Niðrandi ummæli Miðflokksmanna um Lilju Alfreðsdóttur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2018 16:59 Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra er upptekin í Osló við fullveldishátíðarhöld. Fréttablaðið/Anton Brink Gunnar Bragi Sveinsson kallaði hana helvítis tík. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir henni ekki treystandi. Bergþór Ólason segir enga konu hafa teymt sig eins lengi á asnaeyrum sem hann hefur ekki fengið að ríða. Svo mörg og fleiri voru orð þriggja þingmanna Miðflokksins um Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra eftir því sem Stundin hefur eftir upptökum af umræðum fyrrnefndra þingmanna sem fengu sér neðan í því á hótelbar fyrir rúmri viku. Af umræðum þeirra virðast þeir vera ósáttir við Lilju. Gunnar Bragi og Sigmundur Davíð voru með Lilju í Framsóknarflokknum þar sem óhætt er að segja að loftið hafi súrnað eftir birtingu Panamaskjalanna. Sigmundur Davíð skipaði Lilju á sínum tíma utanríkisráðherra.Gunnar Bragi segir í samtali við fréttastofu að hann telji enga ástæðu fyrir þingmenn að segja af sér.Vísir/VilhelmSigmundur segist geta kennt sjálfum sér um „Ef að Lilja hefði einhvern áhuga á að tengjast við okkur þá hefði hún hringt í sumar,“ segir Gunnar Bragi á upptökunni. „Auðvitað“ og „alveg augljóst“ svara Sigmundur Davíð og Bergþór. Gunnar Bragi hrópar: „Henni er bara fokking sama um hvað við erum að gera. Hjólum í helvítis tíkina! Það er bara málið. Af hverju erum við að hlífa henni? Ég er að verða brjálaður! Af hverju erum við að hlífa henni?“ Stundin segir Sigmund í framhaldinu segjast sammála. „Ég get algjörlega sjálfum mér um kennt,“ segir hann og vísar þar væntanlega til þess þegar Lilja var skipuð utanríkisráðherra að hugmynd hans árið 2016 eftir að Panamaskjölin komu fram og Sigmundur þurfti að segja af sér embætti forsætisráðherra. „Ég er búinn að láta þessa konu yrða á mig aftur og aftur,“ segir Sigmundur Davíð.Bergþór Ólason hefur ekki svarað símtölum fréttastofu í dag.Bergþóri tíðrætt um kynlíf „Það hefur engin gugga teymt mig meira á asnaeyrunum en hún, sem ég hef ekki fengið að ríða,“ bætir Bergþór við og vísar þar líklega til Lilju. „Og hún hefur teygt ykkur miklu lengur. Ég er bara nýbúinn að kynnast henni. Þegar við hittumst í skötuveislunni fyrir nokkrum árum þá vissi ég ekki að hún væri til.“ „Það er alveg rétt hjá þér,“ segir Sigmundur Davíð. „Henni er ekki treystandi og hún spilar á karlmenn eins og kvenfólk kann.“ „Who the fuck is that bitch?“ segir einn þingmannanna um Lilju og annar segir „Fuck that bitch“. „Þú getur riðið henni, skilurðu,“ segir Bergþór og virðist samkvæmt Stundinni einnig vísa til Lilju. Ekki náðist í Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra, sem stödd er í Osló, þar sem hún er að flytja erindi á hátíðarsamkomu í Oslóarháskóla sem haldin er í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson kallaði hana helvítis tík. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir henni ekki treystandi. Bergþór Ólason segir enga konu hafa teymt sig eins lengi á asnaeyrum sem hann hefur ekki fengið að ríða. Svo mörg og fleiri voru orð þriggja þingmanna Miðflokksins um Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra eftir því sem Stundin hefur eftir upptökum af umræðum fyrrnefndra þingmanna sem fengu sér neðan í því á hótelbar fyrir rúmri viku. Af umræðum þeirra virðast þeir vera ósáttir við Lilju. Gunnar Bragi og Sigmundur Davíð voru með Lilju í Framsóknarflokknum þar sem óhætt er að segja að loftið hafi súrnað eftir birtingu Panamaskjalanna. Sigmundur Davíð skipaði Lilju á sínum tíma utanríkisráðherra.Gunnar Bragi segir í samtali við fréttastofu að hann telji enga ástæðu fyrir þingmenn að segja af sér.Vísir/VilhelmSigmundur segist geta kennt sjálfum sér um „Ef að Lilja hefði einhvern áhuga á að tengjast við okkur þá hefði hún hringt í sumar,“ segir Gunnar Bragi á upptökunni. „Auðvitað“ og „alveg augljóst“ svara Sigmundur Davíð og Bergþór. Gunnar Bragi hrópar: „Henni er bara fokking sama um hvað við erum að gera. Hjólum í helvítis tíkina! Það er bara málið. Af hverju erum við að hlífa henni? Ég er að verða brjálaður! Af hverju erum við að hlífa henni?“ Stundin segir Sigmund í framhaldinu segjast sammála. „Ég get algjörlega sjálfum mér um kennt,“ segir hann og vísar þar væntanlega til þess þegar Lilja var skipuð utanríkisráðherra að hugmynd hans árið 2016 eftir að Panamaskjölin komu fram og Sigmundur þurfti að segja af sér embætti forsætisráðherra. „Ég er búinn að láta þessa konu yrða á mig aftur og aftur,“ segir Sigmundur Davíð.Bergþór Ólason hefur ekki svarað símtölum fréttastofu í dag.Bergþóri tíðrætt um kynlíf „Það hefur engin gugga teymt mig meira á asnaeyrunum en hún, sem ég hef ekki fengið að ríða,“ bætir Bergþór við og vísar þar líklega til Lilju. „Og hún hefur teygt ykkur miklu lengur. Ég er bara nýbúinn að kynnast henni. Þegar við hittumst í skötuveislunni fyrir nokkrum árum þá vissi ég ekki að hún væri til.“ „Það er alveg rétt hjá þér,“ segir Sigmundur Davíð. „Henni er ekki treystandi og hún spilar á karlmenn eins og kvenfólk kann.“ „Who the fuck is that bitch?“ segir einn þingmannanna um Lilju og annar segir „Fuck that bitch“. „Þú getur riðið henni, skilurðu,“ segir Bergþór og virðist samkvæmt Stundinni einnig vísa til Lilju. Ekki náðist í Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra, sem stödd er í Osló, þar sem hún er að flytja erindi á hátíðarsamkomu í Oslóarháskóla sem haldin er í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands.
Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Sjá meira