„Í jafnmiklu áfalli og aðrir að sjá þetta skelfilega orðbragð“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. nóvember 2018 11:42 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að málið verði rætt á vettvangi þingsins. vísir/vilhelm Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að upptökur af samtölum þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar fyrr í mánuðinum sem fjölmiðlar hafa fjallað um síðastliðinn hálfa sólarhring verði ræddar á vettvangi þingsins. Kveðst Steingrímur eiga von á því að ræða málið á fundum með formönnum þingflokka sem og í forsætisnefnd Alþingis. „Þannig að ég geri nú ráð fyrir því að þetta verði á dagskrá reglubundinna funda okkar á mánudaginn. Það er allavega ekki búið að ákveða neitt annað ennþá,“ segir Steingrímur. Hann segist ekki vilja tjá sig að öðru leyti um málið, annað en hið augljósa: „Ég er í jafnmiklu áfalli og aðrir yfir því að sjá þetta skelfilega orðbragð, sem er auðvitað óafsakanlegt og óverjandi, og það er sérstaklega dapurlegt hvernig fjallað er þarna um konur. Að öðru leyti bið ég fólk um að hafa skilning á því að ég vil sem minnst segja fyrr en við erum búin að fara betur yfir það hvernig viðbrögð verða.“ Þær þingkonur sem rætt er um á upptökunni hittust á fundi á Alþingi núna upp úr klukkan 11:30. Þær þingkonur sem voru sérstaklega á milli tanna þingmannanna Gunnars Braga Sveinssonar, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Bergþórs Ólasonar, Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta Hjaltasonar voru þær Inga Sæland, Oddný G. Harðardóttir, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir. Þá er ung Sjálfstæðiskona nefnd á upptökunni og hún sögð sæt stelpa sem farið væri að falla á en samkvæmt heimildum Vísis er það Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að upptökur af samtölum þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar fyrr í mánuðinum sem fjölmiðlar hafa fjallað um síðastliðinn hálfa sólarhring verði ræddar á vettvangi þingsins. Kveðst Steingrímur eiga von á því að ræða málið á fundum með formönnum þingflokka sem og í forsætisnefnd Alþingis. „Þannig að ég geri nú ráð fyrir því að þetta verði á dagskrá reglubundinna funda okkar á mánudaginn. Það er allavega ekki búið að ákveða neitt annað ennþá,“ segir Steingrímur. Hann segist ekki vilja tjá sig að öðru leyti um málið, annað en hið augljósa: „Ég er í jafnmiklu áfalli og aðrir yfir því að sjá þetta skelfilega orðbragð, sem er auðvitað óafsakanlegt og óverjandi, og það er sérstaklega dapurlegt hvernig fjallað er þarna um konur. Að öðru leyti bið ég fólk um að hafa skilning á því að ég vil sem minnst segja fyrr en við erum búin að fara betur yfir það hvernig viðbrögð verða.“ Þær þingkonur sem rætt er um á upptökunni hittust á fundi á Alþingi núna upp úr klukkan 11:30. Þær þingkonur sem voru sérstaklega á milli tanna þingmannanna Gunnars Braga Sveinssonar, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Bergþórs Ólasonar, Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta Hjaltasonar voru þær Inga Sæland, Oddný G. Harðardóttir, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir. Þá er ung Sjálfstæðiskona nefnd á upptökunni og hún sögð sæt stelpa sem farið væri að falla á en samkvæmt heimildum Vísis er það Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira