Sænskur blaðamaður sektaður fyrir að sniglast í sjókvíaeldi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. nóvember 2018 07:00 Illa farinn lax var í kvíum sem myndaðar voru í Alta. M Mynd/Mikael Frödin Sænski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Mikael Frödin var fyrir helgi dæmdur til greiðslu sektar í undirrétti í Alta-héraði Noregs fyrir brot gegn fiskeldislöggjöf landsins. Frödin hafði fangað og myndað fisk í laxeldiskví í sjó í Alta. Frödin fór í sjókvína vopnaður myndavél í júlí í fyrra. Þar festi hann á filmu ástand fisksins í eldiskvínni en þær myndir sýndu meðal annars fiska sem voru illa leiknir af laxalús. Myndefnið var síðar notað í heimildarmynd um efnið. Fyrir dómi viðurkenndi Frödin háttsemina en krafðist sýknu á grundvelli neyðarréttarsjónarmiða. Sagði hann að gjörðir sínar hefðu miðað að því að bjarga norska villilaxinum en Frödin er í hópi þeirra sem telja að honum stafi mikil hætta af eldislaxi. Dómari málsins tók ekki undir þau sjónarmið. Taldi hann háttsemina eiga lítið skylt við neyðarrétt heldur væri um að ræða „PR brellu“ í tengslum við þá pólitísku umræðu sem á sér stað í Noregi þessi dægrin. Gerði hann honum sekt að upphæð 12 þúsund norskar krónur, andvirði tæpra 175 þúsund íslenskra króna, en 24 daga fangelsisvist kemur í stað sektarinnar verði hún ekki greidd. „Ég tel ekki að ég eigi að hljóta refsingu fyrir þetta því það var skylda mín sem blaðamaður að upplýsa almenning um alvöru málsins. […] Ef lögin segja að við megum ekki skoða þetta með eigin augum, þá verðum við að treysta á að fyrirtækin sendi frá sér réttar upplýsingar. Nú þegar við vitum hvernig staðan er í raun, vitum við að frásagnir þeirra standast ekki,“ segir Frödin í yfirlýsingu. Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Noregur Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Sænski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Mikael Frödin var fyrir helgi dæmdur til greiðslu sektar í undirrétti í Alta-héraði Noregs fyrir brot gegn fiskeldislöggjöf landsins. Frödin hafði fangað og myndað fisk í laxeldiskví í sjó í Alta. Frödin fór í sjókvína vopnaður myndavél í júlí í fyrra. Þar festi hann á filmu ástand fisksins í eldiskvínni en þær myndir sýndu meðal annars fiska sem voru illa leiknir af laxalús. Myndefnið var síðar notað í heimildarmynd um efnið. Fyrir dómi viðurkenndi Frödin háttsemina en krafðist sýknu á grundvelli neyðarréttarsjónarmiða. Sagði hann að gjörðir sínar hefðu miðað að því að bjarga norska villilaxinum en Frödin er í hópi þeirra sem telja að honum stafi mikil hætta af eldislaxi. Dómari málsins tók ekki undir þau sjónarmið. Taldi hann háttsemina eiga lítið skylt við neyðarrétt heldur væri um að ræða „PR brellu“ í tengslum við þá pólitísku umræðu sem á sér stað í Noregi þessi dægrin. Gerði hann honum sekt að upphæð 12 þúsund norskar krónur, andvirði tæpra 175 þúsund íslenskra króna, en 24 daga fangelsisvist kemur í stað sektarinnar verði hún ekki greidd. „Ég tel ekki að ég eigi að hljóta refsingu fyrir þetta því það var skylda mín sem blaðamaður að upplýsa almenning um alvöru málsins. […] Ef lögin segja að við megum ekki skoða þetta með eigin augum, þá verðum við að treysta á að fyrirtækin sendi frá sér réttar upplýsingar. Nú þegar við vitum hvernig staðan er í raun, vitum við að frásagnir þeirra standast ekki,“ segir Frödin í yfirlýsingu.
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Noregur Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira