Halda áfram uppreisn gegn forsætisráðherra Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. nóvember 2018 10:00 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. Vísir/Getty Lýðræðislegi sambandsflokkurinn (DUP), norðurírski flokkurinn sem ver ríkisstjórn Íhaldsflokksins á Bretlandi undir forsæti Theresu May vantrausti, mun ekki styðja Brexit-áform May ef þau koma óbreytt fyrir breska þingið. Þetta sagði formaðurinn Arlene Foster í viðtali við írsku sjónvarpsstöðina RTE í gær. „Ef hún leggur það sem er að finna í bréfi hennar fyrir þingið og atkvæðagreiðsla fer fram þá munum við ekki geta stutt málið,“ sagði Foster en flokkur hennar hefur tíu þingmenn. Án þeirra hefur ríkisstjórnin ekki meirihluta. „Hún þarf nú að ákveða hvort hún vilji feta áfram þennan stíg þar sem hún veit að hún hefur ekki stuðning lýðræðislegu sambandssinnanna tíu í Westminster,“ bætti Foster við. Rótin að óánægjunni er það sem Foster telur vera svikin loforð um landamæri Írlands og Bretlands. Téðu bréfi May til Foster var lekið til The Times og þar sagði May að málamiðlanir væru óumflýjanlegar. DUP-liðar hafa ítrekað farið fram á að komið verði í veg fyrir sýnileg landamæri á svæðinu. Samkvæmt BBC eru DUP-liðar einnig óánægðir með þá stefnu May að Norður-Írland gæti þurft að samþykkja reglugerðir innri markaðar ESB, vilji fólk koma í veg fyrir sýnileg landamæri. Landamæramálið hefur reynst rembihnútur í samningaviðræðum ESB og Breta um útgönguna. Svo erfitt virðist málið að mögulega gætu Bretar þurft að ganga út án samnings um framtíðarsamband við ESB. Fleiri eru óánægð með May. Í gær tilkynnti Jo Johnson, yngri bróðir Boris, um að hann segði af sér sem undirsamgönguráðherra. Brexit-málið var ástæðan en áður hafði eldri bróðirinn sagt af sér í utanríkisráðuneytinu af sömu ástæðu. Johnson sagðist ekki geta greitt atkvæði með áætlunum May þegar þær koma fyrir þingið. Kallaði þær sprottnar af hugarórum. „Að gefa þjóðinni tvo valkosti, annaðhvort yrðum við algjör undirlægja eða hér myndi ríkja glundroði, er versta frammistaða Bretlands á alþjóðavettvangi frá því í Súesdeilunni. Vegna þess farsa sem Brexit-málið er orðið er það eina rétta í stöðunni að leyfa þjóðinni að eiga lokaorðið,“ sagði Johnson sem barðist gegn Brexit í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2016. „Boris bróðir minn, sem leiddi baráttuna fyrir útgöngu, er afar óánægður með tillögur ríkisstjórnarinnar. Það er ég líka. Ég þekki það af eigin reynslu í samgönguráðuneytinu að mikill glundroði myndi fylgja Brexit án samnings,“ bætti Johnson við enn fremur. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Fleiri fréttir Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Sjá meira
Lýðræðislegi sambandsflokkurinn (DUP), norðurírski flokkurinn sem ver ríkisstjórn Íhaldsflokksins á Bretlandi undir forsæti Theresu May vantrausti, mun ekki styðja Brexit-áform May ef þau koma óbreytt fyrir breska þingið. Þetta sagði formaðurinn Arlene Foster í viðtali við írsku sjónvarpsstöðina RTE í gær. „Ef hún leggur það sem er að finna í bréfi hennar fyrir þingið og atkvæðagreiðsla fer fram þá munum við ekki geta stutt málið,“ sagði Foster en flokkur hennar hefur tíu þingmenn. Án þeirra hefur ríkisstjórnin ekki meirihluta. „Hún þarf nú að ákveða hvort hún vilji feta áfram þennan stíg þar sem hún veit að hún hefur ekki stuðning lýðræðislegu sambandssinnanna tíu í Westminster,“ bætti Foster við. Rótin að óánægjunni er það sem Foster telur vera svikin loforð um landamæri Írlands og Bretlands. Téðu bréfi May til Foster var lekið til The Times og þar sagði May að málamiðlanir væru óumflýjanlegar. DUP-liðar hafa ítrekað farið fram á að komið verði í veg fyrir sýnileg landamæri á svæðinu. Samkvæmt BBC eru DUP-liðar einnig óánægðir með þá stefnu May að Norður-Írland gæti þurft að samþykkja reglugerðir innri markaðar ESB, vilji fólk koma í veg fyrir sýnileg landamæri. Landamæramálið hefur reynst rembihnútur í samningaviðræðum ESB og Breta um útgönguna. Svo erfitt virðist málið að mögulega gætu Bretar þurft að ganga út án samnings um framtíðarsamband við ESB. Fleiri eru óánægð með May. Í gær tilkynnti Jo Johnson, yngri bróðir Boris, um að hann segði af sér sem undirsamgönguráðherra. Brexit-málið var ástæðan en áður hafði eldri bróðirinn sagt af sér í utanríkisráðuneytinu af sömu ástæðu. Johnson sagðist ekki geta greitt atkvæði með áætlunum May þegar þær koma fyrir þingið. Kallaði þær sprottnar af hugarórum. „Að gefa þjóðinni tvo valkosti, annaðhvort yrðum við algjör undirlægja eða hér myndi ríkja glundroði, er versta frammistaða Bretlands á alþjóðavettvangi frá því í Súesdeilunni. Vegna þess farsa sem Brexit-málið er orðið er það eina rétta í stöðunni að leyfa þjóðinni að eiga lokaorðið,“ sagði Johnson sem barðist gegn Brexit í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2016. „Boris bróðir minn, sem leiddi baráttuna fyrir útgöngu, er afar óánægður með tillögur ríkisstjórnarinnar. Það er ég líka. Ég þekki það af eigin reynslu í samgönguráðuneytinu að mikill glundroði myndi fylgja Brexit án samnings,“ bætti Johnson við enn fremur.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Fleiri fréttir Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent