Fréttamenn Stöðvar 2 voru á þingi í dag og hittu á þingmenn sem lýsa skoðunum sínum á málinu, einnig er rætt við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um málið og Steingrím J. Sigfússon, þingforseta.
Gunnar Bragi, þingmaður Miðflokksins, sem lét mörg vafasöm ummæli falla á upptökunum verður einnig í ítarlegu viðtali. Við fylgjumst með mætingunni í þingveislu forsetans af tilefni 1. desember sem haldin er í kvöld en af samtölum fréttamanna við þingmenn í dag að dæma er ekki mikil stemmning fyrir veislunni.
Í fréttatímanum fjöllum við einnig um annað stórt fréttamál í dag sem er sú ákvörðun Icelandair Group að hætta við kaup á WOW air. Hlutabréf félagsins lækkuðu um 12,6 prósent í kjölfar fréttanna og samkvæmt sviðsmyndum sem hafa verið unnar gæti fall WOW air haft keðjuverkandi neikvæð áhrif á ferðaþjónustu, valdið samdrætti í útflutningi, veikt gengi krónunnar og ýtt undir verðbólgu.
Hér fyrir neðan má horfa á upptökur úr fréttatímanum.
Klaustursupptökurnar opinberaðar