Eldri spár vanmátu áhrif loftslagsbreytinga Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2018 23:34 Ís á heimskautunum hefur bráðnað mun hraðar en vísindamenn gerðu sér í hugarlund fyrir aldarfjórðungi. Vísir/Getty Hnattræn hlýnun af völdum manna hefur átt sér stað hraðar og verið víðtækari og verri en vísindamenn gerðu ráð fyrir á síðasta áratug síðustu aldar. Á meðal þess sem vísindamenn vanmátu voru gróðureldar, þurrkar, úrhellisúrkomur og fellibylir. Afneitarar loftslagsvísinda halda því iðulega fram að vísindamenn séu „hrakspármenn“. Í reynd hafa loftslagsvísindamenn hins vegar í flestum tilfellum verið of varkárir í spám sínum um áhrif loftslagsbreytinga vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Í umfjöllun AP-fréttastofunnar kemur fram að hnattræn hlýnun hafi ekki orðið alveg eins mikil og sumar spár gerðu ráð fyrir á byrjun 10. áratugsins. Vísindamenn segja hins vegar að spár þess tíma hafi ekki komist nálægt því að segja fyrir um hversu slæmar afleiðingar loftslagsbreytinganna hafa orðið nú þegar. Fyrir nokkrum áratugum hafi vísindamenn einblínt á hækkandi hitastig og yfirborð sjávar. Þeir hafi aftur á móti ekki séð fyrir hvernig hlýnunin myndi magna upp veðuröfgar og náttúruhamfarir eins og raun hefur borið vitni undanfarin ár. „Ég held að ekkert okkar hafi ímyndað okkur að þetta yrði eins slæmt og það er þegar orðið,“ segir Donald Wuebbles, loftslagsvísindamaður við Illinois-háskóla sem var einn höfunda loftslagsskýrslu Bandaríkjastjórnar sem kom út í síðustu viku.Spárnar dekkjast með betri þekkingu Betri þekking, tækni, athuganir og gögn hafi síðan bætt skilning vísindamanna á mögulegum afleiðingum hnattrænnar hlýnunar. Sá skilningur er að áhrif loftslagsbreytinga verði enn verri í framtíðinni en fyrri spár gerðu ráð fyrir. Líkön hafa til dæmis gert vísindamönnum kleift að tengja áhrif hlýnunar við einstaka veðuratburði eins og þurrka, hitabylgjur og fellibyli sem hafa orðið þúsundum manna að aldurtila. Stóru íshellurnar á Grænlandi og Suðurskautslandinu bráðna einnig mun hraðar en vísindamenn töldu mögulegt á síðustu öld. Hvor um sig hefur tapað milljörðum tonna af ís frá 1992. Vegna þessa hafa vísindamenn þurft að tvöfalda spár sínar um hækkun yfirborðs sjávar á þessari öld. Undanfarnir 406 mánuðir hafa allir verið hlýrri en meðaltal 20. aldarinnar. Vísindamenn telja að haldi menn óbreyttri losun á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi, gæti hnattræn hlýnun náð 3-5°C fyrir lok aldarinnar miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Slík ofsahlýnun hefði gríðarlega áhrif á veðurfar og lífsskilyrði bæði manna og annars lífríkis jarðarinn. Hún gæti jafnframt hrint af stað keðjuverkun náttúrulegra svarana sem mögnuðu upp hlýnunina jafnvel þó að menn hættu að losa gróðurhúsalofttegundir. „Við vitum núna að við gætum í alvörunni orðið vitni að fjöldaútrýmingu sem gæti eytt allt að helmingi dýrategunda á jörðinni,“ segir Jonathan Overpeck, deildarforseti í umhverfisfræði við Michigan-háskóla. Loftslagsmál Suðurskautslandið Umhverfismál Vísindi Tengdar fréttir Losun koltvísýrings jókst aftur eftir stutt hlé Vonir höfðu vaknað um að losun gróðurhúsalofttegunda hefði náð jafnvægi eftir nær óbreytta losun síðustu ár. Ríki heims þurfa að girða sig verulega í brók til að hægt verði að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 27. nóvember 2018 19:05 Skýrsla um loftslagsmál lýsir erfiðleikum í framtíð Bandaríkjamanna Loftslagsbreytingar munu kosta Bandaríkin hundruð milljarða dala og hætta heilsu og lífsgæðum í landinu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu um loftslagsmál sem unnin var fyrir bandarísk yfirvöld. 24. nóvember 2018 09:34 Telur sig tilheyra hópi bráðgáfaðra sem trúa ekki á loftslagsbreytingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, trúir ekki mati eigin ríkisstjórnar á því að loftlagsbreytingar ógni heilsu Bandaríkjamanna, innviðum og efnahag. 28. nóvember 2018 10:00 2018 fjórða heitasta árið World Meteorological Organization, sem er stofnun innan Sameinuðu þjóðanna, segir bráðnauðsynlegt að grípa til aðgerða til að sporna gegn hlýnun jarðarinnar. 29. nóvember 2018 12:06 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
Hnattræn hlýnun af völdum manna hefur átt sér stað hraðar og verið víðtækari og verri en vísindamenn gerðu ráð fyrir á síðasta áratug síðustu aldar. Á meðal þess sem vísindamenn vanmátu voru gróðureldar, þurrkar, úrhellisúrkomur og fellibylir. Afneitarar loftslagsvísinda halda því iðulega fram að vísindamenn séu „hrakspármenn“. Í reynd hafa loftslagsvísindamenn hins vegar í flestum tilfellum verið of varkárir í spám sínum um áhrif loftslagsbreytinga vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Í umfjöllun AP-fréttastofunnar kemur fram að hnattræn hlýnun hafi ekki orðið alveg eins mikil og sumar spár gerðu ráð fyrir á byrjun 10. áratugsins. Vísindamenn segja hins vegar að spár þess tíma hafi ekki komist nálægt því að segja fyrir um hversu slæmar afleiðingar loftslagsbreytinganna hafa orðið nú þegar. Fyrir nokkrum áratugum hafi vísindamenn einblínt á hækkandi hitastig og yfirborð sjávar. Þeir hafi aftur á móti ekki séð fyrir hvernig hlýnunin myndi magna upp veðuröfgar og náttúruhamfarir eins og raun hefur borið vitni undanfarin ár. „Ég held að ekkert okkar hafi ímyndað okkur að þetta yrði eins slæmt og það er þegar orðið,“ segir Donald Wuebbles, loftslagsvísindamaður við Illinois-háskóla sem var einn höfunda loftslagsskýrslu Bandaríkjastjórnar sem kom út í síðustu viku.Spárnar dekkjast með betri þekkingu Betri þekking, tækni, athuganir og gögn hafi síðan bætt skilning vísindamanna á mögulegum afleiðingum hnattrænnar hlýnunar. Sá skilningur er að áhrif loftslagsbreytinga verði enn verri í framtíðinni en fyrri spár gerðu ráð fyrir. Líkön hafa til dæmis gert vísindamönnum kleift að tengja áhrif hlýnunar við einstaka veðuratburði eins og þurrka, hitabylgjur og fellibyli sem hafa orðið þúsundum manna að aldurtila. Stóru íshellurnar á Grænlandi og Suðurskautslandinu bráðna einnig mun hraðar en vísindamenn töldu mögulegt á síðustu öld. Hvor um sig hefur tapað milljörðum tonna af ís frá 1992. Vegna þessa hafa vísindamenn þurft að tvöfalda spár sínar um hækkun yfirborðs sjávar á þessari öld. Undanfarnir 406 mánuðir hafa allir verið hlýrri en meðaltal 20. aldarinnar. Vísindamenn telja að haldi menn óbreyttri losun á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi, gæti hnattræn hlýnun náð 3-5°C fyrir lok aldarinnar miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Slík ofsahlýnun hefði gríðarlega áhrif á veðurfar og lífsskilyrði bæði manna og annars lífríkis jarðarinn. Hún gæti jafnframt hrint af stað keðjuverkun náttúrulegra svarana sem mögnuðu upp hlýnunina jafnvel þó að menn hættu að losa gróðurhúsalofttegundir. „Við vitum núna að við gætum í alvörunni orðið vitni að fjöldaútrýmingu sem gæti eytt allt að helmingi dýrategunda á jörðinni,“ segir Jonathan Overpeck, deildarforseti í umhverfisfræði við Michigan-háskóla.
Loftslagsmál Suðurskautslandið Umhverfismál Vísindi Tengdar fréttir Losun koltvísýrings jókst aftur eftir stutt hlé Vonir höfðu vaknað um að losun gróðurhúsalofttegunda hefði náð jafnvægi eftir nær óbreytta losun síðustu ár. Ríki heims þurfa að girða sig verulega í brók til að hægt verði að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 27. nóvember 2018 19:05 Skýrsla um loftslagsmál lýsir erfiðleikum í framtíð Bandaríkjamanna Loftslagsbreytingar munu kosta Bandaríkin hundruð milljarða dala og hætta heilsu og lífsgæðum í landinu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu um loftslagsmál sem unnin var fyrir bandarísk yfirvöld. 24. nóvember 2018 09:34 Telur sig tilheyra hópi bráðgáfaðra sem trúa ekki á loftslagsbreytingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, trúir ekki mati eigin ríkisstjórnar á því að loftlagsbreytingar ógni heilsu Bandaríkjamanna, innviðum og efnahag. 28. nóvember 2018 10:00 2018 fjórða heitasta árið World Meteorological Organization, sem er stofnun innan Sameinuðu þjóðanna, segir bráðnauðsynlegt að grípa til aðgerða til að sporna gegn hlýnun jarðarinnar. 29. nóvember 2018 12:06 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
Losun koltvísýrings jókst aftur eftir stutt hlé Vonir höfðu vaknað um að losun gróðurhúsalofttegunda hefði náð jafnvægi eftir nær óbreytta losun síðustu ár. Ríki heims þurfa að girða sig verulega í brók til að hægt verði að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 27. nóvember 2018 19:05
Skýrsla um loftslagsmál lýsir erfiðleikum í framtíð Bandaríkjamanna Loftslagsbreytingar munu kosta Bandaríkin hundruð milljarða dala og hætta heilsu og lífsgæðum í landinu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu um loftslagsmál sem unnin var fyrir bandarísk yfirvöld. 24. nóvember 2018 09:34
Telur sig tilheyra hópi bráðgáfaðra sem trúa ekki á loftslagsbreytingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, trúir ekki mati eigin ríkisstjórnar á því að loftlagsbreytingar ógni heilsu Bandaríkjamanna, innviðum og efnahag. 28. nóvember 2018 10:00
2018 fjórða heitasta árið World Meteorological Organization, sem er stofnun innan Sameinuðu þjóðanna, segir bráðnauðsynlegt að grípa til aðgerða til að sporna gegn hlýnun jarðarinnar. 29. nóvember 2018 12:06