börðust við flugvélina frá upphafi til enda Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. nóvember 2018 09:15 Getty/Donal Husni Gögn úr flugritum Lion Air flugvélarinnar sem hrapaði til sjávar í síðasta mánuði sýna að flugmenn börðust við flugvélina sjálfa um stjórn á henni alveg frá flugtaki þangað til hún hrapaði ellefu mínútum síðar. Þetta kemur fram í bráðabirgðaniðurstöðum rannsóknarnefndar flugslysa í Indónesíu en fjallað er um málið á vef New York Times. Á blaðamannafundi í nótt sögðu embættismenn einnig að flugvélin hafi ekki verið flughæf vegna tæknibilana í fyrri flugferðum. Bilun hafi meðal annars komið upp í næstsíðustu flugferð vélarinnar. Vélin sem hrapaði, sem er af gerðinni Boeing 737 Max, var glæný.Sjá einnig: Segja Boeing hafa þagað um gallannAlls létust 189 er flugvélin steyptist til jarðar skömmu eftir flugtak. Gögn úr flugritum vélarinnar sýna að flugmennirnir reyndu ítrekað að bjarga flugvélinni er nefi hennar var þrýst niður, líklega af völdum bilaðra skynjara í vélinni.„Flugmennirnir börðust allt til enda,“ sagði Nurcahyo Utomo, yfirmaður rannsóknarnefndarinnar.Sjá einnig: Flugmönnum 737-Max ráðlagt að fylgja handbókinniGögnin sýna að sjálfstýring vélarinnar þrýsti nefi flugvélarinnar niður í yfir tuttugu skipti áður en að flugmennirnir misstu stjórn á henni og vélin hrapaði til sjávar.Boeing 737 Max 8 og Max 9-vélarnar eru búnar nemum sem greina hvort flugmenn slysist til að hækka flugið óeðlilega hratt. Vélin grípur þá sjálf inn í og lækkar flugið. Í frétt New York Times segir að gögnin úr flugritunum þyki renna stoðum undir þá kenningu rannsakenda að þessi nemi hafi bilað eða lesið upplýsingar vitlaust um borð í flugvél Lion Air, með fyrrgreindum afleiðingum. Asía Fréttir af flugi Tengdar fréttir Óttast um afdrif 189 farþega Lion Air Flugmálayfirvöld staðfesta að vélin sé horfin og að 189 hafi verið um borð 29. október 2018 03:46 Segja Boeing hafa þagað um gallann Flugvélaframleiðandi Boeing er sagður hafa setið á upplýsingum um gallann sem talinn er hafa valdið því að 737 Max-vél Lion Air fórst í lok síðasta mánaðar. 13. nóvember 2018 11:49 Flugmönnum 737-Max ráðlagt að fylgja handbókinni Flugvélaframleiðandinn Boeing hefur sent Icelandair og öðrum flugfélögum sem fljúga 737 Max-vélum félagsins leiðbeiningar um hvernig skuli bregðast við gallanum sem talið er að hafi leitt til hraps vélar Lion Air á dögunum. 7. nóvember 2018 12:02 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
Gögn úr flugritum Lion Air flugvélarinnar sem hrapaði til sjávar í síðasta mánuði sýna að flugmenn börðust við flugvélina sjálfa um stjórn á henni alveg frá flugtaki þangað til hún hrapaði ellefu mínútum síðar. Þetta kemur fram í bráðabirgðaniðurstöðum rannsóknarnefndar flugslysa í Indónesíu en fjallað er um málið á vef New York Times. Á blaðamannafundi í nótt sögðu embættismenn einnig að flugvélin hafi ekki verið flughæf vegna tæknibilana í fyrri flugferðum. Bilun hafi meðal annars komið upp í næstsíðustu flugferð vélarinnar. Vélin sem hrapaði, sem er af gerðinni Boeing 737 Max, var glæný.Sjá einnig: Segja Boeing hafa þagað um gallannAlls létust 189 er flugvélin steyptist til jarðar skömmu eftir flugtak. Gögn úr flugritum vélarinnar sýna að flugmennirnir reyndu ítrekað að bjarga flugvélinni er nefi hennar var þrýst niður, líklega af völdum bilaðra skynjara í vélinni.„Flugmennirnir börðust allt til enda,“ sagði Nurcahyo Utomo, yfirmaður rannsóknarnefndarinnar.Sjá einnig: Flugmönnum 737-Max ráðlagt að fylgja handbókinniGögnin sýna að sjálfstýring vélarinnar þrýsti nefi flugvélarinnar niður í yfir tuttugu skipti áður en að flugmennirnir misstu stjórn á henni og vélin hrapaði til sjávar.Boeing 737 Max 8 og Max 9-vélarnar eru búnar nemum sem greina hvort flugmenn slysist til að hækka flugið óeðlilega hratt. Vélin grípur þá sjálf inn í og lækkar flugið. Í frétt New York Times segir að gögnin úr flugritunum þyki renna stoðum undir þá kenningu rannsakenda að þessi nemi hafi bilað eða lesið upplýsingar vitlaust um borð í flugvél Lion Air, með fyrrgreindum afleiðingum.
Asía Fréttir af flugi Tengdar fréttir Óttast um afdrif 189 farþega Lion Air Flugmálayfirvöld staðfesta að vélin sé horfin og að 189 hafi verið um borð 29. október 2018 03:46 Segja Boeing hafa þagað um gallann Flugvélaframleiðandi Boeing er sagður hafa setið á upplýsingum um gallann sem talinn er hafa valdið því að 737 Max-vél Lion Air fórst í lok síðasta mánaðar. 13. nóvember 2018 11:49 Flugmönnum 737-Max ráðlagt að fylgja handbókinni Flugvélaframleiðandinn Boeing hefur sent Icelandair og öðrum flugfélögum sem fljúga 737 Max-vélum félagsins leiðbeiningar um hvernig skuli bregðast við gallanum sem talið er að hafi leitt til hraps vélar Lion Air á dögunum. 7. nóvember 2018 12:02 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
Óttast um afdrif 189 farþega Lion Air Flugmálayfirvöld staðfesta að vélin sé horfin og að 189 hafi verið um borð 29. október 2018 03:46
Segja Boeing hafa þagað um gallann Flugvélaframleiðandi Boeing er sagður hafa setið á upplýsingum um gallann sem talinn er hafa valdið því að 737 Max-vél Lion Air fórst í lok síðasta mánaðar. 13. nóvember 2018 11:49
Flugmönnum 737-Max ráðlagt að fylgja handbókinni Flugvélaframleiðandinn Boeing hefur sent Icelandair og öðrum flugfélögum sem fljúga 737 Max-vélum félagsins leiðbeiningar um hvernig skuli bregðast við gallanum sem talið er að hafi leitt til hraps vélar Lion Air á dögunum. 7. nóvember 2018 12:02