Verður United fyrst liða til að vinna meistarana? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. nóvember 2018 11:30 Romelu Lukaku vísir/getty Klukkan 16.30 á morgun flautar Anthony Taylor til leiks hjá Manchester-liðunum, City og United, á Etihad. Þetta er lokaleikur 12. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar og sá síðasti fyrir landsleikjahlé. City hefur byrjað þetta tímabil eins og liðið endaði það síðasta; með því að vinna leiki og skora haug af mörkum. Strákarnir hans Peps Guardiola hafa unnið níu af fyrstu ellefu deildarleikjum sínum og gert tvö jafntefli. City hefur skorað 33 mörk og aðeins fengið á sig fjögur. City hefur unnið sex leiki í röð í öllum keppnum með markatölunni 23-1. Það er því yfir litlu að kvarta, inni á vellinum allavega. Það hefur gustað hressilega um United, eða réttara sagt José Mourinho. En úrslitin í síðustu leikjum hafa verið góð. United hefur unnið þrjá leiki í röð í öllum keppnum. Stærsti sigurinn kom gegn Juventus á miðvikudaginn. Enska liðið lenti undir en tryggði sér sigurinn með því að skora tvö mörk undir lokin. United hefur raunar lent undir í fimm af síðustu sex leikjum sínum en aðeins tapað einum þeirra. United lenti einmitt undir í síðasta leik sínum á Etihad en kom til baka, vann og frestaði því að City fagnaði Englandsmeistaratitlinum. Það var einn af fáum hápunktum á frekar auðgleymanlegu tímabili hjá United sem endaði 19 stigum á eftir grönnum sínum. Guardiola og Mourinho hafa marga hildina háð og oft hefur verið stirt á milli þeirra. Þeir hafa þó að mestu haldið sig á mottunni síðan þeir tóku við Manchester-liðunum sumarið 2016. Lið undir stjórn Guardiola og Mourinho hafa mæst 21 sinni. Spánverjinn hefur yfirhöndina í leikjum þeirra á milli. Hann hefur unnið tíu leiki, Mourinho fimm og sex sinnum hefur orðið jafntefli. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Sjá meira
Klukkan 16.30 á morgun flautar Anthony Taylor til leiks hjá Manchester-liðunum, City og United, á Etihad. Þetta er lokaleikur 12. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar og sá síðasti fyrir landsleikjahlé. City hefur byrjað þetta tímabil eins og liðið endaði það síðasta; með því að vinna leiki og skora haug af mörkum. Strákarnir hans Peps Guardiola hafa unnið níu af fyrstu ellefu deildarleikjum sínum og gert tvö jafntefli. City hefur skorað 33 mörk og aðeins fengið á sig fjögur. City hefur unnið sex leiki í röð í öllum keppnum með markatölunni 23-1. Það er því yfir litlu að kvarta, inni á vellinum allavega. Það hefur gustað hressilega um United, eða réttara sagt José Mourinho. En úrslitin í síðustu leikjum hafa verið góð. United hefur unnið þrjá leiki í röð í öllum keppnum. Stærsti sigurinn kom gegn Juventus á miðvikudaginn. Enska liðið lenti undir en tryggði sér sigurinn með því að skora tvö mörk undir lokin. United hefur raunar lent undir í fimm af síðustu sex leikjum sínum en aðeins tapað einum þeirra. United lenti einmitt undir í síðasta leik sínum á Etihad en kom til baka, vann og frestaði því að City fagnaði Englandsmeistaratitlinum. Það var einn af fáum hápunktum á frekar auðgleymanlegu tímabili hjá United sem endaði 19 stigum á eftir grönnum sínum. Guardiola og Mourinho hafa marga hildina háð og oft hefur verið stirt á milli þeirra. Þeir hafa þó að mestu haldið sig á mottunni síðan þeir tóku við Manchester-liðunum sumarið 2016. Lið undir stjórn Guardiola og Mourinho hafa mæst 21 sinni. Spánverjinn hefur yfirhöndina í leikjum þeirra á milli. Hann hefur unnið tíu leiki, Mourinho fimm og sex sinnum hefur orðið jafntefli.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Sjá meira