„Maður veit eiginlega ekki hvar mörkin liggja hérna“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. nóvember 2018 15:18 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata. vísir/hanna Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir að þeir þingmenn sem heyrast tala með niðrandi hætti um kollega sína á þingi á upptökum af Klaustur Bar fyrr í mánuðinum ættu virkilega að skoða hug sinn gagnvart því að segja af sér þingmennsku. Hún veltir því hins vegar fyrir sér hvar mörkin liggja inni á þingi varðandi það að sitjast sem fastast í sínum stól. „Mér finnst að þeir eigi virkilega að skoða sinn hug gagnvart því en ég sé dómsmálaráðherra sem skipar ólöglega í dómarastöður og dettur ekki í hug að segja af sér. Ég veit ekki hvenær það er komið að þeim tímapunkti að fólk ákveður að víkja af sínum stóli hér ef við eigum að bera hlutina saman, maður veit eiginlega ekki hvar mörkin liggja hérna,“ sagði Þórhildur Sunna í samtali við Sighvat Jónsson, fréttamann, á Alþingi fyrr í dag. Sighvatur ræddi einnig við Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, en samflokksmenn hennar, þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, eru á meðal þingmannanna sex sem heyrast á upptökunni. Karl Gauti heyrist meðal annars segja að Inga geti ekki stjórnað. Spurð út í þau ummæli sagði Inga Karl Gauta eitthvað hafa misskilið hvað hún væri klár stjórnandi. Hún tók fram að hann hefði beðist afsökunar á ummælum sínum og hún trúi því. „Ég veit ekki betur en að við séum fínasta fjölskylda í Flokki fólksins.“En er nóg að biðjast afsökunar? „Nei, það er engan veginn, ekki þannig lagað séð. Þó að ég sé seinþreytt til vandræða og mun náttúrulega taka mark á því þegar ég er beðin afsökunar ef ég held og trúi að það sé gert af heilum hug. En við eigum siðanefnd hérna og það er kannski nákvæmlega svona mál sem eru í rauninni grafalvarlega og kasta mikilli rýrð á okkur og trúverðugleika löggjafans,“ sagði Inga og bætti því við að málið kallaði ef til vill á það að kalla saman siðanefnd Alþingis. Aðspurð hvort hún teldi að þingmennirnir ættu að segja af sér sagðist Inga ekki ætla að dæma um það. „Það lýsir þá þeirra siðferði, hvað þeim finnst um slíkt. Ég er ekki einu sinni búin að kynna mér allt það sem fer þarna fram og mér skilst að þetta eigi eftir að koma hér meira fram í ljós í dag og kannski á morgun. [...] Ég er svona að átta mig á þessu og stjórnin okkar kemur saman í dag og Flokkur fólksins og grasrótin, við tökum sameiginlega á svona uppákomu.“ Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, sagði í samtali við Fréttablaðið í dag að hann teldi að þingmennirnir ættu að segja af sér. Auk þeirra Karls Gauta og Ólafs er um að ræða þau Sigmund Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Braga Sveinsson, Bergþór Ólason og Önnu Kolbrúnu Árnadóttur. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar, er einn þeirra sem þingmennirnir ræða um með niðrandi hætti. Í samtali við Stundina sagðist hún ekki sjá fyrir sér hvernig þessir menn sitji áfram á Alþingi. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Reiknar með að sleppa áfenginu í veislunni á Bessastöðum í kvöld Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segist ekki vera viss um að nokkur þeirra þingmanna sem náðust á upptöku tala tæpitungulaust um kollega sína á Alþingi eigi við áfengisvandamál að stríða. 29. nóvember 2018 14:01 Segir einkennilegt að þingmennirnir íhugi ekki afsögn Henry Alexander Henrysson, aðjúnkt í heimspeki við Háskóla Íslands, segir að samtal þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins, sem fór fram á barnum Klaustur fyrr í mánuðinum, varpi ljósi á það að kjörnir fulltrúar virðist ekki alveg skilja hvaða skyldur fylgi því hlutverki. 29. nóvember 2018 14:00 Þingmenn Miðflokksins ætla að læra af þessu Sendu frá sér stutta afsökunarbeiðni á Facebook. 29. nóvember 2018 13:21 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir að þeir þingmenn sem heyrast tala með niðrandi hætti um kollega sína á þingi á upptökum af Klaustur Bar fyrr í mánuðinum ættu virkilega að skoða hug sinn gagnvart því að segja af sér þingmennsku. Hún veltir því hins vegar fyrir sér hvar mörkin liggja inni á þingi varðandi það að sitjast sem fastast í sínum stól. „Mér finnst að þeir eigi virkilega að skoða sinn hug gagnvart því en ég sé dómsmálaráðherra sem skipar ólöglega í dómarastöður og dettur ekki í hug að segja af sér. Ég veit ekki hvenær það er komið að þeim tímapunkti að fólk ákveður að víkja af sínum stóli hér ef við eigum að bera hlutina saman, maður veit eiginlega ekki hvar mörkin liggja hérna,“ sagði Þórhildur Sunna í samtali við Sighvat Jónsson, fréttamann, á Alþingi fyrr í dag. Sighvatur ræddi einnig við Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, en samflokksmenn hennar, þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, eru á meðal þingmannanna sex sem heyrast á upptökunni. Karl Gauti heyrist meðal annars segja að Inga geti ekki stjórnað. Spurð út í þau ummæli sagði Inga Karl Gauta eitthvað hafa misskilið hvað hún væri klár stjórnandi. Hún tók fram að hann hefði beðist afsökunar á ummælum sínum og hún trúi því. „Ég veit ekki betur en að við séum fínasta fjölskylda í Flokki fólksins.“En er nóg að biðjast afsökunar? „Nei, það er engan veginn, ekki þannig lagað séð. Þó að ég sé seinþreytt til vandræða og mun náttúrulega taka mark á því þegar ég er beðin afsökunar ef ég held og trúi að það sé gert af heilum hug. En við eigum siðanefnd hérna og það er kannski nákvæmlega svona mál sem eru í rauninni grafalvarlega og kasta mikilli rýrð á okkur og trúverðugleika löggjafans,“ sagði Inga og bætti því við að málið kallaði ef til vill á það að kalla saman siðanefnd Alþingis. Aðspurð hvort hún teldi að þingmennirnir ættu að segja af sér sagðist Inga ekki ætla að dæma um það. „Það lýsir þá þeirra siðferði, hvað þeim finnst um slíkt. Ég er ekki einu sinni búin að kynna mér allt það sem fer þarna fram og mér skilst að þetta eigi eftir að koma hér meira fram í ljós í dag og kannski á morgun. [...] Ég er svona að átta mig á þessu og stjórnin okkar kemur saman í dag og Flokkur fólksins og grasrótin, við tökum sameiginlega á svona uppákomu.“ Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, sagði í samtali við Fréttablaðið í dag að hann teldi að þingmennirnir ættu að segja af sér. Auk þeirra Karls Gauta og Ólafs er um að ræða þau Sigmund Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Braga Sveinsson, Bergþór Ólason og Önnu Kolbrúnu Árnadóttur. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar, er einn þeirra sem þingmennirnir ræða um með niðrandi hætti. Í samtali við Stundina sagðist hún ekki sjá fyrir sér hvernig þessir menn sitji áfram á Alþingi.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Reiknar með að sleppa áfenginu í veislunni á Bessastöðum í kvöld Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segist ekki vera viss um að nokkur þeirra þingmanna sem náðust á upptöku tala tæpitungulaust um kollega sína á Alþingi eigi við áfengisvandamál að stríða. 29. nóvember 2018 14:01 Segir einkennilegt að þingmennirnir íhugi ekki afsögn Henry Alexander Henrysson, aðjúnkt í heimspeki við Háskóla Íslands, segir að samtal þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins, sem fór fram á barnum Klaustur fyrr í mánuðinum, varpi ljósi á það að kjörnir fulltrúar virðist ekki alveg skilja hvaða skyldur fylgi því hlutverki. 29. nóvember 2018 14:00 Þingmenn Miðflokksins ætla að læra af þessu Sendu frá sér stutta afsökunarbeiðni á Facebook. 29. nóvember 2018 13:21 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Reiknar með að sleppa áfenginu í veislunni á Bessastöðum í kvöld Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segist ekki vera viss um að nokkur þeirra þingmanna sem náðust á upptöku tala tæpitungulaust um kollega sína á Alþingi eigi við áfengisvandamál að stríða. 29. nóvember 2018 14:01
Segir einkennilegt að þingmennirnir íhugi ekki afsögn Henry Alexander Henrysson, aðjúnkt í heimspeki við Háskóla Íslands, segir að samtal þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins, sem fór fram á barnum Klaustur fyrr í mánuðinum, varpi ljósi á það að kjörnir fulltrúar virðist ekki alveg skilja hvaða skyldur fylgi því hlutverki. 29. nóvember 2018 14:00
Þingmenn Miðflokksins ætla að læra af þessu Sendu frá sér stutta afsökunarbeiðni á Facebook. 29. nóvember 2018 13:21