Innlent

Grunaður um ósæmilega hegðun

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Það var nóg að gera hjá lögreglu í nótt.
Það var nóg að gera hjá lögreglu í nótt. Vísir/Vilhelm
Ölvaður maður var handtekinn á veitingahúsi í miðborg Reykjavíkur seint í nótt. Maðurinn er grunaður um ósæmilega hegðun.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en ekkert annað er sagt um málið utan þess að maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu vegna rannsóknar málsins.

Þá var maður handtekinn í Laugardalnum skömmu fyrir miðnætti, grunaður um innbrot í heimahús. Var hann einnig vistaður í fangageymslu vegna málsins.

Á sama tíma var ökumaður gripinn á 111 kílómetra hraða á Reykjanesbraut á svæði þar sem hámarkshraði er 60 kílómetrar á klukkustund. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur auk þess sem að bifreiðin reyndist ótryggð. Voru skáningarnúmer bifreiðarinnar klippt af eftir að maðurinn var handtekinn.

Þá var karlmaður handtekinn í Breiðholti í gærkvöldi, grunaður um hilmingu, vörslu fíkniefna og brot á vopnalögum. Maðurinn var handtekinn og færður í fangageymslur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×