Flokkarnir á Alþingi skulda nú samtals 850 milljónir króna Sigurður Mikael Jónsson skrifar 29. nóvember 2018 06:00 Tap ríkisstjórnarflokkanna á síðasta ári nam 68 milljónum. Fréttablaðið/Eyþór Stjórnmálaflokkarnir átta sem eiga fulltrúa á Alþingi skulda alls rúmar 850 milljónir, enginn þó meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem einnig fær mest í ríkisframlög. Aðeins Samfylking, Píratar og Viðreisn skiluðu hagnaði í fyrra. Framlög til flokkanna átta frá ríki, fyrirtækjum og einstaklingum námu alls 525 milljónum. Þetta kemur fram þegar útdrættir Ríkisendurskoðunar á ársreikningum stjórnmálaflokkanna fyrir síðasta ár eru skoðaðir. Eins og sjá má í meðfylgjandi töflu er eigið fé fimm flokka neikvætt í lok síðasta árs. Mest var tap Framsóknarflokksins sem að auki er með neikvætt eigið fé upp á rúmar 58 milljónir og skuldir upp á 242 milljónir. Sjálfstæðisflokkurinn er sér á báti fjárhagslega. Fær langhæstu ríkisframlög allra eða 101 milljón, rúmar 15 milljónir í framlög frá fyrirtækjum og öðrum lögaðilum og 44 milljónir í framlög frá einstaklingum auk annarra tekna. Rekstur flokksins kostaði á móti 240 milljónir og þrátt fyrir að skuldir flokksins lækki milli ára nema þær nærri helmingi skulda allra hinna sjö flokkanna til samans. Ríkisendurskoðun gerir þá athugasemd við ársreikning Sjálfstæðisflokksins að í ljós hafi komið að flokkurinn hafi tekið á móti hærri framlögum frá lögaðilum en lög gera ráð fyrir. Sem kunnugt er mega stjórnmálasamtök ekki taka við hærri framlögum frá lögaðilum en 400 þúsund krónum á ári og eru framlög tengdra aðila talin saman. Samkvæmt ársreikningi Sjálfstæðisflokksins fékk flokkurinn 400 þúsund frá Ísfélagi Vestmannaeyja, 400 þúsund krónur frá Ísam ehf. og 100 þúsund króna framlag frá Odda prentun og umbúðum ehf. Allt eru þetta félög í eigu Guðbjargar M. Matthíasdóttur, útgerðarkonu frá Vestmannaeyjum. Ríkisendurskoðun segir að flokkurinn hafi verið upplýstur um tengslin og fór svo að Sjálfstæðismenn endurgreiddu styrkina frá Ísfélaginu og Odda. Flokkarnir sjálfir hafa viðrað áhyggjur af eigin fjárhagsstöðu enda fór það svo að fulltrúar sex flokka sendu í lok síðasta árs erindi til fjárlaganefndar þar sem óskað var eftir viðbótarframlagi á fjárlögum þessa árs. Var farið fram á að heildarframlagið yrði fært úr 286 milljónum króna í 648 milljónir. Beiðnin byggðist á þeim málatilbúnaði flokkanna að staða þeirra væri nú orðin svo slæm að þeir næðu ekki endum saman til að sinna grunnrekstri og slíkt væri ógn við lýðræðið. Beiðnin vakti hörð viðbrögð en svo fór að flokkarnir fengu sitt. Hugsanlegt er því að viðsnúningur verði á taprekstri og skuldasöfnun flokkanna í næstu ársreikningum, í boði ríkisins. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Sjá meira
Stjórnmálaflokkarnir átta sem eiga fulltrúa á Alþingi skulda alls rúmar 850 milljónir, enginn þó meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem einnig fær mest í ríkisframlög. Aðeins Samfylking, Píratar og Viðreisn skiluðu hagnaði í fyrra. Framlög til flokkanna átta frá ríki, fyrirtækjum og einstaklingum námu alls 525 milljónum. Þetta kemur fram þegar útdrættir Ríkisendurskoðunar á ársreikningum stjórnmálaflokkanna fyrir síðasta ár eru skoðaðir. Eins og sjá má í meðfylgjandi töflu er eigið fé fimm flokka neikvætt í lok síðasta árs. Mest var tap Framsóknarflokksins sem að auki er með neikvætt eigið fé upp á rúmar 58 milljónir og skuldir upp á 242 milljónir. Sjálfstæðisflokkurinn er sér á báti fjárhagslega. Fær langhæstu ríkisframlög allra eða 101 milljón, rúmar 15 milljónir í framlög frá fyrirtækjum og öðrum lögaðilum og 44 milljónir í framlög frá einstaklingum auk annarra tekna. Rekstur flokksins kostaði á móti 240 milljónir og þrátt fyrir að skuldir flokksins lækki milli ára nema þær nærri helmingi skulda allra hinna sjö flokkanna til samans. Ríkisendurskoðun gerir þá athugasemd við ársreikning Sjálfstæðisflokksins að í ljós hafi komið að flokkurinn hafi tekið á móti hærri framlögum frá lögaðilum en lög gera ráð fyrir. Sem kunnugt er mega stjórnmálasamtök ekki taka við hærri framlögum frá lögaðilum en 400 þúsund krónum á ári og eru framlög tengdra aðila talin saman. Samkvæmt ársreikningi Sjálfstæðisflokksins fékk flokkurinn 400 þúsund frá Ísfélagi Vestmannaeyja, 400 þúsund krónur frá Ísam ehf. og 100 þúsund króna framlag frá Odda prentun og umbúðum ehf. Allt eru þetta félög í eigu Guðbjargar M. Matthíasdóttur, útgerðarkonu frá Vestmannaeyjum. Ríkisendurskoðun segir að flokkurinn hafi verið upplýstur um tengslin og fór svo að Sjálfstæðismenn endurgreiddu styrkina frá Ísfélaginu og Odda. Flokkarnir sjálfir hafa viðrað áhyggjur af eigin fjárhagsstöðu enda fór það svo að fulltrúar sex flokka sendu í lok síðasta árs erindi til fjárlaganefndar þar sem óskað var eftir viðbótarframlagi á fjárlögum þessa árs. Var farið fram á að heildarframlagið yrði fært úr 286 milljónum króna í 648 milljónir. Beiðnin byggðist á þeim málatilbúnaði flokkanna að staða þeirra væri nú orðin svo slæm að þeir næðu ekki endum saman til að sinna grunnrekstri og slíkt væri ógn við lýðræðið. Beiðnin vakti hörð viðbrögð en svo fór að flokkarnir fengu sitt. Hugsanlegt er því að viðsnúningur verði á taprekstri og skuldasöfnun flokkanna í næstu ársreikningum, í boði ríkisins.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Sjá meira