Hætta á kreppu gangi Bretar úr ESB án samnings Kjartan Kjartansson skrifar 28. nóvember 2018 17:54 Mark Carney, seðlabankastjóri, kynnti skýrslu bankans í dag. EPA/WIll Oliver Seðlabanki Bretlands telur að hagkerfi Bretlands gæti skroppið saman um allt að átta prósent gangi landið úr Evrópusambandinu án samnings um útgönguna. Kreppan gætu orðið verri en eftir fjármálahrunið árið 2008. Fjármálaráðuneytið telur að Bretum eigi eftir að vegna verr eftir útgönguna en ef þær væru um kyrrt, sama hvaða leið verður farin. Í greiningu Englandsbanka, seðlabanka Bretlands, á verstu mögulegu sviðsmynd Brexit kemur fram að útganga án samnings myndi leiða til gengishruns pundsins og fasteignaverð gæti fallið um tæpan þriðjung fyrstu fimm árin eftir Brexit, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Hagvöxtur gæti þó aftur farið af stað fyrir árslok 2023. Bankinn byggir greiningu sína meðal annars á því að Bretar taki upp reglur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, geri enga viðskiptasamninga fyrir árið 2022 og að þeir missi aðgang að öllum viðskiptasamningum á milli Evrópusambandsins og annarra ríkja. Þá gerir bankinn ráð fyrir röskunum á landamærum vegna eftirlits og fækkun innflytjenda. Breska fjármálaráðuneytið segir í skýrslu sem birt var í dag að verg landsframleiðsla landsins verði minni fimmtán árum eftir útgönguna úr ESB en ef það hefði haldið aðild sinni áfram. Það telur að efnahagur Bretlands dragist saman um 9,3% ef enginn útgöngusamningur næst við Evrópusambandið. Samningur sem Theresa May forsætisráðherra náði við sambandið verður lagður fyrir breska þingið eftir hálfan mánuð. Fjármálaráðuneytið vann hins vegar enga spá sem byggði á forsendum samnings May í skýrslu sinni. Óljóst er hvort að nægilegur stuðningur er við samnings forsætisráðherrann til að hann verði samþykktur í þinginu. Bretland Brexit Evrópa Evrópusambandið Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Seðlabanki Bretlands telur að hagkerfi Bretlands gæti skroppið saman um allt að átta prósent gangi landið úr Evrópusambandinu án samnings um útgönguna. Kreppan gætu orðið verri en eftir fjármálahrunið árið 2008. Fjármálaráðuneytið telur að Bretum eigi eftir að vegna verr eftir útgönguna en ef þær væru um kyrrt, sama hvaða leið verður farin. Í greiningu Englandsbanka, seðlabanka Bretlands, á verstu mögulegu sviðsmynd Brexit kemur fram að útganga án samnings myndi leiða til gengishruns pundsins og fasteignaverð gæti fallið um tæpan þriðjung fyrstu fimm árin eftir Brexit, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Hagvöxtur gæti þó aftur farið af stað fyrir árslok 2023. Bankinn byggir greiningu sína meðal annars á því að Bretar taki upp reglur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, geri enga viðskiptasamninga fyrir árið 2022 og að þeir missi aðgang að öllum viðskiptasamningum á milli Evrópusambandsins og annarra ríkja. Þá gerir bankinn ráð fyrir röskunum á landamærum vegna eftirlits og fækkun innflytjenda. Breska fjármálaráðuneytið segir í skýrslu sem birt var í dag að verg landsframleiðsla landsins verði minni fimmtán árum eftir útgönguna úr ESB en ef það hefði haldið aðild sinni áfram. Það telur að efnahagur Bretlands dragist saman um 9,3% ef enginn útgöngusamningur næst við Evrópusambandið. Samningur sem Theresa May forsætisráðherra náði við sambandið verður lagður fyrir breska þingið eftir hálfan mánuð. Fjármálaráðuneytið vann hins vegar enga spá sem byggði á forsendum samnings May í skýrslu sinni. Óljóst er hvort að nægilegur stuðningur er við samnings forsætisráðherrann til að hann verði samþykktur í þinginu.
Bretland Brexit Evrópa Evrópusambandið Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira