Ráðherra segir einingu innan ríkisstjórnar um orkupakkann Sighvatur Arnmundsson skrifar 13. nóvember 2018 08:00 Ríkisstjórnin hefur ákveðið að falla frá frumvarpi sem heimilaði lagningu raflína frá Kröfluvirkjun að Bakka. Fréttablaðið/anton Iðnaðarráðherra segir að horfa verði á þriðja orkupakkann í samhengi við EES-samninginn. Ekki í fyrsta skipti sem því sé haldið fram að of langt sé gengið gagnvart stjórnarskrá. „Menn verða að horfa á þetta í því samhengi sem málið er í. Þetta snýst um EES-samninginn. Ég hef áður reifað það að þetta er ekki fyrsta málið þar sem menn hafa áhyggjur af því að tveggja stoða kerfið sé ekki virt sem skyldi og að við séum að ganga of langt gagnvart stjórnarskránni,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir iðnaðarráðherra um þriðja orkupakka ESB. Sameiginlega EES-nefndin samþykkti í maí á síðasta ári að taka þriðja orkupakka ESB upp í EES-samninginn. Noregur og Liechtenstein hafa þegar samþykkt tilskipunina en þurfa að bíða þess að Ísland geri það svo hún öðlist gildi. Til stendur að leggja fram þingmál í febrúar til að afgreiða málið. „Það er engin óeining innan ríkisstjórnarinnar um málið,“ segir Þórdís. Þær lagagerðir sem mynda þriðja orkupakka ESB voru samþykktar 2009. Um var að ræða breytingar á lagaumhverfi innri markaðar ESB fyrir raforku og jarðgas. Með pakkanum var gerð enn skýrari aðgreining milli eignarhalds flutningskerfis raforku og annarrar orkutengdrar starfsemi. Þá er lögð áhersla á sjálfstæði innlendra eftirlitsstofnana og sett var á fót samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði sem beri heitið ACER. Sú stofnun getur tekið lagalega bindandi ákvarðanir gagnvart eftirlitsaðilum aðildarríkja ESB. Samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar mun Eftirlitsstofnun EFTA hafa þessar valdheimildir þegar kemur að ríkjum EES. „Þetta er auðvitað mál sem kemur inn á tilfinningar fólks af því að Íslendingar, sem betur fer, átta sig á því að við erum mjög rík af náttúruauðlindum og við viljum hafa stjórn á þeim sjálf,“ segir Þórdís. Hún bendir á að þetta mál snúi eingöngu að því að þegar við höfum tekið ákvörðun um að nýta sameiginlegar auðlindir til að framleiða raforku, sé litið á raforkuna sem vöru. „Það er ekkert sem er að gerast með innleiðingu á þriðja orkupakkanum. Það er búið að vera þannig frá því að fyrsti orkupakkinn var innleiddur 2003.“ Ekkert liggi þó á og verið sé að skoða málið með ítarlegri hætti en áður hafi verið gert. Ráðherrann segist skilja að spurt sé hvers vegna verið sé að innleiða reglugerðir og tilskipanir sem snúi að meginstefinu til um sameiginlegan orkumarkað þegar Íslendingar séu með einangrað raforkukerfi sem ekki standi til að breyta „Við höfum aldrei látið á það reyna að segja einfaldlega nei við að innleiða gerðir sem hafa verið teknar upp í sameiginlegu EES-nefndinni. Það er auðvitað okkar ákvörðun að gera það. Þá verða menn bara að vera tilbúnir að taka afleiðingunum. Við höfum í 25 ár talið að hagsmunum okkar sé betur borgið með EES-samningnum. Ég er ennþá þeirrar skoðunar og það er ríkisstjórnin líka.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Iðnaðarráðherra segir að horfa verði á þriðja orkupakkann í samhengi við EES-samninginn. Ekki í fyrsta skipti sem því sé haldið fram að of langt sé gengið gagnvart stjórnarskrá. „Menn verða að horfa á þetta í því samhengi sem málið er í. Þetta snýst um EES-samninginn. Ég hef áður reifað það að þetta er ekki fyrsta málið þar sem menn hafa áhyggjur af því að tveggja stoða kerfið sé ekki virt sem skyldi og að við séum að ganga of langt gagnvart stjórnarskránni,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir iðnaðarráðherra um þriðja orkupakka ESB. Sameiginlega EES-nefndin samþykkti í maí á síðasta ári að taka þriðja orkupakka ESB upp í EES-samninginn. Noregur og Liechtenstein hafa þegar samþykkt tilskipunina en þurfa að bíða þess að Ísland geri það svo hún öðlist gildi. Til stendur að leggja fram þingmál í febrúar til að afgreiða málið. „Það er engin óeining innan ríkisstjórnarinnar um málið,“ segir Þórdís. Þær lagagerðir sem mynda þriðja orkupakka ESB voru samþykktar 2009. Um var að ræða breytingar á lagaumhverfi innri markaðar ESB fyrir raforku og jarðgas. Með pakkanum var gerð enn skýrari aðgreining milli eignarhalds flutningskerfis raforku og annarrar orkutengdrar starfsemi. Þá er lögð áhersla á sjálfstæði innlendra eftirlitsstofnana og sett var á fót samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði sem beri heitið ACER. Sú stofnun getur tekið lagalega bindandi ákvarðanir gagnvart eftirlitsaðilum aðildarríkja ESB. Samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar mun Eftirlitsstofnun EFTA hafa þessar valdheimildir þegar kemur að ríkjum EES. „Þetta er auðvitað mál sem kemur inn á tilfinningar fólks af því að Íslendingar, sem betur fer, átta sig á því að við erum mjög rík af náttúruauðlindum og við viljum hafa stjórn á þeim sjálf,“ segir Þórdís. Hún bendir á að þetta mál snúi eingöngu að því að þegar við höfum tekið ákvörðun um að nýta sameiginlegar auðlindir til að framleiða raforku, sé litið á raforkuna sem vöru. „Það er ekkert sem er að gerast með innleiðingu á þriðja orkupakkanum. Það er búið að vera þannig frá því að fyrsti orkupakkinn var innleiddur 2003.“ Ekkert liggi þó á og verið sé að skoða málið með ítarlegri hætti en áður hafi verið gert. Ráðherrann segist skilja að spurt sé hvers vegna verið sé að innleiða reglugerðir og tilskipanir sem snúi að meginstefinu til um sameiginlegan orkumarkað þegar Íslendingar séu með einangrað raforkukerfi sem ekki standi til að breyta „Við höfum aldrei látið á það reyna að segja einfaldlega nei við að innleiða gerðir sem hafa verið teknar upp í sameiginlegu EES-nefndinni. Það er auðvitað okkar ákvörðun að gera það. Þá verða menn bara að vera tilbúnir að taka afleiðingunum. Við höfum í 25 ár talið að hagsmunum okkar sé betur borgið með EES-samningnum. Ég er ennþá þeirrar skoðunar og það er ríkisstjórnin líka.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira