Erlent

Efnahagur Bretlands verður minni utan ESB

Samúel Karl Ólason skrifar
Philip Hammond, fjármálaráðherra Bretlands.
Philip Hammond, fjármálaráðherra Bretlands. EPA/PETE SUMMERS
Ríkisstjórn Bretlands áætlar að verg landsframleiðsla Bretlands verði minni eftir fimmtán ár, samanborið við hver landsframleiðslan yrði ef Bretlandi yrði áfram í Evrópusambandinu. Þrátt fyrir það, og þá staðreynd að skýrsla fjármálaráðuneytis Bretlands fjallar ekki um samkomulag Theresu May, segir Philip Hammond, fjármálaráðherra Bretlands, að samkomulagið sé það besta í stöðunni.

Hammond segir að Brexit snúist ekki bara um efnahag Bretlands heldur einnig um pólitískan hag.



Áætlun ríkisstjórnarinnar felur í sér nokkrar mismunandi sviðsmyndir eins og að Bretland yfirgefi ekki ESB og nokkra mismunandi samninga. Samkvæmt þeim stækkar efnahagur Bretlands á næstu fimmtán árum sama hvaða leið verður farin. Enginn samningur við ESB myndi þó leiða til þess að landsframleiðsla Bretlands yrði 9,3 prósentum minni en ella.

Hins vegar stækkar efnahagur Bretlands mest, samkvæmt áætluninni, ef ríkið verður áfram í ESB. Höfundar skýrslunnar taka þó fram að það sé nánast ómögulegt að spá fimmtán ár fram í tímann.

Breskir þingmenn munu kjósa um samkomulagið eftir tvær vikur en ólíklegt þykir að May muni geta snúið nægilega mörgum þingmönnum því andstæða gegn samkomulaginu er mikil á þinginu. Hammond sagði í morgun að ríkisstjórnin myndi leggja allt kapp í að „selja“ samkomulagið og ef því yrði hafnað yrðu næstu skref ákveðin.

 


Tengdar fréttir

May mætir Corbyn í Brexit-kappræðum

Theresa May forsætisráðherra og Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, munu mætast í kappræðum um Brexit-samninginn þann 9. desember.

Samþykktu Brexit-samninginn

Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykktu Brexit-samninginn á fundi sínum í Brussel í morgun.

Þarf að snúa 85 þingmönnum

Leiðtogar Evrópusambandsríkja samþykktu Brexit-plöggin í gær. Segja betri samning ekki mögulegan fyrir Breta. Stærðfræðin á breska þinginu erfið fyrir forsætisráðherra sem þarf að snúa 85 þingmönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×