Olíuverð hækkar á ný Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. nóvember 2018 14:45 Bílstjóri fyllir á tankinn í Teheran. Þvinganir Bandaríkjamanna gegn Íran hafa ekki haft jafn mikil áhrif á olíuverð eins og spár höfðu gert ráð fyrir. Getty/Anadolu Olíuverð hefur hækkað í dag og er nú komið aftur yfir 70 dali á tunnuna. Hækkunina má rekja beint til ummæla orkumálaráðherra Sádí-Arabíu þess efnis að stærstu olíuframleiðendur heims hefðu sæst á að draga verulega úr olíuframleiðslu á næsta ári. Ráðherrann, Khalid al-Falih, sagði í samtali við fréttamenn að loknum fundi OPEC-ríkjanna um helgina að líklega þyrfti að minnka framleiðsluna um næstum milljón tunnur á dag. Olíuverð hefur lækkað mikið síðustu vikur eftir að hafa náð fjögurra ára hámarki í lok september. Þá kostaði tunnan rúmlega 80 dali en hefur síðan fallið niður fyrir 70. Ummæli orkumálaráðherrans urðu til þess að snúa við þessari þróun. Olíutunnan er nú föl á rúman 71 bandaríkjadal og allt virðist stefna í að verðhækkunin verði sú mesta í rúman mánuð.Sjá einnig: Skörp lækkun á olíuverði ekki skilað sér OPEC-ríkin féllust á það í sumar að auka framleiðslu sína um rúmlega milljón tunnur með það fyrir augum að slá á fyrirséða verðhækkun. Í upphafi síðasta mánaðar voru uppi háværar vangaveltur um áhrif viðskiptaþvingana Bandaríkjanna á Íran og óttuðust greinendur að olíutunnan kynni að að rjúfa 100 dala múrinn.Khalid al-Falih á fundi Opec í sumar, þegar tekin var ákvörðun um að auka olíuframleiðslu um milljón tunnur á dag.Getty/AndalouÞað gerðist þó ekki heldur tók olíuverð að lækka - og það nokkuð skarpt. Vísir greindi þannig frá því fyrir helgi að hækkunin hafi numið næstum 17 prósentum á örfáum vikum. Fram kemur í umfjöllun Guardian um málið að þessa lækkun megi rekja til nokkurra þátta; ekki síst undanþága sem Bandaríkjamenn hafa veitt 8 ríkjum þannig að þau geti áfram keypt olíu af Íran, mikilli framleiðslu í Bandaríkjunum og spám sem gera ráð fyrir hægari vexti eftirspurnar en áður var talið. Orkumálaráðherra Sádí-Arabíu minntist einmitt á þessar undanþágur Bandaríkjanna í máli sínu í gær. „Viðskiptaþvinganirnar höfðu ekki jafn mikil áhrif á markaðinn og spár gerðu ráð fyrir,“ sagði Falih. „Við munum þurfa að minnka framleiðsluna um næstum 1 milljón tunna sé miðað við framleiðsluna í október. Það er samhljómur um að það verði að gera allt til þess að ná jafnvægi á markaðnum.“ Greinendur útiloka ekki að lækkunarhrinan kunni að vera búin og að væntanlegar aðgerðir OPEC-ríkjanna komi til með að slá á frekari sveiflur á næstunni. Rétt er þó að taka fram að engin formleg ákvörðun um breytingar á olíuframleiðslu hafa verið teknar. Það verður líklega ekki gert fyrr en á næsta fundi OPEC-ríkjanna, sem fram fer í Vínarborg þann 6. desember næstkomandi. Bensín og olía Efnahagsmál Íran Samgöngur Tengdar fréttir Skörp lækkun á olíuverði ekki skilað sér Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hríðfallið á nokkrum vikum, en engin merki sjást enn um það hér á landi. FÍB telur hinsvegar að þetta veiti olíufélögunum hér heima ótvírætt svigrúm til verðlækkana. 9. nóvember 2018 14:31 Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Versta kartöfluuppskeran í áratugi Viðskipti innlent Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Kaupir Horn III út úr Líflandi Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Olíuverð hefur hækkað í dag og er nú komið aftur yfir 70 dali á tunnuna. Hækkunina má rekja beint til ummæla orkumálaráðherra Sádí-Arabíu þess efnis að stærstu olíuframleiðendur heims hefðu sæst á að draga verulega úr olíuframleiðslu á næsta ári. Ráðherrann, Khalid al-Falih, sagði í samtali við fréttamenn að loknum fundi OPEC-ríkjanna um helgina að líklega þyrfti að minnka framleiðsluna um næstum milljón tunnur á dag. Olíuverð hefur lækkað mikið síðustu vikur eftir að hafa náð fjögurra ára hámarki í lok september. Þá kostaði tunnan rúmlega 80 dali en hefur síðan fallið niður fyrir 70. Ummæli orkumálaráðherrans urðu til þess að snúa við þessari þróun. Olíutunnan er nú föl á rúman 71 bandaríkjadal og allt virðist stefna í að verðhækkunin verði sú mesta í rúman mánuð.Sjá einnig: Skörp lækkun á olíuverði ekki skilað sér OPEC-ríkin féllust á það í sumar að auka framleiðslu sína um rúmlega milljón tunnur með það fyrir augum að slá á fyrirséða verðhækkun. Í upphafi síðasta mánaðar voru uppi háværar vangaveltur um áhrif viðskiptaþvingana Bandaríkjanna á Íran og óttuðust greinendur að olíutunnan kynni að að rjúfa 100 dala múrinn.Khalid al-Falih á fundi Opec í sumar, þegar tekin var ákvörðun um að auka olíuframleiðslu um milljón tunnur á dag.Getty/AndalouÞað gerðist þó ekki heldur tók olíuverð að lækka - og það nokkuð skarpt. Vísir greindi þannig frá því fyrir helgi að hækkunin hafi numið næstum 17 prósentum á örfáum vikum. Fram kemur í umfjöllun Guardian um málið að þessa lækkun megi rekja til nokkurra þátta; ekki síst undanþága sem Bandaríkjamenn hafa veitt 8 ríkjum þannig að þau geti áfram keypt olíu af Íran, mikilli framleiðslu í Bandaríkjunum og spám sem gera ráð fyrir hægari vexti eftirspurnar en áður var talið. Orkumálaráðherra Sádí-Arabíu minntist einmitt á þessar undanþágur Bandaríkjanna í máli sínu í gær. „Viðskiptaþvinganirnar höfðu ekki jafn mikil áhrif á markaðinn og spár gerðu ráð fyrir,“ sagði Falih. „Við munum þurfa að minnka framleiðsluna um næstum 1 milljón tunna sé miðað við framleiðsluna í október. Það er samhljómur um að það verði að gera allt til þess að ná jafnvægi á markaðnum.“ Greinendur útiloka ekki að lækkunarhrinan kunni að vera búin og að væntanlegar aðgerðir OPEC-ríkjanna komi til með að slá á frekari sveiflur á næstunni. Rétt er þó að taka fram að engin formleg ákvörðun um breytingar á olíuframleiðslu hafa verið teknar. Það verður líklega ekki gert fyrr en á næsta fundi OPEC-ríkjanna, sem fram fer í Vínarborg þann 6. desember næstkomandi.
Bensín og olía Efnahagsmál Íran Samgöngur Tengdar fréttir Skörp lækkun á olíuverði ekki skilað sér Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hríðfallið á nokkrum vikum, en engin merki sjást enn um það hér á landi. FÍB telur hinsvegar að þetta veiti olíufélögunum hér heima ótvírætt svigrúm til verðlækkana. 9. nóvember 2018 14:31 Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Versta kartöfluuppskeran í áratugi Viðskipti innlent Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Kaupir Horn III út úr Líflandi Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Skörp lækkun á olíuverði ekki skilað sér Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hríðfallið á nokkrum vikum, en engin merki sjást enn um það hér á landi. FÍB telur hinsvegar að þetta veiti olíufélögunum hér heima ótvírætt svigrúm til verðlækkana. 9. nóvember 2018 14:31