Meiðslalistinn lengist enn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. nóvember 2018 08:00 Gylfi Þór meiddist í leik Everton um helgina vísir/vilhelm Eftir tímabil þar sem þjálfarar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gátu oftast stillt upp sama eða svipuðu byrjunarliði leik eftir leik blasir annar veruleiki við Erik Hamrén í dag. Hvorki fleiri né færri en átta leikmenn, sem væru alla jafna í hópnum, verða fjarverandi gegn Belgíu í Þjóðadeildinni og vináttulandsleiknum gegn Katar á næstu dögum vegna meiðsla. Síðan Hamrén tók við hefur hann aldrei getað teflt fram sínu sterkasta liði en ástandið er sérstaklega slæmt núna. Meiðsladraugurinn ásækir íslenska liðið af miklum krafti þessi dægrin. Gylfi Þór Sigurðsson var síðastur til að bætast á meiðslalistann en hann meiddist í leik Everton og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Daginn áður meiddist Jóhann Berg Guðmundsson í leik Burnley og Leicester City. Tveir af þremur Íslendingum í ensku úrvalsdeildinni verða því fjarverandi í leikjunum gegn Belgíu og Katar. Aron Einar Gunnarsson er hins vegar kominn aftur inn í hópinn í fyrsta sinn frá HM í sumar. Hann leikur gegn Belgíu en fær frí gegn Katar. Fyrir utan Gylfa og Jóhann Berg eru Emil Hallfreðsson, Ragnar Sigurðsson, Jón Daði Böðvarsson, Björn Bergmann Sigurðarson, Hólmar Örn Eyjólfsson og Rúnar Már Sigurjónsson meiddir. Sjö af þessum átta leikmönnum voru í HM-hópnum í sumar. Leikmennirnir átta sem eru á meiðslalistanum hafa samtals leikið 375 landsleiki, eða 46,9 að meðaltali á mann. Þeir 24 leikmenn sem eru í íslenska hópnum, eins og hann lítur út í dag, eiga að meðaltali 30,4 landsleiki að baki. Reynslan hefur því oft verið meiri í íslenska hópnum en akkúrat núna. Tveir leikmenn í íslenska hópnum (Jón Dagur Þorsteinsson og Arnór Sigurðsson) hafa ekki enn leikið landsleik. Sjö leikmenn (Rúnar Alex Rúnarsson, Hjörtur Hermannsson, Guðmundur Þórarinsson, Guðlaugur Victor Pálsson, Samúel Kári Friðjónsson, Albert Guðmundsson og Andri Rúnar Bjarnason) hafa leikið á bilinu tvo til níu landsleiki. Það verða viðbrigði að sjá íslensku vörnina án Ragnars Sigurðssonar. Hann hefur leikið 43 keppnisleiki með landsliðinu í röð og ekki misst af keppnisleik síðan 2011. Ragnar lék alla tíu leikina í undankeppni HM 2014 og 2018, tvo umspilsleiki gegn Króatíu fyrir HM 2014, tíu leiki í undankeppni EM 2016, leikina fimm á EM 2016, þrjá leiki á HM 2018 og leikina þrjá í Þjóðadeildinni í ár. Fastlega má gera ráð fyrir því að Kári Árnason og Sverrir Ingi Ingason standi vaktina í miðri vörn Íslands gegn Belgíu. Í leikjunum þremur í Þjóðadeildinni hefur Hamrén notað 22 leikmenn. Til samanburðar notaði Heimir Hallgrímsson 22 leikmenn í tíu leikjum í undankeppni HM 2018. Það er bót í máli að úrslit leiksins gegn ógnarsterku liði Belga skipta litlu. Ísland er fallið úr A-deild Þjóðadeildarinnar eftir að hafa tapað fyrstu þremur leikjum sínum í keppninni. Leikurinn gegn Katar er svo vináttulandsleikur. Aðrir leikmenn en þeir sem hafa skipað íslenska landsliðið á síðustu árum fá núna tækifæri til að spreyta sig og Hamrén ætti að vera nær því að finna hvaða hesta hann getur veðjað á í undankeppni EM 2020. Birtist í Fréttablaðinu Þjóðadeild UEFA Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira
Eftir tímabil þar sem þjálfarar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gátu oftast stillt upp sama eða svipuðu byrjunarliði leik eftir leik blasir annar veruleiki við Erik Hamrén í dag. Hvorki fleiri né færri en átta leikmenn, sem væru alla jafna í hópnum, verða fjarverandi gegn Belgíu í Þjóðadeildinni og vináttulandsleiknum gegn Katar á næstu dögum vegna meiðsla. Síðan Hamrén tók við hefur hann aldrei getað teflt fram sínu sterkasta liði en ástandið er sérstaklega slæmt núna. Meiðsladraugurinn ásækir íslenska liðið af miklum krafti þessi dægrin. Gylfi Þór Sigurðsson var síðastur til að bætast á meiðslalistann en hann meiddist í leik Everton og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Daginn áður meiddist Jóhann Berg Guðmundsson í leik Burnley og Leicester City. Tveir af þremur Íslendingum í ensku úrvalsdeildinni verða því fjarverandi í leikjunum gegn Belgíu og Katar. Aron Einar Gunnarsson er hins vegar kominn aftur inn í hópinn í fyrsta sinn frá HM í sumar. Hann leikur gegn Belgíu en fær frí gegn Katar. Fyrir utan Gylfa og Jóhann Berg eru Emil Hallfreðsson, Ragnar Sigurðsson, Jón Daði Böðvarsson, Björn Bergmann Sigurðarson, Hólmar Örn Eyjólfsson og Rúnar Már Sigurjónsson meiddir. Sjö af þessum átta leikmönnum voru í HM-hópnum í sumar. Leikmennirnir átta sem eru á meiðslalistanum hafa samtals leikið 375 landsleiki, eða 46,9 að meðaltali á mann. Þeir 24 leikmenn sem eru í íslenska hópnum, eins og hann lítur út í dag, eiga að meðaltali 30,4 landsleiki að baki. Reynslan hefur því oft verið meiri í íslenska hópnum en akkúrat núna. Tveir leikmenn í íslenska hópnum (Jón Dagur Þorsteinsson og Arnór Sigurðsson) hafa ekki enn leikið landsleik. Sjö leikmenn (Rúnar Alex Rúnarsson, Hjörtur Hermannsson, Guðmundur Þórarinsson, Guðlaugur Victor Pálsson, Samúel Kári Friðjónsson, Albert Guðmundsson og Andri Rúnar Bjarnason) hafa leikið á bilinu tvo til níu landsleiki. Það verða viðbrigði að sjá íslensku vörnina án Ragnars Sigurðssonar. Hann hefur leikið 43 keppnisleiki með landsliðinu í röð og ekki misst af keppnisleik síðan 2011. Ragnar lék alla tíu leikina í undankeppni HM 2014 og 2018, tvo umspilsleiki gegn Króatíu fyrir HM 2014, tíu leiki í undankeppni EM 2016, leikina fimm á EM 2016, þrjá leiki á HM 2018 og leikina þrjá í Þjóðadeildinni í ár. Fastlega má gera ráð fyrir því að Kári Árnason og Sverrir Ingi Ingason standi vaktina í miðri vörn Íslands gegn Belgíu. Í leikjunum þremur í Þjóðadeildinni hefur Hamrén notað 22 leikmenn. Til samanburðar notaði Heimir Hallgrímsson 22 leikmenn í tíu leikjum í undankeppni HM 2018. Það er bót í máli að úrslit leiksins gegn ógnarsterku liði Belga skipta litlu. Ísland er fallið úr A-deild Þjóðadeildarinnar eftir að hafa tapað fyrstu þremur leikjum sínum í keppninni. Leikurinn gegn Katar er svo vináttulandsleikur. Aðrir leikmenn en þeir sem hafa skipað íslenska landsliðið á síðustu árum fá núna tækifæri til að spreyta sig og Hamrén ætti að vera nær því að finna hvaða hesta hann getur veðjað á í undankeppni EM 2020.
Birtist í Fréttablaðinu Þjóðadeild UEFA Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira