Forsvarsmenn Stratford-leikhúshátíðarinnar, sem Rain stofnaði til, staðfestu andlát Rain á Twitter. Leikarinn kom margoft fram á leiklistarhátíðinni og var tilnefndur til Tony-verðlauna árið 1972. Hann er þó þekktastur fyrir að hafa talað fyrir tölvuna Hal 9000 í 2001, kvikmynd Stanley Kubrick frá árinu 1968.
Hal stýrði geimskipinu í kvikmyndinni en gerði að lokum uppreisn gegn þeim mönnum sem stýrðu skipinu, eftir að þeir hugðust slökkva á tölvunni vegna gruns um að hún væri að bila.
Kubrick hugðist fyrst fá leikarana Martin Balsam eða Nigel Davenport til að tala fyrir Hal, en valdi að lokum Rain eftir að hafa heyrt rödd hans í heimildarmyndinni Universe.
Rain á að hafa verið við upptökur á 2001: A Space Odyssey í alls tíu tíma. Samkvæmt New York Times lét Rain þó aldrei verða að því að sjá kvikmyndina.