Forsætisráðherra segir ummæli Miðflokksmanna dapurleg Heimir Már Pétursson skrifar 29. nóvember 2018 15:45 Forsætisráðherra segir dapurlegt að skynja þau viðhorf sem fram komi í ummælum þingmanna Miðflokksins þegar varla sé liðið ár frá upphafi MeToo-umræðunnar þar sem konur í stjórnmálum meðal annarra stigu fram og greindu frá reynslu sinni. Þingmönnum beri skylda til að umgangast embætti sín af virðingu. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, rifjar upp að MeToo-byltingin hafi byrjað fyrir ári. Þar hafi konur í stjórnmálum ekki hvað síst átt frumkvæði og stigið margar fram til að segja frá sinni upplifun af kynbundinni orðræðu og kynferðislegri áreitni. „Það er dapurlegt að skynja þessi viðhorf ekki síst í garð stjórnmálakvenna sem skína út úr þessum samtölum sem þarna hafa birst,“ segir Katrín. Þótt þingmennirnir hafi ekki verið í opinberum erindagjörðum hafi þeir verið innan um almenning þar sem allir gátu hlýtt á það sem þeirra fór á milli. „Okkur ber skylda til að umgangast embætti okkar af virðingu og ég verð að segja að mér finnst þetta ekki gott fyrir okkur stjórnmálamenn og okkur þingmenn. Þetta mun hafa áhrif á virðingu Alþingis og virðingu stjórnmálanna og það er mjög dapurlegt,“ segir forsætisráðherra. Þetta muni einnig hafa áhrif á samskipti fólks og flokka í þinginu. Þetta afhjúpi það kynbundna orðalag sem vakin hafi verið athygli á í me-too byltingunni gagnvart konum og öðrum hópum sem hún sjálf kannist við. „Þar sem er talað um stjórnmálakonur með tilteknum hætti. Mjög niðrandi hætti sem er engum til sóma sem kemur að. Auðvitað hefði ég vonað að við værum komin lengra í jafnréttisátt en að fólk væri enn á þessum stað. En auðvitað er þetta eitthvað sem maður kannast við,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Þeir þingmenn sem þarna eigi hlut að máli verði að gera það upp við sig hvernig þeir bregðist við.Siðareglur ná út fyrir veggi þingshússins Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir alls ekki eðilegt að þingmenn tali með þessum hætti um samþingsmenn sína. „Þetta er óafsakanlegt og óverjandi, það orðbragð sem þarna virðist hafa verið notað. Alveg sérstaklega sorglegt að sjá svona talað um konur í stjórnmálum,“ segir forseti Alþingis. Þetta verði rætt í forsætisnefnd, væntanlega á vettvangi formanna þingflokka og jafnvel í þingsal. Siðareglur Alþingis kveði á um að þingmenn tali hver um annan af virðingu.Siðareglurnar almennt. Gilda þær bara hér innanhúss eða ná siðareglur þingmanna út fyrir veggi Alþingishússins? „Já, þær gera það og við gerðum það mjög fortakslaust í breytingum síðastliðinn vetur. Einmitt í framhaldi af metoo hreyfingunni. Að þeir þættir siðareglnanna gilda um þingmenn alls staðar sem þeir eru sem þingmenn og á almannafæri,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Katrín ræddi einnig málin í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Reiknar með að sleppa áfenginu í veislunni á Bessastöðum í kvöld Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segist ekki vera viss um að nokkur þeirra þingmanna sem náðust á upptöku tala tæpitungulaust um kollega sína á Alþingi eigi við áfengisvandamál að stríða. 29. nóvember 2018 14:01 Segir einkennilegt að þingmennirnir íhugi ekki afsögn Henry Alexander Henrysson, aðjúnkt í heimspeki við Háskóla Íslands, segir að samtal þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins, sem fór fram á barnum Klaustur fyrr í mánuðinum, varpi ljósi á það að kjörnir fulltrúar virðist ekki alveg skilja hvaða skyldur fylgi því hlutverki. 29. nóvember 2018 14:00 Þingmenn Miðflokksins ætla að læra af þessu Sendu frá sér stutta afsökunarbeiðni á Facebook. 29. nóvember 2018 13:21 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Forsætisráðherra segir dapurlegt að skynja þau viðhorf sem fram komi í ummælum þingmanna Miðflokksins þegar varla sé liðið ár frá upphafi MeToo-umræðunnar þar sem konur í stjórnmálum meðal annarra stigu fram og greindu frá reynslu sinni. Þingmönnum beri skylda til að umgangast embætti sín af virðingu. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, rifjar upp að MeToo-byltingin hafi byrjað fyrir ári. Þar hafi konur í stjórnmálum ekki hvað síst átt frumkvæði og stigið margar fram til að segja frá sinni upplifun af kynbundinni orðræðu og kynferðislegri áreitni. „Það er dapurlegt að skynja þessi viðhorf ekki síst í garð stjórnmálakvenna sem skína út úr þessum samtölum sem þarna hafa birst,“ segir Katrín. Þótt þingmennirnir hafi ekki verið í opinberum erindagjörðum hafi þeir verið innan um almenning þar sem allir gátu hlýtt á það sem þeirra fór á milli. „Okkur ber skylda til að umgangast embætti okkar af virðingu og ég verð að segja að mér finnst þetta ekki gott fyrir okkur stjórnmálamenn og okkur þingmenn. Þetta mun hafa áhrif á virðingu Alþingis og virðingu stjórnmálanna og það er mjög dapurlegt,“ segir forsætisráðherra. Þetta muni einnig hafa áhrif á samskipti fólks og flokka í þinginu. Þetta afhjúpi það kynbundna orðalag sem vakin hafi verið athygli á í me-too byltingunni gagnvart konum og öðrum hópum sem hún sjálf kannist við. „Þar sem er talað um stjórnmálakonur með tilteknum hætti. Mjög niðrandi hætti sem er engum til sóma sem kemur að. Auðvitað hefði ég vonað að við værum komin lengra í jafnréttisátt en að fólk væri enn á þessum stað. En auðvitað er þetta eitthvað sem maður kannast við,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Þeir þingmenn sem þarna eigi hlut að máli verði að gera það upp við sig hvernig þeir bregðist við.Siðareglur ná út fyrir veggi þingshússins Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir alls ekki eðilegt að þingmenn tali með þessum hætti um samþingsmenn sína. „Þetta er óafsakanlegt og óverjandi, það orðbragð sem þarna virðist hafa verið notað. Alveg sérstaklega sorglegt að sjá svona talað um konur í stjórnmálum,“ segir forseti Alþingis. Þetta verði rætt í forsætisnefnd, væntanlega á vettvangi formanna þingflokka og jafnvel í þingsal. Siðareglur Alþingis kveði á um að þingmenn tali hver um annan af virðingu.Siðareglurnar almennt. Gilda þær bara hér innanhúss eða ná siðareglur þingmanna út fyrir veggi Alþingishússins? „Já, þær gera það og við gerðum það mjög fortakslaust í breytingum síðastliðinn vetur. Einmitt í framhaldi af metoo hreyfingunni. Að þeir þættir siðareglnanna gilda um þingmenn alls staðar sem þeir eru sem þingmenn og á almannafæri,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Katrín ræddi einnig málin í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Reiknar með að sleppa áfenginu í veislunni á Bessastöðum í kvöld Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segist ekki vera viss um að nokkur þeirra þingmanna sem náðust á upptöku tala tæpitungulaust um kollega sína á Alþingi eigi við áfengisvandamál að stríða. 29. nóvember 2018 14:01 Segir einkennilegt að þingmennirnir íhugi ekki afsögn Henry Alexander Henrysson, aðjúnkt í heimspeki við Háskóla Íslands, segir að samtal þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins, sem fór fram á barnum Klaustur fyrr í mánuðinum, varpi ljósi á það að kjörnir fulltrúar virðist ekki alveg skilja hvaða skyldur fylgi því hlutverki. 29. nóvember 2018 14:00 Þingmenn Miðflokksins ætla að læra af þessu Sendu frá sér stutta afsökunarbeiðni á Facebook. 29. nóvember 2018 13:21 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Reiknar með að sleppa áfenginu í veislunni á Bessastöðum í kvöld Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segist ekki vera viss um að nokkur þeirra þingmanna sem náðust á upptöku tala tæpitungulaust um kollega sína á Alþingi eigi við áfengisvandamál að stríða. 29. nóvember 2018 14:01
Segir einkennilegt að þingmennirnir íhugi ekki afsögn Henry Alexander Henrysson, aðjúnkt í heimspeki við Háskóla Íslands, segir að samtal þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins, sem fór fram á barnum Klaustur fyrr í mánuðinum, varpi ljósi á það að kjörnir fulltrúar virðist ekki alveg skilja hvaða skyldur fylgi því hlutverki. 29. nóvember 2018 14:00
Þingmenn Miðflokksins ætla að læra af þessu Sendu frá sér stutta afsökunarbeiðni á Facebook. 29. nóvember 2018 13:21