„Sigmundur minn, ekki einu sinni reyna þetta“ Jakob Bjarnar skrifar 29. nóvember 2018 09:24 Sigmundur Davíð eru ekki vandaðar kveðjurnar á hans eigin Facebookvegg. Visir/Ernir Ljóst má vera að almenningi er verulega misboðið eftir að Klaustursupptökurnar voru gerðar heyrinkunnugar. Eins og fram kom í gær voru viðbrögð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, þau að vilja beina sjónum að því að alvarlegt væri að einkasamtöl væru tekin upp og þau birt. Sá var jafnframt tónninn í Gunnari Braga Sveinssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra og Miðflokksmanni sem og Ólafi Ísleifssyni Flokki fólksins, en þeir voru í viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2.Sagður ósómi Íslands Ef marka má viðbrögð á Facebookvegg Sigmundar Davíðs, hvar hann birti yfirlýsingu sína í gærkvöldi, þá á sú áhersla ekki upp á pallborðið meðal almennings. Þeir sem þar tjá sig virðast ekki mótttækilegir fyrir því að velta fyrir sér lekanum sem slíkum heldur upplýsingunum sem hann ber með sér. Fólk notar tækifærið og hellir sér yfir Sigmund Davíð í athugasemdakerfi á hans eigin Facebookvegg. Fyrstu viðbrögð eru þau að þarna séu „kjánalegir karlar á ferð“ og svo byrjar ballið. Fáir vilja sýna því skilning að þeir hafi verið þarna í góðu fjöri að ræða málin sín á milli. „Hypjaðu þig ofan í holuna sem þú skreiðs upp úr á sínum tíma og þrælskammastu þín – og þið allir. Ósómi Íslands,“ segir í einni athugasemdinni hvar bætt er við að: „Gott er að eiga kenningar á lofti um takmarkaðan áhuga kvenna á stjórnmálum vegna persónuníðs þegar maður er sjálfur persónuníðingur…“Þegar þetta er skrifað eru kominn hátt í 80 ummæli, flest á þennan veg en sjá má færslu Sigmundar Davíðs hér neðar.Samsærisbull um hlerunarbúnað Og þannig er tónninn í þeim sem leggja orð í belg á Facebooksíðu fyrrverandi forsætisráðherra. Honum er bent á eftirfarandi: „Sigmundur minn, ekki einu sinni reyna þetta.“ Einhverjum þykir magnað að það skuli ekki svo mikið sem hvarfla að Sigmundi Davíð að biðjast afsökunar. „Hvílíkur lúði.“ Svo virðist sem búið sé að eyða einhverjum ummælum ef marka má eina athugasemdina sem er á þá leið að Sigmundur Davíð þoli ekki gagnrýnina því hann sé búinn að fela hana. „Nei í alvöru!?!? Er þetta það sem þú ætlar að segja?? Eitthvað samsærisbull um hlerunarbúnað?“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fór yfir málið í Bítinu í morgun og nefndi þar Sigmund Davíð. „Hann iðrast yfir höfuð aldrei. Það er allt öðrum að kenna. Hann á sínar samsæriskenningar alltaf.“Spjall Ingu við Bítismenn má heyra hér að neðan. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Hafa Klaustursmálið í flimtingum: „Notar Gunnar Bragi þá smjör sem sleipiefni?“ Í gærkvöldi birtu dagblöðin DV og Stundin fréttir upp úr samtali sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins úr leynilegum upptökum sem voru gerðar á hótelbar. 29. nóvember 2018 09:30 Telur að brotist hafi verið inn í síma eða hlerunarbúnaði beitt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir brotist hafi verið inn í síma einhvers þeirra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins sem sátu á hótelbar í miðborg Reykjavíkur þann 20. nóvember, eða hlerunarbúnaði beitt. 28. nóvember 2018 23:11 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Ljóst má vera að almenningi er verulega misboðið eftir að Klaustursupptökurnar voru gerðar heyrinkunnugar. Eins og fram kom í gær voru viðbrögð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, þau að vilja beina sjónum að því að alvarlegt væri að einkasamtöl væru tekin upp og þau birt. Sá var jafnframt tónninn í Gunnari Braga Sveinssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra og Miðflokksmanni sem og Ólafi Ísleifssyni Flokki fólksins, en þeir voru í viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2.Sagður ósómi Íslands Ef marka má viðbrögð á Facebookvegg Sigmundar Davíðs, hvar hann birti yfirlýsingu sína í gærkvöldi, þá á sú áhersla ekki upp á pallborðið meðal almennings. Þeir sem þar tjá sig virðast ekki mótttækilegir fyrir því að velta fyrir sér lekanum sem slíkum heldur upplýsingunum sem hann ber með sér. Fólk notar tækifærið og hellir sér yfir Sigmund Davíð í athugasemdakerfi á hans eigin Facebookvegg. Fyrstu viðbrögð eru þau að þarna séu „kjánalegir karlar á ferð“ og svo byrjar ballið. Fáir vilja sýna því skilning að þeir hafi verið þarna í góðu fjöri að ræða málin sín á milli. „Hypjaðu þig ofan í holuna sem þú skreiðs upp úr á sínum tíma og þrælskammastu þín – og þið allir. Ósómi Íslands,“ segir í einni athugasemdinni hvar bætt er við að: „Gott er að eiga kenningar á lofti um takmarkaðan áhuga kvenna á stjórnmálum vegna persónuníðs þegar maður er sjálfur persónuníðingur…“Þegar þetta er skrifað eru kominn hátt í 80 ummæli, flest á þennan veg en sjá má færslu Sigmundar Davíðs hér neðar.Samsærisbull um hlerunarbúnað Og þannig er tónninn í þeim sem leggja orð í belg á Facebooksíðu fyrrverandi forsætisráðherra. Honum er bent á eftirfarandi: „Sigmundur minn, ekki einu sinni reyna þetta.“ Einhverjum þykir magnað að það skuli ekki svo mikið sem hvarfla að Sigmundi Davíð að biðjast afsökunar. „Hvílíkur lúði.“ Svo virðist sem búið sé að eyða einhverjum ummælum ef marka má eina athugasemdina sem er á þá leið að Sigmundur Davíð þoli ekki gagnrýnina því hann sé búinn að fela hana. „Nei í alvöru!?!? Er þetta það sem þú ætlar að segja?? Eitthvað samsærisbull um hlerunarbúnað?“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fór yfir málið í Bítinu í morgun og nefndi þar Sigmund Davíð. „Hann iðrast yfir höfuð aldrei. Það er allt öðrum að kenna. Hann á sínar samsæriskenningar alltaf.“Spjall Ingu við Bítismenn má heyra hér að neðan.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Hafa Klaustursmálið í flimtingum: „Notar Gunnar Bragi þá smjör sem sleipiefni?“ Í gærkvöldi birtu dagblöðin DV og Stundin fréttir upp úr samtali sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins úr leynilegum upptökum sem voru gerðar á hótelbar. 29. nóvember 2018 09:30 Telur að brotist hafi verið inn í síma eða hlerunarbúnaði beitt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir brotist hafi verið inn í síma einhvers þeirra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins sem sátu á hótelbar í miðborg Reykjavíkur þann 20. nóvember, eða hlerunarbúnaði beitt. 28. nóvember 2018 23:11 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17
Hafa Klaustursmálið í flimtingum: „Notar Gunnar Bragi þá smjör sem sleipiefni?“ Í gærkvöldi birtu dagblöðin DV og Stundin fréttir upp úr samtali sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins úr leynilegum upptökum sem voru gerðar á hótelbar. 29. nóvember 2018 09:30
Telur að brotist hafi verið inn í síma eða hlerunarbúnaði beitt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir brotist hafi verið inn í síma einhvers þeirra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins sem sátu á hótelbar í miðborg Reykjavíkur þann 20. nóvember, eða hlerunarbúnaði beitt. 28. nóvember 2018 23:11