Lögreglan læri meira af því liðna segir verjandi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 10. nóvember 2018 09:00 Þorgils Þorgilsson lögmaður á spjalli við lögreglumann í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Fréttablaðið/Stefán „Það er alveg ljóst að lögreglan hefur enn ekki dregið nægan lærdóm af mistökum fortíðarinnar,“ segir Þorgils Þorgilsson, verjandi Sindra Þórs Stefánssonar, um rannsókn gagnaversmálsins hjá lögreglu. Hann segist sjaldan á sínum lögmannsferli hafa upplifað sambærileg brot á réttindum sakaðra manna. Munnlegur málflutningur fór fram um kröfu þriggja ákærðu um frávísun málsins í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Verjendur höfðu uppi stóryrtar lýsingar á rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum á málinu og lýstu meintum brotum á mannréttindum skjólstæðinga sinna. „Við erum nýbúin að rifja upp afleiðingar þess að virða ekki leikreglurnar,“ sagði Þorgils í lok sinnar ræðu fyrir dómi. Aðspurður segir Þorgils að hann vísi þar til rannsóknar Guðmundar- og Geirfinnsmála sem mikið hafa verið til umfjöllunar að undanförnu vegna endurupptöku þeirra og nýlegs sýknudóms Hæstaréttar. Þorgils lýsti meðal annars þvingunarráðstöfunum sem hann hafi sjálfur þurft að þola í starfi sínu sem verjandi Sindra. Hann hafi sjálfur fengið réttarstöðu sakbornings í málinu, lagt hafi verið hald á síma hans, lögregla hafi neitað skjólstæðingi hans um verjanda að eigin vali en reynt hafi verið að koma í veg fyrir að hann yrði skipaður verjandi Sindra í málinu, þrátt fyrir sérstakar óskir Sindra þar að lútandi. „Það er alvarlegt brot á rétti sakaðs manns að lögregla beiti sér gagnvart verjendum með þeim hætti sem gert hefur verið í þessu máli,“ segir Þorgils. Hann segir að þegar lögregla beiti verjanda sakaðs manns þvingunaraðgerðum sé um leið komið í veg fyrir að hann geti sinnt réttindagæslu fyrir skjólstæðing sinn, enda forsenda trausts þeirra í milli alger forsenda þess að hinn sakaði maður njóti raunverulegrar réttargæslu. Alda Hrönn Jóhannsdóttir flutti málið af hálfu ákæruvaldsins. Hún vísaði málflutningi verjendanna á bug og sagði greinargerð Þorgils og Guðna Jóseps Einarssonar, verjanda annars ákærða, fulla af rangfærslum og dylgjum í garð lögreglunnar. Full ástæða hefði verið til þeirra aðgerða sem gripið var til gagnvart verjanda Sindra enda hefði rökstuddur grunur verið uppi um aðstoð hans við flótta Sindra Þórs úr fangelsi og af landi brott. Hún vísaði til þess að Sindri hefði óskað eftir því við verjanda sinn að hann afhenti sér vegabréf sitt og við fyrirtöku um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Sindra hefði Þorgils fært honum vegabréfið. „Ef lögregla vildi halda vegabréfi skjólstæðings míns hefði hún ekki átt að afhenda mér það,“ segir Þorgils. Hann segir að við afhendingu vegabréfsins til sín hafi lögreglan í raun og veru verið að afhenda Sindra sjálfum það. Sjálfum sé honum ekki heimilt að halda vegabréfinu. Þorgils vísar því alfarið á bug að hafa aðstoðað skjólstæðing sinn með þeim hætti sem saksóknari haldi fram. Sindri hafi ekki notað umrætt vegabréf við brottför af landinu, heldur gefið upp annað nafn en sitt eigið. Auk þess hafi brottför Sindra frá Sogni og af landi brott ekki verið ólögmæt þar sem hann var ekki frelsissviptur með dómi á umræddum tíma, eins og margoft hefur komið fram. Úrskurðar um frávísunarkröfuna er að vænta í næstu viku. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
„Það er alveg ljóst að lögreglan hefur enn ekki dregið nægan lærdóm af mistökum fortíðarinnar,“ segir Þorgils Þorgilsson, verjandi Sindra Þórs Stefánssonar, um rannsókn gagnaversmálsins hjá lögreglu. Hann segist sjaldan á sínum lögmannsferli hafa upplifað sambærileg brot á réttindum sakaðra manna. Munnlegur málflutningur fór fram um kröfu þriggja ákærðu um frávísun málsins í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Verjendur höfðu uppi stóryrtar lýsingar á rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum á málinu og lýstu meintum brotum á mannréttindum skjólstæðinga sinna. „Við erum nýbúin að rifja upp afleiðingar þess að virða ekki leikreglurnar,“ sagði Þorgils í lok sinnar ræðu fyrir dómi. Aðspurður segir Þorgils að hann vísi þar til rannsóknar Guðmundar- og Geirfinnsmála sem mikið hafa verið til umfjöllunar að undanförnu vegna endurupptöku þeirra og nýlegs sýknudóms Hæstaréttar. Þorgils lýsti meðal annars þvingunarráðstöfunum sem hann hafi sjálfur þurft að þola í starfi sínu sem verjandi Sindra. Hann hafi sjálfur fengið réttarstöðu sakbornings í málinu, lagt hafi verið hald á síma hans, lögregla hafi neitað skjólstæðingi hans um verjanda að eigin vali en reynt hafi verið að koma í veg fyrir að hann yrði skipaður verjandi Sindra í málinu, þrátt fyrir sérstakar óskir Sindra þar að lútandi. „Það er alvarlegt brot á rétti sakaðs manns að lögregla beiti sér gagnvart verjendum með þeim hætti sem gert hefur verið í þessu máli,“ segir Þorgils. Hann segir að þegar lögregla beiti verjanda sakaðs manns þvingunaraðgerðum sé um leið komið í veg fyrir að hann geti sinnt réttindagæslu fyrir skjólstæðing sinn, enda forsenda trausts þeirra í milli alger forsenda þess að hinn sakaði maður njóti raunverulegrar réttargæslu. Alda Hrönn Jóhannsdóttir flutti málið af hálfu ákæruvaldsins. Hún vísaði málflutningi verjendanna á bug og sagði greinargerð Þorgils og Guðna Jóseps Einarssonar, verjanda annars ákærða, fulla af rangfærslum og dylgjum í garð lögreglunnar. Full ástæða hefði verið til þeirra aðgerða sem gripið var til gagnvart verjanda Sindra enda hefði rökstuddur grunur verið uppi um aðstoð hans við flótta Sindra Þórs úr fangelsi og af landi brott. Hún vísaði til þess að Sindri hefði óskað eftir því við verjanda sinn að hann afhenti sér vegabréf sitt og við fyrirtöku um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Sindra hefði Þorgils fært honum vegabréfið. „Ef lögregla vildi halda vegabréfi skjólstæðings míns hefði hún ekki átt að afhenda mér það,“ segir Þorgils. Hann segir að við afhendingu vegabréfsins til sín hafi lögreglan í raun og veru verið að afhenda Sindra sjálfum það. Sjálfum sé honum ekki heimilt að halda vegabréfinu. Þorgils vísar því alfarið á bug að hafa aðstoðað skjólstæðing sinn með þeim hætti sem saksóknari haldi fram. Sindri hafi ekki notað umrætt vegabréf við brottför af landinu, heldur gefið upp annað nafn en sitt eigið. Auk þess hafi brottför Sindra frá Sogni og af landi brott ekki verið ólögmæt þar sem hann var ekki frelsissviptur með dómi á umræddum tíma, eins og margoft hefur komið fram. Úrskurðar um frávísunarkröfuna er að vænta í næstu viku.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira