Segir lífeyrissjóðina ekki mega stjórnast af þvingunum Birgir Olgeirsson skrifar 28. nóvember 2018 11:30 Guðrún Hafsteinsdóttir segist eiga erfitt með að sjá hvernig hugmyndir Ragnars Þórs Ingólfssonar eiga að ganga upp. fbl/Ernir „Ég held að Ragnar Þór verði að útskýra örlítið betur hvað hann meinar með þessum orðum,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður stjórnar Landssamtaka Lífeyrissjóða. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður stéttarfélagsins VR, gaf til kynna í fréttaskýringaþættinum Kveik í gær að verkalýðshreyfingin gæti beitt fyrir sig áhrifum í lífeyrissjóðskerfinu til að knýja á um kröfum sínar í kjarasamningsviðræðum. Þannig gæti hún látið fulltrúa sem hún tilnefnir í stjórnir lífeyrissjóða „skrúfa fyrir“ fjárfestingar sjóðanna á meðan óvissa ríkti eða samningar væru lausir. Guðrún, sem einnig er stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna, segir þá sem tilnefna fólk í stjórnir lífeyrissjóða ekki hafa boðvald yfir þeim. Stjórnarmenn hafi það hlutverk að gæta einungis hagsmuna sjóðsfélaga.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.Starfsemi sjóðanna sé bundin í lög og lífeyrissjóðir starfi samkvæmt lögum. „Og við sem störfum í kerfinu, okkur ber skylda til að setja hagsmuni sjóðsfélaga ofar öðru,“ segir Guðrún.Eitt mesta gæfaspor sem hefur verið stigið Ef skrúfað verður fyrir fjárfestingar lífeyrissjóða þá bregðist lífeyrissjóðirnir lögbundnu hlutverki sínu sem snýr að því að ávaxta lífeyrisgreiðslur sjóðsfélaga. Lögbundið hlutverk sjóðanna sé að taka á móti iðgjöldum, ávaxta það og greiða út lífeyri þegar starfsævi viðkomandi sjóðsfélaga líkur. „Ég vil minna á að það voru samtök launþega og atvinnurekendur sem komu þessu lífeyrissjóðskerfi á fót í kjarasamningum árið 1969. Það var eitt mesta gæfuspor sem stigið hefur verið í íslensku samfélagi,“ segir Guðrún. Hún segir það fyrirkomulag, að launþegar og atvinnurekendur skipi í stjórn lífeyrissjóða, hafi gefist afskaplega vel.Guðrún segir að ef skrúfað verður fyrir fjárfestingar lífeyrissjóða þá bregðist lífeyrissjóðirnir lögbundnu hlutverki sínu sem snýr að því að ávaxta lífeyrisgreiðslur sjóðsfélaga.Vísir/Vilhelm„Þegar að samtök launþega og samtök atvinnurekenda hafa skipað í sjóðinn, hafa þeir ekki boðvald yfir því fólki sem þar situr. Sjóðsfélagar verða að hafa vissu fyrir því að stjórnarmenn séu óháðir í sínum störfum og hver einasti stjórnarmaður, sama hvaðan hann kemur, hann vinnur með hagsmuni sjóðsfélaga allra. Þetta er nákvæmlega eins og í öðrum félögum, hvort sem þau eru skráð félög eða einkahlutafélögum. Nú sit ég í nokkrum stjórnum og það er alveg sama hver hefur skipað mig í þá stjórn, ég hef það lögbundna hlutverk að starfa í þágu allra hluthafa og í þessu tilfelli allra sjóðsfélaga.“Mega ekki hlaupa eftir skipunum út í bæ Hún segir að í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna starfi þéttur hópur sem skipaður var til jafns af launþegum og atvinnurekendum. „Þar höfum við það eitt markmið, það eru hagsmunir sjóðsfélaga allra og það eru ekki hagsmunir sjóðsfélaga ef að sjóðirnir ætla að fara að skrúfa fyrir fjárfestingar,“ segir Guðrún. Með því væru stjórnarmenn að bregðast því trausti sem þeim væri falið. „Stjórnarmenn verða að gæta því að starfa eftir eigin sannfæringu og mega ekki undir nokkrum kringumstæðum hlaupa eftir skipunum út í bæ eða utanaðkomandi þvingunum. Hvað heldur þú að myndi gerast ef ég færi að hlaupa eftir ákvörðunum einhverra aðila úti í bæ? Þetta gengur ekki upp. Þarna verðum við að greina algjörlega á milli.“Eitt sterkasta lífeyriskerfi í heimi Hún segir Íslendinga geta verið stolta af því lífeyrissjóðskerfi sem launþegar og atvinnurekendur hafa byggt upp saman. „Þetta er eitt sterkasta lífeyriskerfi í heimi. Það er ekki orðið fullþroska, það á eftir tíu ár til að ná þeim þroska. Við getum verið stolt hversu vel við höfum haldið utan um það og ég vil hvetja til þess að við umgöngumst sjóðina af mikilli varfærni. Við gerum engar kollsteypur, þetta er síbreytilegt kerfi og lífið er síbreytilegt. Ef við viljum breyta einhverju í kerfinu eigum við að gera það hægt, rólega, en örugglega. Og ef við viljum breyta, þá gerum við það í kjarasamningum.“ Kjaramál Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Allt tal um skærur á vinnumarkaði ótímabært að mati SA Framkvæmdastjóri SA bregst við ummælum formanna VR og Eflingar um stéttastríð og möguleikann á að skrúfað verði fyrir fjárfestingar lífeyrissjóða í kjarabaráttu þeirra. 27. nóvember 2018 21:48 Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar Formaður VR veltir upp möguleikanum á að verkalýðshreyfingin stöðvi fjárfestingar lífeyrissjóða til að knýja á um kröfur sínar í kjarasamningsviðræðum. 27. nóvember 2018 20:50 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
„Ég held að Ragnar Þór verði að útskýra örlítið betur hvað hann meinar með þessum orðum,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður stjórnar Landssamtaka Lífeyrissjóða. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður stéttarfélagsins VR, gaf til kynna í fréttaskýringaþættinum Kveik í gær að verkalýðshreyfingin gæti beitt fyrir sig áhrifum í lífeyrissjóðskerfinu til að knýja á um kröfum sínar í kjarasamningsviðræðum. Þannig gæti hún látið fulltrúa sem hún tilnefnir í stjórnir lífeyrissjóða „skrúfa fyrir“ fjárfestingar sjóðanna á meðan óvissa ríkti eða samningar væru lausir. Guðrún, sem einnig er stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna, segir þá sem tilnefna fólk í stjórnir lífeyrissjóða ekki hafa boðvald yfir þeim. Stjórnarmenn hafi það hlutverk að gæta einungis hagsmuna sjóðsfélaga.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.Starfsemi sjóðanna sé bundin í lög og lífeyrissjóðir starfi samkvæmt lögum. „Og við sem störfum í kerfinu, okkur ber skylda til að setja hagsmuni sjóðsfélaga ofar öðru,“ segir Guðrún.Eitt mesta gæfaspor sem hefur verið stigið Ef skrúfað verður fyrir fjárfestingar lífeyrissjóða þá bregðist lífeyrissjóðirnir lögbundnu hlutverki sínu sem snýr að því að ávaxta lífeyrisgreiðslur sjóðsfélaga. Lögbundið hlutverk sjóðanna sé að taka á móti iðgjöldum, ávaxta það og greiða út lífeyri þegar starfsævi viðkomandi sjóðsfélaga líkur. „Ég vil minna á að það voru samtök launþega og atvinnurekendur sem komu þessu lífeyrissjóðskerfi á fót í kjarasamningum árið 1969. Það var eitt mesta gæfuspor sem stigið hefur verið í íslensku samfélagi,“ segir Guðrún. Hún segir það fyrirkomulag, að launþegar og atvinnurekendur skipi í stjórn lífeyrissjóða, hafi gefist afskaplega vel.Guðrún segir að ef skrúfað verður fyrir fjárfestingar lífeyrissjóða þá bregðist lífeyrissjóðirnir lögbundnu hlutverki sínu sem snýr að því að ávaxta lífeyrisgreiðslur sjóðsfélaga.Vísir/Vilhelm„Þegar að samtök launþega og samtök atvinnurekenda hafa skipað í sjóðinn, hafa þeir ekki boðvald yfir því fólki sem þar situr. Sjóðsfélagar verða að hafa vissu fyrir því að stjórnarmenn séu óháðir í sínum störfum og hver einasti stjórnarmaður, sama hvaðan hann kemur, hann vinnur með hagsmuni sjóðsfélaga allra. Þetta er nákvæmlega eins og í öðrum félögum, hvort sem þau eru skráð félög eða einkahlutafélögum. Nú sit ég í nokkrum stjórnum og það er alveg sama hver hefur skipað mig í þá stjórn, ég hef það lögbundna hlutverk að starfa í þágu allra hluthafa og í þessu tilfelli allra sjóðsfélaga.“Mega ekki hlaupa eftir skipunum út í bæ Hún segir að í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna starfi þéttur hópur sem skipaður var til jafns af launþegum og atvinnurekendum. „Þar höfum við það eitt markmið, það eru hagsmunir sjóðsfélaga allra og það eru ekki hagsmunir sjóðsfélaga ef að sjóðirnir ætla að fara að skrúfa fyrir fjárfestingar,“ segir Guðrún. Með því væru stjórnarmenn að bregðast því trausti sem þeim væri falið. „Stjórnarmenn verða að gæta því að starfa eftir eigin sannfæringu og mega ekki undir nokkrum kringumstæðum hlaupa eftir skipunum út í bæ eða utanaðkomandi þvingunum. Hvað heldur þú að myndi gerast ef ég færi að hlaupa eftir ákvörðunum einhverra aðila úti í bæ? Þetta gengur ekki upp. Þarna verðum við að greina algjörlega á milli.“Eitt sterkasta lífeyriskerfi í heimi Hún segir Íslendinga geta verið stolta af því lífeyrissjóðskerfi sem launþegar og atvinnurekendur hafa byggt upp saman. „Þetta er eitt sterkasta lífeyriskerfi í heimi. Það er ekki orðið fullþroska, það á eftir tíu ár til að ná þeim þroska. Við getum verið stolt hversu vel við höfum haldið utan um það og ég vil hvetja til þess að við umgöngumst sjóðina af mikilli varfærni. Við gerum engar kollsteypur, þetta er síbreytilegt kerfi og lífið er síbreytilegt. Ef við viljum breyta einhverju í kerfinu eigum við að gera það hægt, rólega, en örugglega. Og ef við viljum breyta, þá gerum við það í kjarasamningum.“
Kjaramál Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Allt tal um skærur á vinnumarkaði ótímabært að mati SA Framkvæmdastjóri SA bregst við ummælum formanna VR og Eflingar um stéttastríð og möguleikann á að skrúfað verði fyrir fjárfestingar lífeyrissjóða í kjarabaráttu þeirra. 27. nóvember 2018 21:48 Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar Formaður VR veltir upp möguleikanum á að verkalýðshreyfingin stöðvi fjárfestingar lífeyrissjóða til að knýja á um kröfur sínar í kjarasamningsviðræðum. 27. nóvember 2018 20:50 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Allt tal um skærur á vinnumarkaði ótímabært að mati SA Framkvæmdastjóri SA bregst við ummælum formanna VR og Eflingar um stéttastríð og möguleikann á að skrúfað verði fyrir fjárfestingar lífeyrissjóða í kjarabaráttu þeirra. 27. nóvember 2018 21:48
Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar Formaður VR veltir upp möguleikanum á að verkalýðshreyfingin stöðvi fjárfestingar lífeyrissjóða til að knýja á um kröfur sínar í kjarasamningsviðræðum. 27. nóvember 2018 20:50